Er hægt að treysta trausti borgarstjóra?

Það virðist ekki vera auðvelt að vinna með borgarstjóra Reykjavíkur. Hver samstarfsmaðurinn á fætur öðrum lýsir yfir algerum trúnaðarbresti við borgarstjóra og þeir sem ekki lýsa yfir trúnaðarbresti eru reknir á braut af honum, ef þeir makka ekki nákvæmlega rétt og vilja jafnvel hafa einhverja sjálfstæða skoðun eða skoða mál betur.

Allt í boði Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn beita mjög sérstakri taktík gagnvart borgarstjóra. Borgarfulltrúar flokksins, sem bera jú allir ábyrgð á setu þessa borgarstjóra, láta sem hann sé ekki til og skipta sér alls ekkert af honum og vitleysunni í honum.

Enda sjá þeir afleiðingar þess að mögla eitthvað við hann.

Vona svo að kjósendur tengi hann við ekki Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum.

Líklegast er borgarstjórnarflokkurinn að undirbúa að gera innkomu Hönnu Birnu í borgarstjórastólinn sem glæsilegasta. Í það minnsta munu borgarbúar upplifa breytingu stjórnunarstíl svo um munar og einnig mun fjöldi mála sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa verið að undirbúa í nefndum koma til framkvæmda, allt til væntanlegs vegsauka þeirra.

En mun Ólafur líða það?

Hann virðist ekkert víla fyrir sér að stúta samstarfi ef sá gállinn er á honum, því honum hlýtur örugglega að sárna allar þær borðaklippingar sem hann mun ekkert fá að taka þátt í síðustu og mikilvægustu mánuðina fyrir næstu kosningar.


mbl.is Vaxandi óvissa um Listaháskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjóri - líttu þér nær

Það er greinilegt að Ólafur F Magnússon er með Framsókn á heilanum, líklegast vegna þess að hver er sannleikanum sárreiðastur.

Skemmst er að minnast dæmalausrar yfirlýsingar hans um að ástandið í miðborginni sé allt Framsókn að kenna og einhverjum matadorum sem flokkurinn átti að vera að hygla á óskilgreindan hátt.

Engin fjölmiðill hefur haft faglegan metnað eða dug í sér að spyrja hann út í hvað hann eigi við með þeirri yfirlýsingu og eins hefur borgarstjóri brotið góða stjórnsýsluhætti með því að svara mér ekki formlegu erindi sem ég hef sent honum um málið. Æðsti embættismaður borgarinnar kemst sem sagt upp með að koma með algerlega rakalausar dylgjur um menn og málefni. Virðist fá að vera "súkkulaði" í umræðunni - í skjóli Sjálfstæðisflokksins.

Í yfirlýsingu dagsins, sem maður hefði nú frekar talið að hefði átt að snúa að Kjartani Magnússyni, pólitískum fósturföður hans og Sjálfstæðisflokknum, sem er nú greinilega að reyna að draga í land með að hætta við Bitruvirkjun, fer hann að agnúast út í Óskar Bergsson og Framsókn, eina flokkinn sem staðið hefur í lappirnar í  gegnum allt þetta Orkuveitufargan undanfarinna mánuða, þar sem milljörðum er hent út um gluggann í fáránlegu óðagoti.

Honum væri nú nær að ræða við Kjartan og fá málin á hreint í meirihlutanum, fyrst samstarfið gengur svona ofsalega vel, ef marka má borgarstjóra.


mbl.is Segir ljóst að Birtuvirkjun hafi verð slegin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælið frekar kleinubakstri

Þessi fíflalæti í Saving Iceland eru að stórskemma fyrir þeim sem vilja standa vörð um íslenska náttúru og hefur orðið mikið ágengt í sinni baráttu. Málefnaleg rök og upplýstar umræður hafa bjargað margri gerseminni en þessi vitleysa verður til þess að þeir sem vilja viti borna umræðu og gagnrýni verða því miður settir í bás með þessari vitleysu, þegar næst verður knúið á dyr með mótmæli.

Saving Iceland ætti frekar að fara að mótmæla kleinubakstri Íslendinga. Mörg rök má örugglega finna gegn kleinubakstri, en það skiptir kannski ekki einu sinni máli hvort þau sé að finna. Það mætti bara benda á að Danir hafa takmarkað kleinubakstur við jól.

Ekki eyðileggja náttúruvernd á Íslandi með þessari vitleysu.


mbl.is Þáðu ekki boð um fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldið kann ekkert með OR að fara

Sjálfstæðismenn og fylgisveinn hans virðast vera gengnir svo gersamlega af göflunum í tengslum við Orkuveitu Reykjavíkur að ég held að þeir ættu að segja sig frá stjórn fyrirtækisins þangað til að þeir hafa áttað sig á því hvað meirihlutinn ætlar sér í tengslum við fyrirtækið. Ég mæli með að Akranesi verði falin stjórnin þangað til með aðstoð annarra Vestlendinga.

Fyrst er REI rústað með því að hrekja alla lykilstarfsmenn þess frá fyrirtækinu með ákvarðanatökuleysi, sem ekki getur verið tilviljun. Ef menn hefðu metnað til að halda þeirri vegferð áfram á þeirri leið sem Guðlaugur Þór lagði af stað í og viljað fyrirtækinu vel hefði verið tekið öðruvísi á málum þar og menn ekki látnir hanga í óvissu í mánuði.

Það síðasta er svo hringlandinn í kringum Bitruvirkjun. Handhafi atkvæðis Reykjavíkurborgar, sem eiganda, hefur sagt skýrt að búið sé að blása Bitruvirkjun af og það hafi verið gert um leið og Skipulagsstofnun kom með álit sitt á umhverfismati Bitruvirkjunar þeim milljörðum sem undirbúningurinn hefur kostað hingað til kastað á glæ.

Ekki skrítið að OR hafi þurft að selja Hvammsvík á spottprís til að fjármagna eitthvað af vitleysunni.

Sem betur fer virðist formaður stjórnar OR hafa lesið viðtalið við Illuga og Bjarna Ben, því hann hefur skipt um skoðun og vísar í samþykkt stjórnar OR frá 20 maí um að virkjunin hafi ekki verið slegin af:

"Það er stefna stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að gæta varúðar í hvívetna við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins. Að fengnu áliti Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum Bitruvirkjunar samþykkir stjórn OR að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar og að fresta öllum frekari framkvæmdum á svæðinu. Ákvörðun um framhald verkefnisins verði tekin að höfðu samráði við sveitastjórnir eigenda Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarfélagsins Ölfuss, sem hefur skipulag svæðisins með höndum."

Þarna er Kjartan kominn í hár saman við pólitískan fósturson sinn Ólafur F og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort gefur eftir og hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir meirihluta borgarstjórnar.

Ef Kjartan, Illugi og Bjarni Ben ná að sannfæra aðra borgarstjórnarfulltrúa íhaldsins, verður kominn meirihluti fyrir skynsamlegri stjórn á OR, enda hefur Óskar Bergsson, borgarstjórnarfulltrúi Framsóknar einn staðið með fæturnar á jörðinni allan tímann í þessu máli.


Aðgerðarleysi helsta mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar

Það er skrítið til þess að hugsa að sem er helst að koma sjávarútveginum til góða eftir niðurskurð í aflaheimildum, sé aðgerðarleysi og vandræðagangur ríkisstjórninnar og það gengisfall sem það hefur orsakað. Er það líklegast eina mótvægisaðgerðin sem hefur virkað eitthvað í greininni sjálfri.
mbl.is Smávægileg styrking krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er náttúruvernd að eyðileggja Þjórsárverin?

Forsíðumynd Morgunblaðsins í dag er mögnuð birtingarmynd baráttunnar milli náttúruverndar og umhverfisverndar. Hvaða svæði ber að nýta til umhverfisvænnar, sjálfbærrar og losunarlausrar orkuöflunar og hvaða náttúru ber að vernda og láta alveg ósnerta.

Mjög góð sátt er í samfélaginu um að vernda beri Þjórsárverin og þann merkilega gróður og fyrirbæri sem þar eru. Á hinn bóginn eru sífrerarústirnar þar að þiðna vegna hækkandi hitastigs á Jörðinni. Minnir það okkur á að barátta þeirra sem mótmæla hvers konar nýtingu á náttúrunni til orkuöflunar geta sem sagt orðið til þess til þess að hitinn á jörðinni hækki hraðar en ella sem veldur því svo aftur að fyrirbæri eins sífrerarústirnar í Þjórsárverum eru í hættu.


Óttalegt bull í viðskiptaráðherra

Yfirmönnum Kaupþings ber engin skylda til þess að segja viðskiptaráðherra neitt um sín plön, í þeirra huga hlýtur skyldan til að gæta hagsmuna hluthafa að vera sterkari samtölum við ráðherra. Þess vegna er þessi yfirlýsing viðskiptaráðherra algerlega marklaus og væri honum hollast að láta það eiga sig að gefa út yfirlýsingar um hluti sem hann hefur enga stjórn á og einbeita sér í staðinn að einhverju mikilvægara, eins og að reyna að ná stjórn á efnahagsmálin. Vinnumarkaðurinn heyrir og heldur ekki undir Viðskiptaráðuneytið, heldur Félagsmálaráðuneytið.

Það að kappkosta að halda úti bæði SPRON og Kaupþingi gæti þýtt að meðan verið er að sameina kerfi fyrirtækjanna verði báðum útibúakerfunum haldið úti. Þegar það er svo búið verður örugglega skoðað hvort útibúakerfið verður sett á og hvað verður gert við þau, því það er engin skynsemi í því að vera í samkeppni við sjálfan sig. Þá verði teknar ákvarðanir, þótt fyrirætlanirnar hljóti þegar að vera nokkuð skýrar.


mbl.is Ráðherra trúir ekki á uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getuleysi VG í efnahagsmálum næstum eins slæmt og Samfylkingarinnar

Þögn Samfylkingarinnar í efnahagsmálum er alger og er kannski til marks um að kjörnir fulltrúar hennar hafi ekki kynnt sér hið að mörgu leiti ágæta kosningarit Samfylkingarinnar, Jafnvægi og framfarir, sem skrifað var af Jóni þeirra Sigurðssyni. Ritið virðist í það minnsta algerlega gleymt og grafið.

Dagskipun Samfylkingarinnar virðist vera að leyfa Geir H Haarde og Sjálfstæðisflokknum stikna reyna að bendla sig ekkert við efnahagsmástandið, en halda áfram að auka útgjöld í anda annarra kosningaloforða Samfylkingarinnar. Af nógu er að taka.

Nú leggur VG til að Alþingi verði kallað saman til að ræða efnahagsmál. Af hverju ætli það sé?

Er einhver þörf á því, meðan ríkisstjórnin nýtir ekki einu sinni þau verkfæri sem Alþingi hefur þegar gefið þeim og tekið lán til að styrkja undirstöður peningamálastefnunnar með eflingu gjaldeyrisvarasjóðs Seðlabankans og annarra aðgerða?

Mér þætti í það minnsta eðlilegt að VG útskýrði hvaða tillögur og aðgerðir flokkurinn vilji ræða áður en hugsanlega yrði fallist á að kalla Alþingi saman. Getur verið að þeir hafa engin svör sjálfir og sjá þann leik einan í stöðunni bíða eftir því að aðrir komi fram með tillögur sem þeir geti svo hakkað í sig og gert eins og alltaf - verið á móti.

Framsóknarmenn sjá varla þörf á því. Þingflokkurinn hefur lagt fram skýrar tillögur, eftir samráð við aðila vinnumarkaðarins og fjármálafyrirtækja, samráð sem ríkisstjórnin hefur talað um að hafa en ekki haft kjark og dug til að hafa. Líklegast vegna þess að hún veit nokk hvað muni koma fram og hún þorir ekki og þolir að taka afstöðu til.

Þvílíkt og annað eins. Á meðan ekkert gerist blæðir almenningi og fyrirtækjum.


mbl.is Þingmenn vilja Þjóðhagsstofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FL myndbandið

Það er áhugavert að fylgjast með umræðunni um FL group myndbandið.

Sem betur fer hef ég aldrei átt hlutafé í fyrirtækinu og ætti því kannski að vera sama - eða hvað?

Ég er skíthræddur við að lífeyrissjóðurinn minn hafi fjárfest í fyrirtækinu eins og svo margir aðrir og því tapi ég bæði beint og óbeint á þessari vitleysu allri, bæði í gegnum skert lífeyrisréttindi til mín og með fjölgun þeirra sem hafa ónæg réttindi og þurfa á tryggingabótum að halda. Í rauninni ætti mér að vera slétt sama um aðra hluthafa, en samt... Þvi meira fjármagn sem óþolinmóðir fjárfestar taka frá þolinmóðum, því minna fjármagn fer í raunverulega verðmætasköpun til langs tíma og því meira í loftkastalabyggingar. Það er slæmt fyrir íslenskt efnahagslíf og þar með mig.

Eitthvað er myndbandið örugglega fært í stílinn og hugsanlegum málsbótum sleppt, en maður hefur heyrt svo margar sögur frá fyrstu hendi um sukkið og bruðlið að það hálfa væri nóg og ef eitthvað er til í þessum fléttum þar sem fé á að hafa verið mokað út úr almenningshlutafélagi í einkavasa, hljóta hluthafar að spyrja þá sem þeir kusu í stjórn og greiddu laun til að gæta hagsmuna sinna hvað þeir hafi verið að gera.

Af hverju sagði stjórnin bara af sér árið 2005 en stóð ekki uppi í hárinu á Hannesi?

Hannes ritar varla firmað einn og skýringar Ingu Jónu um að stjórnarmenn hafi ekki verið upplýstir og þau hafi ekki getað unnið með Hannesi halda engu vatni. Ef þau hafa ekki fengið upplýsingar þá getur meirihluti stjórnar stöðvað vitleysuna með því að neita að skrifa upp á fleiri gjörninga og neytt hann á rétta braut. Þar gildir einfaldur meirihluti. Með þeim gjörningi hlupu þessir stjórnarmenn einfaldlega frá þeirri ábyrgð sem þeir bera samkvæmt lögum.

Staða Ragnhildar Geirsdóttur er allt önnur en stjórnarmanna. Hún var ráðin af stjórn og ber að virða trúnað, svo lengi sem stjórn afléttir honum ekki.

Þeir sem tóku við af þeirri stjórn virðast á sama hátt einnig hafa brugðist skyldum sínum, þótt þeir hafi líklegast gætt sinna eigin hagsmuna, þá ber stjórn lögum samkvæmt ávallt skyldu gagnvart öllum hluthöfum, sérstaklega þegar um almenningshlutafélag er að ræða.

Þetta hlýtur að þurfa að rannsaka til hlítar og ætti sú rannsókn að vera löngu hafin.

Getur verið að sá gammbítur sem Geir H Haarde er í vegna setu Ingu Jónu Þórðardóttur í stjórn FL-group sé að koma í veg fyrir að málið sé rannsakað almennilega, því honum er í lófa lagið að hlutast til þess að FME sé veitt fjármagn til þess?


One down - two to go - at least

Það væri gustuk ef Geir réði til sín Guðmund Ólafsson og Þorvald Gylfason og þau sem hafa verið hvað gagnrýnust á stefnu og aðgerðaleysi hans í efnahagsmálum.

Þau yrðu með því samsek, koma þannig fram með ábyrgari gagnrýni og breikka um leið þann grundvöll sem Geir hefur til að byggja á í sinni ákvarðanatöku.

Sá sem hlustar bara á jábærður sína heyrir ekki neitt.

Það er fyrir löngu kominn tími fyrir vísmannaráð í efnahagsmálum þjóðarinnar.


mbl.is Segir ráðningu efnahagsráðgjafa sýna vandræðagang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband