Hættu að væla - þú baðst um þetta

Jóhanna Sigurðardóttir hefur lýst því yfir að hún ætti að vera með hæstu laun ríkisstarfsmanna.

Maður hlýtur að gera þá kröfu til þeirra sem bjóða sig fram til Alþingis og sérstaklega þeirra sem vilja verða forsætisráðherra að þeir viti hvað þeir eru að segja.

Ef hún vissi ekki hvernig laun ríkisstarfsmanna eru lækkuð eða hvort það væri yfir höfuð hægt, af hverju var hún þá að lýsa því yfir að hún ætlaði að gera það?

Var þetta bara marklaust hjal upp í eyrun á fólki?

Þannig að eina leið hennar til að verða sá ríkisstarfsmaður sem er með hæstu launin virðist vera að hækka eigin laun - eða hvað?

Það er aumkunarvert að sjá svona málflutning - væl um hvað það sé erfitt og flókið að koma hlutum í framkvæmd. Bauð Samfylkingin ekki fram í Alþingiskosningum til að komast í ríkisstjórn og framkvæma þá stefnu sem hún boðaði?


mbl.is „Ekki einfalt að lækka laun ríkisstarfsmanna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Here comes the new boss, same as the old boss..... og skiptir nákvæmlega engu hvernig flokkskirteinið er á litinn.

Heimir Tómasson, 16.6.2009 kl. 04:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband