Meint samstaða í orkumálum kemur á óvart
31.8.2008 | 10:37
Aðspurður í þættinum í vikulokin á Rás 1 í gær, kom það Bjarna Benediktssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á óvart að fjármálaráðherra, Árni á Kirkjuhvoli, hafi lýst því yfir að samstaða væri í ríkisstjórn í orkumálum.
Hverju á maður eiginlega að trúa?
Ef trúa mætti Árna Mathiesen, að samstaða sé í ríkisstjórninni er greinilegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa ekki að baki ráðherrum sínum. Það eru tíðindi.
Ég hallast að því að trúa Bjarna, að allt sé upp í loft í þessum málaflokki, sem og öðrum og þess vegna komi ríkisstjórnin sér ekki að verki í nokkrum hlut, getur ekki einu sinni boðað aðila efnahagslífsins á fund, þótt það hafi verið boðað í marga mánuði.
Á meðan ríkur verðbólgan af stað og almenningur borgar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.9.2008 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frábært framtak Jóhönnu og vinkvenna hennar
30.8.2008 | 22:04
Það var ofsalega gaman að koma á Jemenmarkaðinn í dag.
Jákvæðnin og gleðin skein úr hverju andliti og greinilegt að þær konur sem komu Jóhönnu til aðstoðar við markaðinn voru svo sannarlega að skemmta sér við að láta gott af sér leiða.
Frábært framtak.
![]() |
Skólinn er í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pólitísk afskipti ráðherra af eftirlitsstofnunum
29.8.2008 | 19:45
Eitthvað held ég að Bjöggi í Skarði, viðskiptaráðherra, sé að misskilja hlutverk sitt þegar hann sendir tilmæli til fyrirtækja á frjálsum markaði, eitthvað sem ekki er til í íslenskri stjórnsýslu, og sigar svo eftirlitsstofnunum á þau, áður en fyrirtækjunum gefst einu sinni kostur á að svara fyrir sig, eins og í tilfelli olíufélaganna.
Ég skyldi umræðuna síðast þegar lögum var breytt á þá leið að verið væri að tryggja sjálfstæði Samkeppnisstofnunar enn frekar, enda er trúverðugleiki stofnanna afar mikilvægur og ef ég man rétt var helsta gagnrýni þáverandi stjórnarandstöðu, sem núverandi viðskiptaráðherra var í, að ekki væri nægur aðskilnaður. Sama á við um Fjármálaeftirlitið.
Svo kemur ráðherrann og skipar þessum sjálfstæðu eftirlitsstofnunum fyrir hægri vinstri.
Er þá eitthvað að marka niðurstöður þeirra, fyrst aðgerðir þeirra og skoðanir eru meira og minna framkvæmdar að áeggjan stjórnmálamanna?
Hvernig á að skoða gagnrýni þeirra á meinta aðkomu Davíðs Oddssonar að upphafi Baugsmálsins í þessu ljósi?
Það undarlegasta við þessi síðustu tilmæli ráðherra er að Talsmaður neytenda hefur einmitt hafið nákvæmlega sömu rannsókn að eigin frumkvæði.
Fylgjast menn ekkert með í ráðuneyti viðskipta og neytendamála?
Svo því sé til haga haldið er rétt að taka fram að ég er starfsmaður Olíudreifingar, dótturfélags Olís og N1, en hef ekkert að gera með verðlagningu á eldsneyti.
![]() |
Olíuverzlun Íslands gagnrýnir stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Slaaaka
29.8.2008 | 09:03
Ætlaði að hendast út í morgun með látum, mikið lá á, margt að gerast.
Þegar 2ja ára sonur manns réttir út hendurnar og vill fá knús - langt knús - verður bara að hafa það þótt maður nái ekki einhverju öðru.
Held að maður ætti að slaka aðeins meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Viljalaus viljayfirlýsing Össurar um Bakka
28.8.2008 | 13:22
Kristján Vigfússon skrifaði ágæta færslu um daginn, þar sem hann hvetur til þess að Íslendingar fari að standa sjálfir í stóriðju, þannig að þjóðarbúið haldi eftir sem mestu af þeim verðmætum sem auðlindir okkar skapa.
- orð í tíma töluð.
Þetta hefur Össur Skarphéðinssoni ðnaðarráðherra lesið og verið sammála.
- eðlilega.
En iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem nýbúinn er að undirrita viljayfirlýsingu um álver á Bakka, getur undir engum kringumstæðum hvatt til þess að Íslendingar fari að byggja sama álver meðan viljayfirlýsingin er í gildi. Hann er búinn að gefa loforð og við það verður hann að standa. Að gefa út að hann vonist til þess að Alcoa hætti við er alveg hreint með ólíkindum og sýnir að hann hafi engan vilja til að standa við viljayfirlýsingu sína.
- eru engin loforð Samfylkingarinnar pappírsins virði?
Ég var að vonast til að það Samfylkingin léti nægja að svíkja kosningaloforð sín af þeirri ástæðu að nú sé hún komin í ríkisstjórn, eins og Helgi Hjörvar benti á, en nú virðist koma á daginn að vandinn sé víðfeðmari og líklegast krónískur.
- er nema að undra að þjóðarbú sem stýrt á þennan hátt njóti lítils trausts?
![]() |
Kreppa af völdum ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Illa farið með Hafnfirðinga
27.8.2008 | 13:01
Var að koma Reykjanesbrautina í bæinn núna áðan og sá að Hafnarfjarðarbær hafði látið setja borða á göngubrúna við Kaldárselsveginn með árnaðaróskum til handboltalandsliðsins frá handboltabænum.
Flott mál hjá þeim. Gaman.
En svo verður landsliðinu bara flogið til Reykjavíkur!!!
![]() |
Silfurvélin á heimleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er nú aldeilis gott að Geir hafi ekkert gert... eða þannig
27.8.2008 | 10:08
Sá frábæra tilvitnun í góðan mann: Þegar þú gerir ekkert, gerist ekkert.
Það er kjarni málsins. Það er hárrétt hjá forsætisráðherra að ríkisvaldið eitt og sér stjórni ekki efnahagslífinu algerlega og gersamlega. Sem betur fer. Gildir einu hvaða flokkur væri við stjórn.
En ríkisvaldið á og verður að vera trúverðugur þátttakandi í efnahagslífinu.
- Þá þýðir ekkert að boða endurskoðunarnefnd um peningamálastjórnina, en gera ekkert, ekki einu sinni búið að skipa hana.
- Þá þýðir ekkert að boða styrkingu gjaldeyrisvarasjóðsins, en gera svo lítið úr því að það sé nauðsynlegt í einni andránni, um leið og þó er blessunarlega verið að gera það í hinni.
- Þá þýðir ekkert að tala um aðhald í fjárlögum síðasta árs, þegar þau eru samt að aukast.
- Þá þýðir ekkert að skora á hina og þessa að lækka verð, þegar ekkert frumkvæði eða aðhald fylgir með í formi afléttingu álaga.
- Þá þýðir ekkert að tala um að blása lífi í fasteignamarkaðinn, þegar forsætisráðherra er nýbúinn að hvetja fólk til að halda að sér höndum.
- Þá þýðir ekkert að einn ráðherra tali með atvinnuuppbyggingu meðan hinn talar á móti henni.
Þetta gengur ekki. Ríkisstjórnin verður að fara að tala saman á ríkisstjórnarfundum og komast að samkomulagi um hvernig hún ætlar að stjórna landinu.
Sem ein heild.
![]() |
Verðbólgan 14,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flottur stuðningur ríkisstjórnarinnar við HSÍ
26.8.2008 | 13:01
Það er gleðiefni að ríkisstjórnin skuli veita HSÍ þennan styrk. Afreksstarf þarf að auka, til að auka hróður landsins, fjölga iðkendum íþrótta og vera fyrirmyndir til bættrar lýðheilsu.
Um leið bíð ég í ofvæni eftir þeirri sanngirni sem hún mun auðvitað sýna júdó- og frjálsíþróttasamböndunum fyrir þau verðlaun sem þau sambönd hafa aflað þjóðinni.
![]() |
HSÍ fær 50 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ónotatilfinning á lokahátíð Olympíuleikanna
25.8.2008 | 01:00
Er ég einn um að fá ónotatilfinningu þegar hermenn eru látnir handleika olympíufánann með öllum sínum hermannakúnstum, eins og þeir gerðu í lokaathöfn leikanna í kvöld?
Í þessu samhengi er rétt að minnast markmiðs Olympíuhreyfingarinnar:
"the goal of the Olympic Movement is to contribute to building a peaceful and better world by educating youth through sport practised without discrimination of any kind and in the Olympic spirit, which requires mutual understanding with a spirit of friendship, solidarity and fair play."
En mikið rosalega voru þetta samt flottir leikar og vonandi verða þeir til þess að bæta ástand mannréttindamála í þessu fjölmennasta ríki heims sem hlýtur nú að hafa kynnst umheiminum örlítið betur.
Trúnaðarbrot Davíðs Oddssonar
25.8.2008 | 00:18
Í því fári sem hefur orðið um birtingu færslna úr dagbók Matthíasar Johanessens, finnst mér undarlegt að meginfréttin í henni skuli ekki hafa farið hátt.
Það er hvernig Davíð Oddson, þá æðsti embættismaður þjóðarinnar, brýtur trúnað í starfi, þegar hann fer að tala um einkahagi forseta lýðveldisins við mann úti í bæ.
Hann lekur þar með upplýsingum sem hann hefur einungis vitneskju um í krafti þess að hann er æðsti embættismaður þjóðarinnar.
- Og það ekki hvaða mann úti í bæ, heldur ritstjóra dagblaðs.
Það er óþarfi að minna á að hann er enn embættismaður íslensku þjóðarinnar og því eðlilegt að spyrja hvort honum sé sætt í sínum stóli, ef vitnisburður Matthíasar er sannleikanum samkvæmur.