Vel skal vanda það sem lengi skal standa

Seðlabanki Íslands er líklegasta mikilvægasti hluti íslensks fjármálakerfis.

Þess vegna er eðlilegt og nauðsynlegt að vel sé vandað til þeirrar lagasetningar sem starfsemin grundvallast á.

Það að krefjast þess að Seðlabankastjóri hafi í það minnsta þá þekkingu á efnahags- og peningamálum sem meistarapróf í hagfræði krefst er eðlilegt í mínum huga, en ef einhver hefur náð tilsvarandi þekkingu með annarri námsleið getur það ekki verið markmið í sjálfu sér að takmarka mannvalið við þá sem farið hafa nákvæmlega þá námsleið sem lýkur með orðinu meistaragráða í hagfræði.

Þess vegna hlýtur að verða að segja "meistaragráðu í hagfræði eða jafngilda menntun"


mbl.is Venjan að hafa einn eða fleiri aðstoðarbankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér sýnist að síðasta setningin hjá þér sé ásættanleg fyrir alla. Geturðu ekki komið henni á framfæri við hlutaðeigandi.

Finnur Bárðarson, 13.2.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Eða jafngilda menntun?? hvernig stendur á því að þú og margir aðrir teljið vera eitthvert sama sem merki á milli menntunar og hæfni??, ekki hefur það reynst okkur vel menntastigið sem var hjá bönkunum, hugsanlega vegna þess að heilbrigða skinsemi skorti eða hvað?, ekki er það beysið ef fleiri en einn hagfræðingur er spurður sömu spurningarinnar, þá birtast nánast jafn margar útgáfur af lausnum byggðum á óreyndum kenningum og spurðir hafa verið?, best væri máski að seðlabankastjóri væri valin með hlutkesti uppúr símaskránni, árangurinn yrði varla veri eða hvað.

Magnús Jónsson, 13.2.2009 kl. 21:18

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Ríkisstjórnin er komin í þvílíkt öngstræti.

Nýbúið er að reka tvo vel menntaða hagfræðinga úr Seðlabankanum og ekkert hægt að sanna að þeir beri neina ábyrgð.

Davíð er pólitískt óferjandi og óviðræðuhæfur hjá nýrri ríkisstjórn. Það útaf fyrir sig er ekki réttlætanlegt að hálfu ríkisstjórnarinnar Davíð uppfyllir tæknilega öll möguleg skilyrði sem sem verða. Hann hefur háskólapróf og um 10 ára reynslu óvéfengjanlega við endurreisn efnahagslífsins. Sekt í hruninu er ósönnuð, en e.t.v. rangur maður á röngum stað á röngum tíma? Eða steig hann ofaná of margar tær sem pólitíkus og er verið að hefna fyrir það nú? Eða er Jóhanna einfaldlega bara í svona fúlu skapi?

Jónas Egilsson, 15.2.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband