Felldi Kaupþing skuld menntamálaráðherra niður?

Það er alveg ljóst að svör verða að fást við þessum áburði um niðurfellingu skulda lykilstarfsmanna við Kaupþing hið fyrsta, í seinasta lagi á morgun.

Ef fótur er fyrir þessum sögusögnum, hlýtur í leiðinni að þurfa að fást svör við því hvort Kristján Arason, eiginmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, sé meðal þeirra sem fékk niðurfellt lán.

Ef það er tilfellið er erfitt að sjá Þorgerði Katrínu taka að sér frekari trúnaðarstörf fyrir þjóðina.


mbl.is Engar niðurfellingar hjá Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Gestur þú er að misskilja þetta allt samann, hún heldur áfram sem ráðherra og síðan formaður flokksins og ef ég þekki landan rétt munu við veita henni brautargengi sem forsetisráðherra innan skamms, ég man ekki betur að mesti fjársakamaður landsins hafi verið eiginmaður fyrrverandi Dómsmálaráðherra og Forseta alþingis.

í Sjálfstæðisflokknum er allt hægt.

Ég var að lesa fall Rómaveldis og þar ríkti mikill spilling rétt fyrir fallið, minnir í mörgu á stöðu Íslands í dag

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 3.11.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ertu að meina Gestur að Kristján sér framsóknarmaður eða hagað sér sem slíkur?

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.11.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Ég held að, hinn frábæri handboltamaður, Kristján Arason vinni í Glitni og ekkert hefur þar komið upp á borðið á samanborið við þetta. 

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 3.11.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Kristján Arason
framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 3.11.2008 kl. 23:48

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allstaðar annarstaðar í heiminum, væri sennilega búið að gera blóðuga byltingu. Það versta af öllu versta hefur gerst og svo tíusinnum meira en það og fólk nennir ekki einu sinni upp úr sófunum sínum til að sporna við nauðguninni.  Eigum við hreinlega eitthvað betra skilið?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2008 kl. 02:52

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Benedikt. Var að komast í tölvusamband núna. Það er ekkert í þessari færslu annað en spurning um hvort hann hafi fengið niðurfellingu, ekki ásökun um að svo væri. Nú hefur komið í ljós að svo var ekki.

Gestur Guðjónsson, 4.11.2008 kl. 15:48

7 Smámynd: Heidi Strand

Hann var aðeins með um 140.000 á mánuði.

Heidi Strand, 4.11.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband