Minnihlutastjórn vill losna úr klemmu

Það að þessar þreifingar skuli hafa átt sér stað er ekkert annað en staðfesting á því að í landinu sé minnihlutastjórn við völd

Minnihlutastjórn sem Ögmundur Jónasson og hin í órólegu deildinni í VG verja falli.

Slík stjórn er í heljar greipum stuðningsaðilans sem er jú ekki til viðræðum um neinar málamiðlanir.

Til að losna úr slíkri stöðu verður að styrkja þingmeirihlutann og þessar þreifingar eru ekkert annað en viðleitni til þess.

Viðbrögð Framsóknar eru hárrétt. Hér þarf að taka mjög erfiðar ákvarðanir og best er að allir flokkar komi að því og auðvitað verður ekki til nein ný stjórn nema með nýjum stjórnarsáttmála.


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nornaveiðar

Líklegast er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þess ástands sem við lifum í, öll sú spilling og firring sem er að koma upp á yfirborðið veldur því, að allt sem gert er, sé blásið upp og tortryggt þannig að nornaveiðum líkist.

Það að Össur Skarphéðinsson skuli hafa hagnast um 30 milljónir er ein og sér alveg næg ástæða til að selja. Hann hafi fengið tilboð sem hann gat ekki hafnað.

Því hafi Össur ekki þurft að búa yfir nokkrum innherjaupplýsingum og þess vegna held ég að hann hafi hreinan skjöld

- í þessu máli.


mbl.is Hagnaður Össurar af sölu stofnfjárbréfa 30 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef væri ég söngvari...

Það að umhverfisráðherra reyni að skýla sér á bakvið viðtengingarhátt í bréfi sínu til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem hún tilkynnir ákvörðun sína um að neita að staðfesta aðalskipulag sveitarfélagsins er ekkert annað en aumt yfirklór og sannraun á því  að ráðherra hefur ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni við undirbúning ákvörðunar sinnar, sem þó tók 14 mánuði.

Í lögum um skipulags- og byggingamál segir skýrt að ráðherra beri að óska umsagnar sveitarstjórnar áður en ákvörðun er tekin.

Ef ráðherra hefði gert það um þetta atriði hefði sveitarstjórn getað leiðrétt það með óyggjandi hætti.

Svona dylgjur og ærumeiðingar eru ráðherra ekki sæmandi og eðlilegt að sveitarstjórnin íhugi rétt sinn gagnvart dómsmáli.


mbl.is Hrunamenn undrast Þjórsármál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svandís út'í mýri, sett'upp á sig stýri...

Það er ljótt fúafenið sem umhverfisráðherra hefur anað út í.

Bæði með yfirlýsingum sínum um að hún hafi skipulagsvaldið, ekki sveitarfélögin, en ekki síður með illa ígrundaðri og rangri ákvörðun sinni um að neita að staðfesta skipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Eftir heila 14 mánuði, sem er gróft brot á stjórnsýslulögum, kveður hún loks upp úrskurð um að sveitarfélagi sé óheimilt að endurkrefja framkvæmdaaðila um kostnað vegna breytinga á aðalskipulag og hafni því aðalskipulagi sveitarfélagsins staðfestingar.

Lepur hún upp rangfærslur brottrekins sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem sagði ósatt um að Landsvirkjun hefði greitt sveitarstjórnarmönnum persónulega fyrir vinnuframlag þeirra við aðalskipulagsbreytinguna.

Það hefur margoft verið leiðrétt, en ráðherrann lætur það lönd og leið og ef hún hefur rækt rannsóknarskyldu sína er hún vísvitandi að fara með rangt mál. Að öðrum kosti hefur hún ekki rækt hana, en samkvæmt skipulagslögum er henni skylt að leita umsagnar sveitarstjórnar áður en hún tekur ákvörðun sína, þannig að farvegurinn er skýr, sem gerir brot umhverfisráðherra enn alvarlegra.

Með þessari ákvörðun setur umhverfisráðherra einnig aðalskipulag allra þeirra sveitarfélaga sem endurkrafið hafa framkvæmdaaðila fyrir skipulagsbreytingar í uppnám og í rauninni alla gjaldtöku vegna skipulagsvinnu sveitarfélaga, enda eru framkvæmdaaðilar krafðir um gjöld um allt land, skv gjaldskrá eða skv útlögðum kostnaði og þeir sem um þau mál fjalla þiggja fyrir það laun, sem samkvæmt úrskurði umhverfisráðherra er óheimilt.

Þannig að ákvörðunin er röng, í andstöðu við fyrirliggjandi frumvarp hennar sjálfrar að nýjum skipulagslögum og með ófyrirséðar afleiðingar fyrir allt skipulagsstarf í landinu.


mbl.is Landsvirkjun frestar viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsögn á samningi ríkisins og ÍSÍ?

Ríkisstjórnin ástundar ómerkilega vinsældapólitík með þeim gjörningi að afhenda handboltalandsliðinu 10 milljónir króna vegna glæsilegs árangurs á EM framhjá kerfinu og brýtur stórlega á öðrum afreksíþróttum í landinu. Þetta er þriðjungur þess sem veitt er í allar afreksíþróttir í landinu, en handboltalandsliðið fékk einnig úthlutað 10 milljónum úr þeim potti.

Ég sem gjaldkeri Frjálsíþróttasambands Íslands lít á þetta sem móðgun við það afreksstarf sem unnið er innan frjálsíþróttahreyfingarinar og algert vantraust á ÍSÍ. Mætti líta á þennan gerning sem uppsögn á þeim samningi, því í honum er kveðið á um að afrekssjóðurinn eigi að vera heildarframlag ríkisins og eigi afreksstarfið ekki að leita annað í ríkiskassann.

Í samningi ríkisins og ÍSÍ sem gerður var árið 2004 var tekið á því vandamáli að fjárlaganefnd væri að ákvarða hvað hver íþróttagrein fengi úthlutað í afreksstyrki oft eftir duttlungum einstakra nefndarmanna. ÍSÍ, Heildarsamtökum íþróttanna á Íslandi var falið að sinna þeirri skiptingu eftir skýrum reglum, byggðu á faglegu mati og undir ströngu eftirliti.

Ríkisstjórninni færi betur að efna gerða samninga við íþróttahreyfinguna í stað þess að grafa undan henni með þessum hætti.


mbl.is Þið stappið í okkur stálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband