Einhver verður að stjórna

Meðan meginþorri lána landsmanna er vísitölubundinn, verður að taka tillit til þess í öllum ákvörðunum í skattamálum.

Það virðist AGS ekki gera í sínum tillögum, ef marka má fréttir. Ef virkilega verður að auka tekjur ríkissjóðs, verður að gera það með þeim hætti að það hækki ekki vísitölu neysluverðs, því það myndi auka útgjöld heimilanna á tvo vegu, bæði beint og í gegnum afborganir vísitölutryggðra lána.

En það er ekki hægt að gagnrýna AGS fyrir að koma fram með tillögur sem stofnunin hefur fyrir það fyrsta verið beðin um af ríkisstjórninni sjálfri, heldur verður að líta á hin miklu ítök sem AGS virðist hafa á landsstjórninni, sem vitnisburð um það að ríkisstjórnin geti ekki stjórnað landinu. Til þess sé hún of sundurleit, kjarklaus og hugmyndasnauð.

Einhver verður að stjórna...


mbl.is Hafna hærri matarskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný uppröðun í stjórnmálunum framundan?

Efnahagshruni hefur í ýmsum löndum fylgt endurröðun í stjórnmálalífinu. Nærtækast er að nefna Ítalíu í því samhengi.

Með talsverðri einföldun má segja að í grunninn skiptist fólk í uþb fjórar fylkingar eftir lífsskoðunum. Sósíalistar og íhald eru á ytri væng stjórnmálanna en svo skiptist miðjufylgið, sem ekki fylgir kennisetningum sósíalismans og kapítalismans, í frjálslynt og stjórnlynt.

Í núverandi flokkakerfi skiptast þessi mengi milli margra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í íhald og frjálslyndan miðjuhóp. Framsókn í frjálslyndan og stjórnlyndan miðjuhóp og íhald. Samfylkingin er sambland af sósíalistum, frjálslyndum og stjórnlyndum miðjumönnum meðan að VG er blanda af sósíalistum og stjórnlyndum miðjumönnum.

Sérstök átakamál um málefni eða persónur skapa svo aukaflokka sem fylgja með og virðist vera pláss fyrir uþb einn í einu. Í dag er Hreyfingin þessi flokkur. Grænu málin náði VG að taka með sér innan flokks og endurinnleiða á dagskránna, eins og kvennalistinn innleiddi jafnréttismálin svo eftirminnilega og vel.

Af hverju þetta riðlast svona tel ég aðallega vera fólgið í tilviljunum. Afkomendur taka til starfa í stjórnmálaflokki "fjölskyldunnar", þótt lífsskoðanirnar séu aðrar. Einhver vinur eða félagi fer í framboð og nær vinahópnum, þótt sundurlyndur sé í stjórnmálaskoðunum, inn í flokkinn og svo framvegis. Þannig er fullt af fólki í "vitlausum" flokki sem aftur skapar fylkingamyndum og sundurlyndi innan flokkanna, sem dregur úr þeim allan kraft og pólítísk umræða verður ekki uppbyggjandi og skapandi hugmyndavinna, heldur niðurdrepandi átök um fordóma gagnvart öðrum fylkinginum innan flokkanna.

Afleiðing af þessu er að flokkarnir hafa fjarlægst sínar grundvallarstefnur, en sem samkvæmt grundvallarstefnusrkám skiptast í VG sósíalista, Samfylkinguna með stjórnlynda miðjumenn, Framsókn með frjálslynda miðjumenn og Sjálfstæðisflokkinn með hægrimennskuna.

Það hefur haft það í för með sér að flokkarnir hafa síðan um 1990 getað komist upp með að smíða sínar kosningastefnuskrár, ekki útfrá sínum grundvallarstefnumálum og stefnu settri af flokksþingum og landsfundum flokkanna, heldur útfrá taktískri greiningu á þjóðarpúlsi Gallup, þar sem allt snýst um að ná í væntanlega kjósendur. Áherslan á það sem þjóðinni er fyrir bestu hefur oft á tíðum átt í vök að verjast í þeim leik.

Á þann hátt hafa stjórnmálaflokkarnir vanrækt og svikið það hlutverk sitt að vera leiðandi í þjóðfélagsumræðu og mótun þess samfélags sem við lifum í.

Hvort nú sé hafin uppstokkun á þessu ástandi, þar sem lífsskoðunarhóparnir skipi sér rétt í flokka væri óskandi, en einhvernvegin held ég að límið í núverandi flokkum sé sterkara en svo að það gerist svona einn tveir og þrír.

En breytinga er þörf. Svo mikið er víst. Hvort sem það gerist undir núverandi nöfnum stjórnmálaflokkanna eða nýjum. Það má bara fá að koma í ljós.


mbl.is Nýr vinstriflokkur í burðarliðnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímasetning breytinga mikilvæg

Þótt ég sé einlægur fylgismaður þess að endurskoða þurfi stjórnarráðið og gera á því róttækar breytingar, mun róttækari en frumvarp forsætisráðherra mælir fyrir um, er ekki rétti tíminn til að gera slíkt nú.

Maður fer ekki í upptekt á vél í miðjum brimsjó.

Það er eitt aðalatriðið í allri áfallastjórnun að breyta ekki þeim ferlum og starfsháttum sem ekki þarf nauðsynlega að breyta, hversu vitlausir og óhagkvæmir sem þeir kunna að vera. Einbeiting embættismanna þjóðarinnar á að vera óskipt á því að koma þjóðarskútunni í var. Það á ekki að trufla þá með áhyggjum af eigin stöðu og breytingum á starfsumhverfi þeirra umfram það sem er algerlega bráðnauðsynlegt til að leysa þau mál sem fyrir liggja.

Að því loknu á að fara í breytingar, sem eru löngu tímabærar og hefðu fyrir löngu átt að vera komnar til framkvæmda


mbl.is Skortir samráð um stjórnkerfisbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegar eftiráskýringar Óskars og Guðna

Innanflokksmál eins og þessi á ekki að ræða á opinberum vettvangi, en fyrst Guðni Ágústsson fv. formaður Framsóknarflokksin og Óskar Bergsson fv. borgarfulltrúi hans halda opinberlega fram furðulegum eftiráskýringum um valið á lista flokksins í Reykjavík, verður að leiðrétta það á sama vettvangi.

Óskar Bergsson, þá sitjandi borgarfulltrúi, var mjög áfram um að valið yrði á listann með lýðræðislegum hætti. Sú aðferð var ákveðin á kjördæmaþingi þar sem allir greiddu aðferðinni atkvæði, þar sem fram komu allir frestir og skilyrði.

Undirbúningur tillögunnar var í höndum stjórnar kjördæmasambandsins, einkum hans helsta trúnaðarmanns, formanns FR.

Öll þau sem höfðu hug á að taka sæti á listannum, söfnuðu eðlilega liði til að tryggja sér kosningu með lýðræðislegri aðferð. Það gerði Óskar Bergsson einnig, eðlilega.

Einar Skúlason hlaut góðan hljómgrunn og hlaut yfirburðakosningu. Einar fékk 62% atkvæða og Óskar 38%.

Þannig virkar lýðræðið og lýðræðisþroskinn felst ekki síst í því að taka niðurstöðunni, þótt hún sé ekki sú sem maður myndi helst vilja.

Óskar hefur um árabil verið einn ötulasti lýðræðistalsmaður Framsóknarflokksins, stundum skilgreindur í "órólegu deildinni" gegn "flokkseigendunum" og því er framganga hans og stuðningsmanna hans mér mikil vonbrigði.

En nú er ekkert annað að gera en að hlusta á skilaboð kjósenda, félagsmanna og trúnaðarmannna, taka mark á þeim og bæta vinnubrögðin, því hófsamur og yfirvegaður málflutningur öfgalauss stjórnmálaflokks eins og Framsóknarflokksins er það sem ég tel að sé best fallið til að reisa við íslenskt samfélag og stuðla að endursköpun þess sáttmála sem rofnaði á fyrstu árum þessarar aldar.


mbl.is Telur bellibrögð hafa komið oddvitanum í koll í kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjótið með opin augun!

Í minni sveitarfélögum skipta þeir einstaklingar sem eru í framboði hverju sinni mikið meira máli en í stóru sveitarfélögunum. Þar ná frambjóðendur að kynna sig persónulega við hvern og einn, en í stóru sveitarfélögunum er það ekki hægt og því skiptir almenn ímynd miklu meira máli og þar með ímynd þess flokks sem þeir bjóða fram fyrir.

Í stærri sveitarfélögunum skiptir staða landsmála því miklu meira máli.

Á því er gagnrýni Guðmundar byggð, ef ég hef skilið hann rétt.

Ungir Húnvetningar verða að hafa það í huga og því dugar sú röksemd að vel hafi gengið á landsbyggðinni ekki.  Þeir verða að skjóta með augun opin fyrir því.

Heiðarleg málefnaleg gagnrýni er hluti af lýðræðinu og er ósk hinna ungu Húnvetninga því miður vitnisburður um gamla tíma, þar sem reykfyllt bakherbergi voru fastar innréttingar og menn eigi að biðjast afsökunar á skoðunum sínum.


mbl.is Gagnrýna þingmann sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðareglur Samfylkingarinnar

Á síðasta flokksþingi Framsóknar var samþykkt að setja öllum sem starfa innan flokksins siðareglur.

Nefnd hefur kynnt drög að þeim og verða þær lagðar fyrir næsta flokksþing, sem haldið verður í vetur, til samþykktar.

Þannig að fordæmið er komið fyrir Samfylkinguna og er þeim örugglega meira en velkomið að taka þær reglur upp í sínu starfi, enda liggur umtalsverð vinna að baki þeim drögum sem fyrir liggja.


mbl.is Segir Steinunni marka spor í sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hvaða liði eru fjölmiðlar?

Sérstakur saksóknari fór fram á að gæsluvarðhaldsúrskurðir héraðsdóms og hæstaréttar yfir Kaupþingsmönnum væru ekki birtir, þar sem það gæti skaðað rannsóknina.

Hann gerir það varla að gamni sínu

Samt birta fjölmiðlar úrskurðina um leið og þeir komast yfir þá...!


mbl.is Kerfisbundið og skipulagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er formanni stjórnar Seðlabankans sætt?

Nú liggur fyrir yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur um að hún hafi ekki gefið loforð um launakjör seðlabankastjóra.

Það er þvert á yfirlýsingar Láru V Júlíusdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn Seðlabankans, en hún er jafnframt formaður stjórnar.

Í mínum huga verður Lára að útskýra sitt mál og sama hvernig því er háttað er einsýnt að hún verður að segja af sér. Annaðhvort fer hún með ósannindi, sem ég tel afar ólíklegt, og ber því að segja af sér, eða að hún nýtur ekki lengur trausts ríkisstjórnarinnar, sem hefur ákveðið að skilja hana eftir úti í kuldanum og ber því þá auðvitað að segja af sér, rúin trausti.


mbl.is Segist engin loforð hafa gefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki að veði

Nú liggur fyrir að orð Seðlabankastjóra og formanns stjórnar Seðlabankans standa á móti orðum aðstoðarmanns forsætisráðherra, Hrannars B Arnarssonar.

Forsætisráðherra verður að koma fram og kveða upp úr með hver lofaði hverjum hverju.

Í framhaldinu þurfa annaðhvort formaður stjórnar Seðlabankans, þá ber að ósannsögli, eða aðstoðarmaður forsætisráðherra, þá ber að ósannsögli, að víkja.


mbl.is Gaf Má ekki loforð um launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilling spilling seig þú ert...

Það er með ólíkindum, í ljósi þeirra digurbarkalegu yfirlýsinga sem núverandi stjórnarherrar höfðu um fyrri ríkisstjórnir, oft með réttu, að þetta skuli virkilega vera staða mála.

Að núverandi ríkisstjórn firrist við að verða við tilmælum GRECO, ríkjahóps Evrópuráðsins gegn spillingu sýnir að í þessum málaflokki, eins og öðrum virðast yfirlýsingar þeirra vera orðin tóm.

Engar efndir í þessu sem öðru.


mbl.is Eftirfylgni Íslands óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband