Kærleik takk

Á meðan auðmennirnir hrærðu í og hirtu til sín nammiskálar íslensku þjóðarinnar klappaði ríkisstjórnin, stjórnkerfi hennar og mestöll þjóðin. Þar erum við meira og minna öll sek.

Við nutum aukinna skatttekna, aðgengis að lánsfjármagni og almenns hagvaxtar sem nú er komið í ljós að hafi verið byggður að talsverðu leiti á sandi.

Auðvitað ber ríkisstjórnin meiri ábyrgð en við hin á viðbrögðunum en ekki síður viðbragðsleysinu í aðdraganda hrunsins, í hruninu og eftir hrunið.

En auðmennirnir sem nýttu sér gallana í regluverkinu og brutu reglurnar bera fyrst og síðast meginábyrgðina. Við skulum ekki gleyma því í öllum hamagangnum

Það viðhorf Harðar Torfasonar og fleiri forsvarsmanna mótmælanna að segja tilkynningu Geirs H Haarde eitthvað fjölmiðlabragð er fyrir neðan allar hellur. Það ber vott um að kærleikurinn sé horfinn úr hjörtum þeirra.

Það er slæmt.

Ef við getum ekki sýnt fólki samúð í erfiðleikum og veikindum þess og látum þá heift og hatur sem ummæli þeirra bera vitnisburð um, stjórna orðum okkar og athöfnum, verður Nýtt Ísland ekki byggt á kærleik og verður því ekki fordómalaust, sanngjarnt og réttlátt.

 


mbl.is Greinilega snúið út úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gestur.

Ég er sammála þér.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:49

2 Smámynd: Heidi Strand

Það dönsuðu alls ekki allir með.
Fólki sem komu með  gagnrýni,spurningar eða gerði athugasemdir voru sakaðir um öfundsýki.
Almenni borgari gat ekkert gert í þessu.

Heidi Strand, 24.1.2009 kl. 10:59

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Nokkuð til í þessu hjá þér Gestur. Það eru fleiri sekir en bara stjórn- og embættismennirnir.

Eitt hins vegar stendur eftir. Það er það heimatilbúni hlutinn í þessu ástandi annars vegar og hins vegar sá útlenski. Bretar eru í miljandi vandræðum. Bandaríkin hafa ekki séð það svartara síðan í kreppunni á 4. tug síðustu aldar o.s.frv.

Síðan er ef lög hafa verið brotin - þ.e. eitthvað glæpsamlegt, það er eitthvað sem þeir sem brutu af sér bera ábyrgð á.

Jónas Egilsson, 24.1.2009 kl. 13:11

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sammála þér Gestur, við megum aldrei tapa kærleikanum því þá er allt farið.

Hins vegar góð ábending hjá Heidi að auðvitað var ekki öll þjóðin með í partýinu.

Í góðærinu var bæði fólk sem fór ekki fram úr efnum og líka hópur sem átti þess ekki nokkurn kost því ekki var verið að moka í þá sem minnst mega sín eða lækka skatta á þann hóp. Það var fullkomlega öfugsnúin skattastefna hér til að halda hinum ríku góðum og ríkari...

Mikið verk að vinna en við framsóknarfólk erum sko heldur betur tilbúin langt á undan öðrum flokkum!

Kristbjörg Þórisdóttir, 24.1.2009 kl. 13:13

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í Sovétríkjunum sálugu var stjórnarskrá sem átti að tryggja alræði öreiganna og að allir væru jafnir, legðu til þjóðfélagsins eftir getu og fengju eftir þörfum.

Allir vita hvað út úr því kom og það var vegna þess að mannlegt eðli var ekki tekið með í reikninginn. Niðurstaða: Þeir sem settu reglurnar báru meginábyrgðina.

Sama gerðist hér eftir bandarískri fyrirmynd tímabils sem kennt verðjur við Thatcher og Reagan. Hin helbláa hömlulausa frjálshyggja leit vel út á pappírnum en gerði ekki ráð fyrir mannlegu eðli.

Hér á landi buðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur þjóðinni í efnahagslegt fíkniefnapartí, sem ég lýsti í bókinni Kárahnjúkar - með og á móti og færði þar að því rök að partíið myndi enda með því að allt yrði brotið og bramlað í óbætanlegri eyðileggingu.

Framsóknarflokkurinn fyrir sína hönd verður að gera refjalaust upp við skammtímagræðgina, spillinguna og ofríkið gagnvart komandi kynslóðum.

Ofríkið gagnvart komandi kynslóðum varðandi ósjálfbæra orkunýtingu og eyðilegginu náttúruverðmæta virðist ekki vera á dagskrá hins "nýja Framsóknarflokks."

Þvert á móti vill nýr formaðar, annars hinn vænsti maður, spýta í í þeim efnum.

Það þykir mér mjög miður.

Ómar Ragnarsson, 24.1.2009 kl. 13:36

6 Smámynd: Ari Jósepsson

Já ég er sammála

Ari Jósepsson, 24.1.2009 kl. 15:33

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það eru ekki allir á góðum eftirlaunum frá ríkinu Ómar, þú ættir að hugsa til þeirra sem ganga og munu ganga um atvinnulausir, horfandi á orkuna falla til sjávar engum til gagns.Það geta ekki allir lifað á ríkinu það var reynt í kommúnistaríkjunum og gafst ekki vel.Þú átt að láta fólk á landsbyggðinni í friði. það á að fá að ráða sér sjálft.Farðu með fley þitt á tjörnina, fúlapytt, og haltu þig þar.Þú ert þar í góðum félagsskap.

Sigurgeir Jónsson, 24.1.2009 kl. 15:35

8 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Takk fyrir ómar þetta er sannleikurinn! ég hef fyllstu samúð með Geir og Ingibjörgu og óska þeim velfarnaðar og að ná aftur fullri heilsu en það breytir ekki því að stefna sjálfstæðisflokksins  frjálshyggjan sem hefur ráðið  hér ríkum s.l. 17 ár er búin að koma okkur á kaldann klaka og komandi kynslóðum líka við megum ekki missa sjónar á því að það má ekki halda áfram að hlaða undir gróðaöfl og spillingu og því miður er ég hrædd um að svo yrði ef sjálfstæðisflokkurinn fær völd áfram. Við kjósum ekki fólk af samúð það er stefnan sem við kjósum með eða móti Ég er líka sammála því að við eigum að mótmæla án ofbeldis reiði getur verið eðlileg margir eiga um sárt að binda fjárhagslega og hafa ekki notið góðs af svokölluðu góðæri.  

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 24.1.2009 kl. 15:42

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Formáli þessarar færslu er ekki með blóðfórnarkröfum, en það breytir því ekki að núverandi ríkisstjórn hefur brugðist í aðdraganda bankahrunsins, í því og eftir og ber því að ganga til kosninga eins fljótt og verða má. Uppbygging bankakerfisins í tíð núverandi og síðustu ríkisstjórnar, á þeim grundvelli sem þar síðasta ríkisstjórn lagði með EES samningnum er á ábyrgð þeirra alla

Ómar skrifar: "Framsóknarflokkurinn fyrir sína hönd verður að gera refjalaust upp við skammtímagræðgina, spillinguna og ofríkið gagnvart komandi kynslóðum"

Síðasta flokksþing Framsóknar viðurkennir þetta hispurslaust í stjórnmálaályktun þingsins:

"Á undanförnum árum virtist hér ríkja mikið umbreytinga- og framfaraskeið þar sem kraftar óbeislaðs athafnafrelsis nutu sín til hins ýtrasta. Á þeim tíma brást Framsóknarflokkurinn í því hlutverki að tryggja að laga- og reglugerðaumhverfi, ásamt uppbyggingu nauðsynlegs aðhalds og eftirlits, m.a. með sterkum og faglegum eftirlitsstofnunum, samræmdist vexti viðskiptalífsins. Frelsi fylgir ábyrgð, en ábyrgðinni var ábótavant. Úr því verður að bæta."

Gestur Guðjónsson, 24.1.2009 kl. 15:49

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mikið til í þessu - takk fyrir

Jón Snæbjörnsson, 26.1.2009 kl. 15:57

11 Smámynd: Gerður Pálma

Ómar, alltaf skýr, beinn og heidarlegur, thjódin tharf margfoldun af thínum líkum.

Til thess ad thjódin fái taekifaeri ad rífa sig upp úr thessu hyldýpi skulda og lákúru verdur ad breyta kerfinu sem kom okkur a botninn, kerfi sem hefur mun lengri addraganda heldur en thessi sídustu tvo kjortímabil.

Íslendingar hafa búid vid flokksraedi en ekki sjálfraedi sídan vid odludumst fullveldi. 

Ég hraedist ad thegar thegar (ef) landinn faer ad sja heidarlegt uppgjor Kárahnjúkavirkjunar, verdur hrikalegur skellur, allir hissa ad sjálfsogdu, eins og núna,  thar sem enginn gat ímyndad sér ad slíkt svínarí gegn hagsmunum lands og thjódar hafi getad átt sér stad.  Ef vid kjósum áfram sama kerfi heldur Kárahnjúkauppgjorid áfram ad vera leyndarmál. Hvers vegna aetli thad sé leyndarmál?

Thad er í stíl vid alla adra 'VIT leysu' og neglir okkur enn fastar á nedri bekkina, ad rádast ad Herdi Torfasyni fyrir ógaetileg og hugsanlega úr samhengi slitin vidsvor í beinu útvarpsvidtali og blanda thvi vid alvarlegustu vandamál sem Íslendingar hafa horfst í augu vid sídan theim var gefid sjálfsstaedi, thad er lítilmennska.

Furdulegt er somuleidis ad fylgjast med áherslum frettathjónustunnar sem leggur mikid upp úr ad sýna thad sem midur fer thó svo ad thad sé ekki nema orlítid brot af thvi sem er í gangi og eigi ekkert skylt vid skipulag eda skipuleggjendur mótmaelanna.  Hvar standa fréttamenn í raun í baráttunni?

Mótmaelin hafa aldrei verid til studnings Hardar til eins eda neins og ad engu leyti hans markmid. Hordur sem einstaklingur hefur gert kraftaverk med thvi hjálpa fólki út úr hraedslupokanum sem einungis er haegt ad gera í samfélagi vid fjoldann, eins og sýnt hefur sig og sannad. Hann á fyrst of fremst thakklaeti skilid frá allri thjódinni fyrir thá gífurlegu óeigngjornu vinnu sem hann hefur lagt á sig fyrir okkur hin.

Somuleidis Ómar, geymt en aldrei gleymt, thín vinna er grunnur framtídar Íslands um ókomna tíd.

Gerður Pálma, 31.1.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband