Alkul atvinnulífsins í boði VG og Samfylkingar

Skynsamleg fjármögnun bankanna er algert forgangsatriði, þannig að þeir geti farið að lána fyrirtækjum, þannig að þau komist ekki í greiðsluþrot og geti aukinheldur farið í eðlilegar fjárfestingar, viðhaldsverkefni og uppbyggingu.

Á þeirri vakt hefur Steingrímur J Sigfússon algerlega sofið. 

Svefn og skilningsleysi Samfylkingarinnar er einnig alger og í hrópandi andstæðu við yfirlýsingar þeirra þegar upp úr síðasta ríkisstjórnarsamstarfi slitnaði, þegar allur seinagangurinn átti að vera samstarfsflokknum að kenna.

Niðurstaða landsfunda VG, S og D sýna okkur og sanna að enginn þessara flokka virðist megna að koma  með neinar raunhæfar tillögur i efnahagsmálum.

Einungis Framsóknarmenn hafa lagt fram tillögur, samhangandi 18 tillögur, sem sífellt fleiri hafa tekið undir, sem hlýtur að vera til vitnis um hvaða flokki er helst treystandi til að leiða þjóðina út úr kreppunni.


mbl.is Nánast engin lán til fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband