Orð dagsins...
1.2.2008 | 13:42
...á borgarstjóri vor, Ólafur F Magnússon, í sjónvarpinu í gær, þegar hann sagði að:
"Kaupangur hafi viljað verulega hærri fjárhæð fyrir húsin og lóðirnar á Laugavegi 4 og 6 en borgin greiddi að lokum. Samningurinn hafi því verið hagstæður. "
Ef ég fer sem sagt fram á ofsalega fáránlega háa upphæð og þarf að slá af henni þannig að hún verði bara fáránlega há, er sá sem kaupir af mér að gera góð kaup.
Það kemur á óvart að ekki sé neina frétt að finna á mbl.is um þessa viðskiptasnilld nýja meirihlutans.
Orð dagsins | Breytt 12.2.2008 kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ljóst að eitt nýtt varðskip er ekki nóg
1.2.2008 | 10:36
Miðað við þær spár sem birtar hafa verið um skipaumferð á höfunum í kringum Ísland er alveg ljóst að það er ekki nóg að vera með eitt varðskip, hversu vel sem það er búið. Ef varðskipið er upptekið í löggæsluverkefnum vestur af landinu, er löng sigling fyrir það austur, komi eitthvað upp á þar. Eins þarf að viðhalda skipinu og þá er ekki hægt að vera skiplaus á meðan.
Því er alveg ljóst, eins og það er nauðsynlegt að hafa þyrlu staðsetta á Akureyri, að það þarf að hafa skip sitt hvoru megin við landið og það almennileg skip, eins og það sem er að fara í smíði núna.
![]() |
Stórauknar siglingar kalla á nýtt áhættumat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |