Talað við tösku Jóhönnu

Fylgdist með öðru auganu með umræðum um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB.

Ráðherrar VG mættu seint og illa til umræðunnar, enda þeim óþægileg.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallaði eftir því að ráðherrar þeirra ríkisstjórnar sem samþykkt hafa þingsályktunina og leggja hana fram væru til staðar.

En það vakti furðu mína að undir allri umræðunni var Jóhanna aldrei til staðar - heldur ekki eftir að nærveru hennar hafi verið óskað.

Bara taskan hennar.

Hvernig á að ávarpa hana - hæstvirt forsætisráðherrataska?


mbl.is VG vill ná sínu fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

hæstvirt forsætisáðherra taska....!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.5.2009 kl. 12:40

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Talk to the hand

Í tíð annars kvenforsætisráðherra, M. Thatcher, var haft á orði að þingmenn þyrftu ekki annað en að sjá handtösku frúarinnar til þess að blikna og blána af skelfingu.  Svona Pavlov heilkenni.

Þa voru menn ekki teknir á teppið heldur "taskaðir".  

Kannski Jóhanna sé að þróa töskudæmi Thatcher enn frekar með því að senda bara töskuna eina á fundi.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 21:24

3 identicon

Mikið ertu smekklegur.

Valsól (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband