Hvað með tekjustofnana?

Alveg eins og það er skammgóður vermir að éta útsæðið, þýðir lítið að hækka skattprósentuna, ef skattstofnunum er ekki sinnt.

Verulegar fjármagnstekjur verða örugglega sjaldgæfar næstu árin og sömuleiðis hátekjur.

Það skilar nefnilega mikið meira að breikka skattstofnana heldur en að blóðmjólka þá. Það endar bara með flótta þeirra úr landi eða í svart hagkerfi.

Þess vegna verður að byrja á réttum enda, að stöðva frekara hrun efnahagslífsins og hefja enduruppbyggingu þess.

Fyrsta skrefið er að koma bönkunum í gang, þannig að þeir geti farið að sinna fjölskyldum og fyrirtækjum.


mbl.is Skattahækkanir úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættu að væla - þú baðst um þetta

Jóhanna Sigurðardóttir hefur lýst því yfir að hún ætti að vera með hæstu laun ríkisstarfsmanna.

Maður hlýtur að gera þá kröfu til þeirra sem bjóða sig fram til Alþingis og sérstaklega þeirra sem vilja verða forsætisráðherra að þeir viti hvað þeir eru að segja.

Ef hún vissi ekki hvernig laun ríkisstarfsmanna eru lækkuð eða hvort það væri yfir höfuð hægt, af hverju var hún þá að lýsa því yfir að hún ætlaði að gera það?

Var þetta bara marklaust hjal upp í eyrun á fólki?

Þannig að eina leið hennar til að verða sá ríkisstarfsmaður sem er með hæstu launin virðist vera að hækka eigin laun - eða hvað?

Það er aumkunarvert að sjá svona málflutning - væl um hvað það sé erfitt og flókið að koma hlutum í framkvæmd. Bauð Samfylkingin ekki fram í Alþingiskosningum til að komast í ríkisstjórn og framkvæma þá stefnu sem hún boðaði?


mbl.is „Ekki einfalt að lækka laun ríkisstarfsmanna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukaskattur ofaná jaðarskatt

Ef þessi 8% aukaskattur væri það eina sem ríkisstjórnin myndi leggja á laun þeirra sem hafa aflað sér menntunar og eru að greiða 8% aukaskatt í formi afborgana LÍN, gæti maður kannski ekki kvartað mikið.

En þegar maður fær véfréttir af því að til standi að tekjutengja nánast öll gjöld og bætur, fara jaðarskattaáhrifin hjá þessum hópi, sem eru aukinheldur að berjast í húsnæðislánum og barneignum, að vera svo mikil að það blasir við það borgi sig ekki að fara í langskólanám, heldur fara strax að vinna, þótt launin um hver mánaðarmót verði lægri.

Lífslaunin verða mikið hærri og koma fyrr.

Er það sú þróun sem vinstristjórnin vill sjá?


mbl.is Rætt um 8% aukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru vanskil samkvæmt áætlun?

Jóhanna Sigurðardóttir taldi á miðvikudaginn var að nóg væri að gert til að bæta stöðu heimilanna.

"Það blasir því við að úrræði ríkisstjórnarinnar eru að virka. Ég ítreka að þau ættu að duga langstærstum hluta þeirra sem nú eru í vanda vegna húsnæðisskulda enda ætti greiðslubyrði þeirra sem nýta sér greiðslujöfnun að vera svipuð eða jafnvel lægri en hún var hjá viðkomandi fyrir hrun."

Þannig að þessi tíðindi um að vanskil séu að aukast hjá Íbúðalánasjóði geta varla komið henni á óvart. Þetta hlýtur að vera samkvæmt áætlun hennar um að kafsigla öllu heila klabbinu til að hún geti útdeilt gæðunum á ný og haldið áfram með Surtseyjartilraun sína.


mbl.is Vanskil aukast hjá Íbúðalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave hefur hækkað um 10 milljarða í dag

Krónan hefur fallið í dag samkvæmt gengi Seðlabankans, gagnvart pundi um 2% og evru um 1%.

Það sýnir hvað markaðarnir hafa litla trú á Icesave samningnum.

Þessi sveifla ein og sér kostar Íslendinga um 10 milljarða.

Ég skulda sem sagt rúmum 30.000 meira í dag en í gær.

Börnin mín líka.


mbl.is Semja verði að nýju um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræður Ísland við 50 milljarða aukaskuldaklafa?

Ef maður tekur tillit til þessara 50 milljarða sem ganga strax inn á höfuðstólinn og reiknar með að sala eigna Landsbankans á Bretlandseyjum gangi samkvæmt áætlun og fari fram 2012 til 2014, verða eftirstöðvarnar þegar afborganirnar hefjast 2012 um 320 milljarðar, enda leggjast rúmlega 200 milljarða vextir við höfuðstól lánsins á þeim tíma.

Þannig að til að greiða lánið niður með jöfnum afborgunum þarf að greiða 50 milljarða á ári til breta í 8 ár.

Þessar afborganir eru um 10% af útgjöldum ríkisins, fyrir niðurskurð.

Þá á eftir að greiða til baka önnur þau lán sem ríkið þarf að taka og verið er að útvega frá nágrannaþjóðum okkar.

Getum við staðið við þessar skuldbindingar?

Hvað verður um velferðarkerfið?

Væri ekki best að horfast strax í augu við raunveruleikann og sleppa því að pynta þjóðina meðan fólk áttar sig á staðreyndum málsins?


mbl.is 50 milljarðar á reikningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögufalsanir fyrrverandi framkvæmdastjórnarmanns Samfylkingarinnar

Í Bylgjufréttum í hádeginu, sem lesa má á visir.is ber Heimir Már Pétursson, fréttamaður og fyrrverandi framkvæmdastjórnarmaður og varaformannsframbjóðandi Samfylkingarinnar saman drög að samkomulagi sem lá fyrir í ríkisstjórnartíð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Rétt er að samkomulagið virðist vera skárra en það plagg sem hann lýsti í fréttunum.

En framkvæmdastjórnarmaðurinn fyrrverandi kynnir síðustu ríkisstjórn til leiks sem ríkisstjórn Geirs H Haarde.

Ekki orð um að Samfylkingin hafi einnig verið aðili að þeirri stjórn.

Það er sami leikur og Árni Páll Árnason er að reyna, þegar hann talar um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Svona sögufalsanir kallar maður flótta undan ábyrgð.

ps. ég kallaði Heimir Má fyrrverandi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, en hið rétta er að hann var í framkvæmdastjórn. Hef ég leiðrétt færsluna eftir ábendingu Heimis og biðst afsökunar á ónákævmninni.


mbl.is Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okurvextir hneppa Ísland í ánauð

Að samþykkja að greiða 650 milljarða króna sem miklar efasemdir eru um að okkur beri að greiða og borga af þeim 5,5% vexti, þegar stýrivextir Englandsbanka eru 0,5% er þvílíkt glapræði að það jaðrar við landráð, ef af verður.

Ef Svavar Gestsson og ríkisstjórnin hafa orðið fyrir hliðarhótunum, er nauðsynlegt fyrir okkur að við vitum í það minnsta gagnvart hvaða ógn ríkisstjórnin eru að lyppast niður gagnvart og hvers vegna við eigum að greiða 36 milljarða á ári í vexti fyrsta árið, en tæpa 50 milljarða í vexti áður en farið verður að greiða af höfuðstólnum.

Það er verið að nýlenduvæða Ísland ef gengið verður að þessum afarkostum.


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að gera Ísland að hagfræðilegri Surtsey?

Það væri áhugavert að Seðlabankinn útskýrði fyrir alþjóð hvaða gengi á íslensku krónunni hann væri að verja með þessari furðulegu ákvörðun sinni að ákveða að halda áfram botnfrosti á íslenskt atvinnulíf og heimili.

Er það hið opinbera gengi Seðlabankansi sem byggist á nokkurra milljóna viðskiptum eða er það gengið sem Seðlabanki Evrópu gefur út eða er það gengið sem verslað er með krónuna fram hjá seðlabönkum?

Er virkilega ætlunin að keyra allt í þrot áður en hægt er að hefja uppbygginguna?

Ætlar AGS, Samfylkingin og Vinstri Græn að keyra öll fyrirtæki í þrot, þannig að hægt sé að fara í tilsvarandi rannsóknir á efnahagskerfinu og líffræðingar fengu upp í hendurnar þegar Surtsey myndaðist?


mbl.is Samstarf við AGS ekki í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talað við tösku Jóhönnu

Fylgdist með öðru auganu með umræðum um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB.

Ráðherrar VG mættu seint og illa til umræðunnar, enda þeim óþægileg.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallaði eftir því að ráðherrar þeirra ríkisstjórnar sem samþykkt hafa þingsályktunina og leggja hana fram væru til staðar.

En það vakti furðu mína að undir allri umræðunni var Jóhanna aldrei til staðar - heldur ekki eftir að nærveru hennar hafi verið óskað.

Bara taskan hennar.

Hvernig á að ávarpa hana - hæstvirt forsætisráðherrataska?


mbl.is VG vill ná sínu fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband