Stóð þá ekki til að fara í Vestfjarðaaðstoðina og fleira?

Miðað við að ríkisstjórnin skuli setja hin ýmsu verkefni sem áður var búið að kynna, er mér spurn: Stóð sem sagt til að hætta við þessi mál? Átti að hætta við Vestfjarðaaðstoðina, átti að hætta við að fella niður skuldir Byggðastofnunar, átti að banna tengingu Vestfjarða við raforkukrefið og svo framvegis, nema vegna þess að þorskurinn "hvarf"?

Þessar aðgerðir eru annars bara meira og minna yfirskrúfun á því litla sem raunverulega á að bæta í vegna aðgerðanna, sem eru meira og minna uppgjöf gagnvart þeim stéttum sem verða fyrir beinustum áhrifum af skerðingunni, sjómönnum og fiskvinnslufólki. Þvílík sýn og viljaleysi...


Samvinnufélag orkukaupenda

Hver væri til í að stofna með mér samvinnufélag orkukaupenda? Ef við værum orðin, segjum 100 heimili, væri samvinnufélag okkar komið í einhverja samningsaðstöðu varðandi orkukaup, sem við værum aldrei ein og sér.

Í anda samvinnuhugsjónarinnar væri ekki um að ræða hagnaðarhagsmuni, nema fyrir félagsmenn, sem fengju hugsanlegan arð greiddan í formi endurgreiðslu af greiddum orkureikningum í lok árs.


mbl.is Gera þarf samkeppni á íslenskum raforkumarkaði virkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjallið tók jóðsótt og fæddist mús

Miðað við þær yfirlýsingar sem ríkisstjórnin hefur gefið um mótvægisaðgerðir frá því að þorskkvótinn var ákveðinn, verður að segjast hreint eins og er að þær aðgerðir sem kynntar voru í gær séu ómarkvissar og fálmkenndar og munu því miður kannski síst gagnast þeim sem raunverulega verða fyrir skerðingunni og í afar litlum mæli strax. Er greinilegt að greiningarvinnan hefur ekki verið unnin í samvinnu við sveitarfélögin, útgerðirnar eða fiskvinnsluna.

Stóru fréttirnar eru þær að núverandi ríkisstjórn er svo lánsöm að taka við það góðu búi að hægt sé að svipta út milljörðum í lange baner.

Hin stóra fréttin er að fjármálaráðherra virðist sætta sig við að þeir sjómenn sem missa vinnuna úti á landi fari út úr greininni. Annaðhvort að þeir flytji í bæinn þar sem atvinnustig er hátt eða að þeir fari í byggingaiðnaðinn, í viðhald húsa eða í vegagerð eða fá að slá inn gögn frá Þjóðskjalasafni. Óvíst er að þeir snúi nokkurn tíma til baka og því er reynsla þeirra og þekking farin út úr greininni. Einnig var athyglisvert að hann lýsti því yfir í sjónvarpinu í gær að honum er alveg sama þótt einhverjir sjómenn í Grindavík missi vinnuna.  Það er spurning hvort ríkisstjórn Samfylkingarinnar hafi sömu sýn.

Mér er gersamlega fyrirmunað að ná 10,5 milljörðum út úr þeim tillögum sem lagðar eru til í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins. Hvorki Mogganum né Fréttablaðinu virðist takast það heldur. Fréttablaðið nær 11,8 milljörðum og tekur þar ekki tillit til þeirra 2,4 milljarða sem sagðir eru óráðstafaðir og samlagning Moggans er algerlega út í hött.

Það sem þó er athyglisverðast er að einungis 0,5 af þessum meintu 10,5 milljörðum beinast beint til útgerðunum sem þó verða beint fyrir skerðingunni. Ekkert er sem dæmi fjallað um lækkun flutningskostnaðar eða jöfnun aðstöðu við flutninga.

Það sem mun gerast í framhaldinu mun líklegast verða enn frekari fækkun einyrkja og smærri útgerða og enn frekari samþjöppun í greininni.


Eitt er að vera á móti samkeppnisrekstri ríkisins...

... en annað að vilja afhenda einkaleyfisreksturinn einhverjum einkaaðila, eins og Heimdallur er að leggja til.

Ég get alveg tekið undir það með Heimdellingum að Íslandspóstur eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri, en sá hluti sem telst til grunnþjónustu, þeas almenn póstþjónusta verður að vera á hendi ríkisins. Ef menn vilja hleypa einkaaðilum að henni verður það amk að gerast á grundvelli tímabundins þjónustusamnings í kjölfar almenns útboðs, en ekki sölu á fyrirtækinu með þeim einkaréttindum sem því fylgir.


mbl.is Segja Íslandspóst kominn langt út fyrir hlutverk sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins...

á Össur Skarphéðinsson í lok nýjustu færslu sinnar.

"Í vandasömum málum er yfirleitt best að baða sig bara í sumarsólinni en ekki í geislum fjölmiðlanna"

Svo mörg voru þau orð


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband