Árið 2008 var gott ár

Ársins 2008 verður í framtíðinni minnst sem eins besta árs í sögu íslensku þjóðarinnar.

  • Hey voru mikil og góð
  • Lax var mikill og vænn
  • Frjósemi var almennt með ágætum
  • Framleiðsla sjávar var vel yfir meðallagi
  • Íslenskt viðskiptalíf hóf löngu tímabæra ormahreinsun
  • Íslenskt efnahagslíf hóf endurskipulagningu sína
  • Íslensk þjóð hóf endurskilgreiningu á því hvað henni er mikilvægt

Hvað er hægt að biðja um það betra?

Vandinn er bara hvenær við munum fara að sjá hlutina í þessu ljósi...


mbl.is Níu brennur í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskveiðiauðlindin er Íslendinga

Ég fæ ekki séð að Íslendingar þurfi að vera að rífast um það sem þeir eru sammála.

Full yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni sem og öðrum auðlindum þjóðarinnar verða ekki í boði sem gjald fyrir aðgang að ESB. Það myndi ég ekki samþykkja og ég held að íslensk þjóð muni heldur ekki gera það.

Það vita samningamenn ESB og það vita íslenskir þingmenn og því þarf ekkert að ræða það mál.

Það eru fordæmi fyrir því að þjóðir séu ekki undir sameiginlegu fiskveiðistjórn ESB og því er það eðlilegt og sjálfsagt að gera ráð fyrir stjórn fiskveiða verði varanlega undir íslenskri stjórn.

Við eigum frekar að ræða önnur tormerki við mögulega aðild, eins og nýtingu og eignarhald á vatnsafli og jarðhita, sem og hugsanlegrar olíu.

Þar værum við betur stödd ef menn hefðu tuðlast til að samþykkja auðlindaákvæði í stjórnarskránni eins og Framsókn lagði til, en náði því miður ekki í gegn, vegna andstöðu núverandi stjórnarflokka.


mbl.is Varaformaður LÍÚ veltir áherslum ESB fyrir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólakveðja

Ég óska öllum, nær og fjær gleðilegra jóla.

Munum að það sem er dýrmætast fæst ekki keypt og er því ekki hægt að taka af manni, sama hvað á dynur.


Ekki hækka stýrivextina

Jafnvel þótt núverandi stýrivextir séu neikvæðir miðað við verðbólguhraðann, er ekki þörf á að hækka þá til að halda fjármagni í landi.

Fyrir það fyrsta þá er bannað að fara með fjármagn úr landi, og því í rauninni engin þörf á að hafa stýrivextina svona háa þess vegna og einkaneysla öll á niðurleið, þannig að forsendur þessara stýrivaxta eru tæpar.

Í annan stað eru stýrivextir annarsstaðar í heiminum meira og minna neikvæðir, þannig að þótt fjármagnsflutningar væru gefnir frjálsir, er fjármagninu ekkert betur komið annarsstaðar.

Þess vegna er engin ástæða til að hækka stýrivexti. Frekar þarf að útskýra af hverju ekki er búið að lækka þá verulega, amk meðan að gjaldeyrishöftin eru í gangi.


mbl.is Verðbólgan mælist 18,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verið að hlaða verðbólgupúðurskot næstu ára

Það geysilega fjármagn sem verið er að dæla inn í hagkerfi heimsins núna og á næstu mánuðum getur ekki þýtt nema eitt: Verðbólgu.

Inndæling peninga án tilsvarandi verðmætasköpunar þýðir óhjákvæmilega að verðmæti peninganna rýrnar. Því er í rauninin verið að færa verðmæti á milli vasa, að yfirfylla suma vasa til þess að auka neyslu og fjárfestingu, því í dag eru allir peningar fastir í þeim vösum sem þeir eru í núna.

Það er í sjálfu sér ágætt fyrir okkur. Það ætti að auka líkurnar á því að samkeppnisstaða Íslands og annarra landa jafnist, með því að hinn blauti draumur kratanna rætist: Að allir hafi það jafnskítt.


mbl.is Hvetur til útgjalda til þess að örva hagkerfi heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott...

...að við erum með þessa þingmenn sem koma með þetta þingmannafrumvarp, fyrst ríkisstjórnin getur ekki tuðlast við að hafa frumkvæði að þessu sjálf.

Það er með ólíkindum hversu illa hún virðist hafa haldið á hagsmunum Íslendinga í gegnum bankahrunið.


mbl.is Fé til málshöfðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hámörkun verðmæta úr sjó

Hafrannsóknastofnun er sú stofnun sem á að hafa heildaryfirsýn yfir lífríkið í sjónum og veita ráðgjöf um hversu mikið er hægt að veiða af hverri tegund.

Ef ég hef fylgst rétt með byggist sú ráðgjöf reyndar ekki á margstofna líkani, þar sem áhrif veiðiálags á einn stofn á annan stofn eru reiknuð með.

Til dæmis er ljóst að loðnuveiðar hafa bein áhrif á rækjustofninn, þar sem báðar tegundir eru fæða þorsks og annara tegundaí.

Þess vegna verður að fara að taka ákvarðanir um kvóta á grundvelli hámörkunar heildarverðmæta úr sjó. Kannski borgar sig að geyma loðnuna í sjónum sem fæðu fyrir þorskinn, þannig að hann éti minna af rækju og verði kannski feitari sjálfur?


mbl.is Mikil óvissa um loðnuvertíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og menn ætla að fækka hjá efnahagsbrotadeild!!!

Það eru þau undarlegustu tíðindi sem ég hef heyrt lengi, að fækka eigi hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, eins og til stendur skv fréttum.

Nema það sé vegna þess að þessari rannsókn á Baugsfjölskyldunni sé lokið?

Á samt einhvernvegin erfitt með að trúa því að menn telji að þar með séu öll stórkallaskattalagabrot rannsökuð.

Nema að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilji ekki að aðrir en Baugsfólkið sé rannsakað almennilega?


mbl.is Ákært á ný í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrmætasti flautuleikari landsins

Það er engum blöðum um það að fletta að Jón Gerald Sullenberger hefur náð að hafa afar mikil áhrif á þjóðfélagsumræðuna hér á landi, fyrst sem flautuleikari (e:whistle blower) í Baugsmálinu, svo í gegnum skýringarmyndböndin um FL og Sterling og nú í viðtölum.

Með þetta fjölmiðlaumhverfi, þar sem fréttastjórarsem virðast ekki þora eða hafa á að skipa mannskap til að setja það gríðarlega magn upplýsinga sem yfir okkur flæðir, í skiljanlegt samhengi hefur honum tekist að skýra þá mynd eitthvað - á hlutdrægan hátt auðvitað, en staðreyndirnar hafa ekki verið hraktar.

Hans skýringar snúast eingöngu um Baug og tengd fyrirtæki og , en mér er spurn:

Hvað ætli sé að finna í öðrum hlutum íslenska viðskiptaumhverfisins, þeim sem Jón Gerald hefur ekki áhuga á?

Þyrfti ekki að fjölga í flautusveitinni?


mbl.is Jón Gerald mótmælir í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Ólafur Ragnar

Vér Íslendingar þökkum yður hr forseti fyrir að hafa stöðvað fjölmiðlafrumvarpið á sínum tíma. Gjáin var greinilega ekki á milli þings og þjóðar, heldur þings og auðmanna.

Nú er trúverðugleiki: 

  • Hreins Loftssonar: Búinn 
  • Reynis Traustasonar: Búinn
  • Sigurjóns Árnasonar: Búinn
  • Björgólfs Guðmundssonar: Búinn
  • DV: Búinn

Hann var svosem lítill fyrir....

Fjölmiðlalög strax takk fyrir.


mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband