Er eftirlit með sundstöðum á réttum stað?

Langflestir sundstaðir landsins eru reknir af sveitarfélögunum. Eftirlit með öryggi á sundstöðum er einnig á hendi starfsmanna heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna.

Ég veit að starfsmenn heilbrigðiseftirlitanna eru allir af vilja gerðir, en það getur ekki verið eðlilegt að menn séu að hafa eftirlit með sjálfum sér. Virðing fyrir ábendingum þeirra og vilji til beitingar þvingunarúrræða er einnig annar en ef eftirlitið væri á höndum óháðs aðila. Þess vegna tel ég einsýnt að þetta eftirlit eigi að vera á höndum ríkisins, t.d. Vinnueftirlitsins.

Kastljósi ber þökk fyrir umfjöllun sína um málið.


Fjöldi óákveðinna stóreykst - ekki furða

Ég er ekki hissa á að fylgi Framsóknar sé ekki að aukast í því gjörningaveðri sem hefur verið í kringum flokkinn.

Samfylkingin heldur góðu flugi, meðan enn er eitthvað nammi eftir í pokanum að útdeila. Spurning hversu fljótt það dalar þegar raunveruleikaáfallið kemur, sem virðist ætla að koma fyrr en áður hefur verið spáð, amk miðað við afkomutölur bankanna.

Stóru tíðindi þessarar könnunar er hinn stóri hluti óákveðinna. Ég tel víst að þar sé gengisfelling borgar"stjórnmálanna" að hafa mikil áhrif.


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins...

... á pistlahöfundur Vefþjóðviljans í nýjustu færslu sinni:

"Stundum mætti ætla að þingmenn vinstri grænna leggi fram frumvörp í trausti þess að þau verði ekki samþykkt. "

Tel rétt að taka fram að ég er ósammála nálgun höfundar á mansalsumræðuna sem virðist þykja vændi og eiturlyfjaneysla eitthvað sem ekki eigi að berjast gegn, þar sem það sé hvort eð er svo útbreitt, en oft ratast kjöftugum...


Lánshæfismati ríkisins bjargað ... í bili

Í ljósi umræðunnar undanfarið er greinilegt að það þarf að styrkja Seðlabankann með einhverjum hætti, auknum gjaldeyrisvaraforða eða samstarf um samtryggingu við aðra aðila. Þessi yfirtaka hefði haft mikinn þrýsting í för með sér á getu Seðlabankans og ég trúi ekki öðru en það sé vilji ríkisstjórnarinnar að bankarnir geti vaxið og dafnað án vandræða.

Því verður ríkisstjórnin að bregðast snöggt við. Það er ekki nóg að stofna enn eina nefndina. Það er ekki trúverðugt.


mbl.is Hætt við yfirtöku á NIBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB galdrar sig í átt að loftslagsmarkmiðum sínum

Í ljósi þess að ríkisstjórnin ætlar að fylgja ESB í Kyoto-ferlinu, er rétt að benda á, að á undraverðan hátt hefur hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í ESB hækkað frá 6,38% í 8,5%, án þess að ein einasta vindmylla eða vatnsaflsvirkjun hafi verið byggð. Þannig hafa verið stigin stór skref í átt að markmiði ESB um 20% endurnýjanlega orku fyrir árið 2020, að því að fram kemur á vef danska verkfræðingafélagsins.

Þetta gerist með því að ESB breytti um uppgjörsaðferð, með því að hætta að mæla framleidda orku, en mæla þess í stað selda orku. Markmiðin eru aftur á móti ekki uppfærð, þannig að ESB er þegar farið að veita sjálfu sér afslátt.

Svona til að setja hlutina í samhengi, er þetta sama hlutfall á Íslandi 72% í dag og fer hækkandi með tilkomu Káranhjúkavirkjunar.

Mér finnst sanngjarnt að þetta komi fram, svona þegar á okkur dynur alla daga hversu miklir umhverfissóðar við Íslendingar séum.


Lækkun fasteignagjalda. Gott mál eða hvað?

Það mun koma mér vel að fá lækkun fasteignagjalda. Ég mun hafa meira handa á milli, í bili amk.

En er þessi aðgerð nýs meirihluta til þess fallin að hjálpa til við að koma böndum á efnahagslífið?

Nei. Þessi aðgerð eykur peningamagn í umferð, er verðbólguhvetjandi og vinnur þar með þvert gegn þeim aðgerðum sem Seðlabankinn virðist standa einn í. Að koma böndum á verðbólguna og jafnvægi á efnahagslífið. Ekki hjálpar ríkisstjórnin sem sefur Þyrnirósarsvefni og nú fer Sjálfstæðisflokkurinn fram og vinnur hreint á beint á móti aðgerðum Seðlabankans.

Réttara hefði verið að taka féð úr umferð með því að greiða niður skuldir borgarinnar, fyrst meirihlutinn telur sig ekki þurfa á fénu að halda í velferðina.


mbl.is Álagningarseðill fasteignagjalda birtur að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað verður um Orkuveituna?

Flestar rekstrareiningar borgarinnar eru í hefðbundnum rekstri, svo þær eru ekki á neinni heljarþröm núna strax við meirihlutaskiptin, þótt maður geti vissulega haft áhyggjur af áherslum í hinum ýmsu málaflokkum til lengri tíma.

En á næstu dögum og vikum þarf að taka stórar ákvarðanir í Orkuveitunni. Kjartan Magnússon og Ásta Þorleifsdóttir þurfa nú að ná samkomulagi um hvert skuli stefna og í hvaða verkefni á að fara. Verkefnaskráin er löng.

Eins og Ásta hefur talað um framkvæmdir í orkumálum hér innanlands, jarðvarma- sem vatnsaflsvirkjanir, á ég erfitt með að trúa því að hún hafi aðra skoðun gagnvart framkvæmdum á erlendri grund og ætli þar með slá þær meira og minna af. Enda getur ekki verið að mat hennar á verðmæti náttúrufyrirbrigða á Íslandi sé algerlega annað en ef hróflað er við sömu eða svipuðum náttúrufyrirbærum erlendis.

Þess vegna hef ég miklar áhyggur af Orkuveitunni við þessi meirihlutaskipti og er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins mikil ef Orkuveitan verður fyrir miklum skakkaföllum af þessum völdum.


Hvað fannst fólki um spaugstofuna í kvöld?

Spaugstofan hefur ekki farið vel með okkur framsóknarmenn í gegnum tíðina. Sérstaklega hefur mér sviðið hversu rætnir og illkvitnir þeir voru í garð Halldórs Ásgrímssonar á sínum tíma.

Persónulega finnst mér meðferð þeirra á Ólafi F fyrir neðan allar hellur og sýnir vanvirðingu og fordóma gagnvart veikindum hans, sem mér hann hafa fulla heimtingu á að fá að hafa fyrir sig, svo lengi sem getur sinnt sínum störfum.

Veit að ég hljóma eins og siðgæðisnefnd kvenfélagsins en það verður bara að hafa það, hnífagrínið og allt um þessi meirihlutaskipti og farsan allan í kringum það var flott og bráðfyndið, en sú mynd sem dregin var upp af Ólafi sem Kleppara er eitthvað sem mér finnst fyrir neðan allar hellur.


Hvað er stórt og hvað er smátt?

Það er athyglisvert, í ljósi gagnrýni Sjálfstæðismanna á byggingu Orkuveituhússins á sínum tíma, að þeirra fyrsta verk í borginni sé að borga sjöttung þeirrar upphæðar fyrir ónýt hús.
mbl.is Borgin borgar um 550 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapphlaupið um Árna Mathiesen

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvor aðilinn verður á undan að kippa ráðherrastólnum undan Árna Mathiesen, Héraðsdómur og Hæstiréttur eða Umboðsmaður Alþingis.

Sigurður Líndal skrifar enn og aftur þungaviktargrein í Fréttablaðið í morgun þar sem hann rekur þann feril sem ráðherra á að fara í ráðningarferlinu.

Þar segir m.a.

"...dómnefnd skuli senda dómsmálaráðherra umsögn sína ásamt gögnum þegar hún hefur lokið störfum. Þessu næst skal dómsmálaráðherra kynna hverjum umsækjanda álit dómnefndar um hann sjálfan og gefa honum kost á að gera skriflegar athugasemdir. Ef ráðherra berast slíkar athugasemdir skulu þær bornar undir dómnefndina."

Ég veit ekki betur en að Björn Bjarnason hafi sagt sig frá málinu á ríkisstjórnarfundi 20. desember sl. Ríkisstjórnarfundir hefjast um klukkan hálf níu og líkur um ellefuleytið. Seinnipartinn sama dag (finn fyrstu frétt tímasetta um kl 16) er Árni Mathiesen búinn að skipa Þorstein í embættið. Hef heyrt á skotspónum að umsækjendum hafi verið tilkynnt um ráðninguna um hálf þrjú.

Sama hvort er, að Árni Mathiesen hafi tekið sér 3 eða 5 klukkutíma í þetta ferli, er ljóst að hann hefur aldrei sinnt þeim skyldum sem á honum hvíla, rannsóknarskyldu, virðingu andmælaréttar og samráð við dómnefnd á þeim tíma. Það hefði þá komið fram.

Ætli þessi 3ja tíma ákvörðun, sem tók hann 3 vikur að rökstyðja, kosti hann embættið eftir 3 mánuði?

Það er eins gott fyrir hann að íhaldið hafi brátt lausan stól fyrir hann og gefi honum það vondaverkefni að gera Landsvirkjun klára fyrir einkavæðingu. Verst að það er bara ekki eins gott fyrir okkur hin...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband