ESB málið er ekki flókið
7.7.2009 | 10:52
...það á bara að fara þá leið sem Framsóknarflokkurinn komst að í gegnum langt samtal og mikla vinnu síðasta vetur, að senda samninganefnd út með skýr fyrirmæli og leggja niðurstöðuna fyrir þjóðina, náist niðurstaða í samræmi við þau.
Manni sýnist það vera það sem menn munu enda á - vandinn virðist vera að þingmenn annarra flokka eru að reyna að færa niðurstöðuna í þann búning að hún verði ekki orðrétt niðurstaða framsóknarmanna.
Fundað fram á kvöld um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðmætur vinnumarkaður
26.6.2009 | 08:35
Án þess þroskaða samtals sem þróast hefur á vinnumarkaði allt frá þjóðarsáttarsamningunum væri Ísland í mun verri stöðu.
Ef marka má fréttaflutning undanfarna daga, kom ríkisstjórnin fram með óásættanlegar tillögur, sem SA og ASÍ höfnuðu og í framhaldinu viti fyrir hana, þannig að hér þróaðist ekki ofurskattahagkerfi, sem hefti alla framþróun og framfarir.
Fulltrúar opinberra starfsmanna höfðu, ef marka má fréttir, ekki sama skilning, en Jóhanna Sigurðardóttir virðist hafa staðið sig vel við að halda þeim innanborðs. ASÍ og SA gerðu rétt að láta vita af þeirra afstöðu og því að þeir skulu hafa gengið út, því um leið og það spurðist, komu þeir aftur að samningaborðinu.
Við skulum heldur ekki gleyma því að lífeyrissjóðirnir, sem eru einnig afrakstur þroskaðs samtals aðila vinnumarkaðarins, eru okkar helsta haldreipi núna. Ekki ríkissjóður.
Það er dýrmætt að búa að þessu - þetta þroskaða samtal er líklegast dýrmætasta eign íslensku þjóðarinnar í dag.
Jóhanna glansaði á prófinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðaratkvæði með fótunum
22.6.2009 | 12:20
Við erum í þessari stöðu vegna siðleysis örfárra einstaklinga og gallaðra reglna sem við settum ekki einu sinni sjálf, heldur ESB og við urðum að taka upp vegna EES samningsins.
Ef Alþingsmenn okkar Íslendinga samþykkja að leggja Icesavebyrðarnar á íslensku þjóðina, án þess að hún hafi stofnað til þeirra sjálf, án þess að til þess standi þjóðréttarleg skuldbinding, þar sem Íslendingar stóðu við EES-kröfurnar um að stofna innistæðutryggingasjóð, án þess að láta reyna á réttmæti krafna breta og hollendinga fyrir dómstólum, enda munu neyðarlögin sem þeir vísa til í sínum rökstuðningi ekki standast málsóknir og hafa þegar verið dæmd ólög einu sinni og án þess að á hreinu sé hvort eignir Landsbankans fáist til greiðslu krafnanna og án þess að greiðslan sé á viðunandi kjörum mun fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem þjóðin mun kjósa með fótunum.
Talning mun fara fram hjá skipafélögunum, þar sem búslóðunum verður skipað út.
Eignir duga ekki fyrir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eru margar litlar ríkisstofnanir lausnin?
20.6.2009 | 11:03
Það er eins og núverandi ríkisstjórni hafi ákveðið að allt það sem var rétt fyrir hrun skuli vera rangt í dag.
Að stofna enn eina örstofnunina, sem samt þarf að hafa alla umgjörð bókhalds, launaumsýslu, bréfsefni, tölvukerfi og svo framvegis og framvegis, virðist núna vera lausnin á öllum málum.
Það er algerlega nauðsynlegt að ríkisstofnanir séu nægjanlega stórar til að þær geti virkað sem vinnustaður í öllum skilningi.
Annars verða þær bara steintröll.
Væri ekki betra að afhenda amk 2 af þessum 3 bönkum til eigenda sinna, kröfuhafanna og fela bankastjórn þess sem yrði áfram í ríkiseigu að sinna þessu hlutverki í samvinnu við FME og Seðlabankanna?
Stofna Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lygar og pukur ríkisstjórnar með slæman málstað
19.6.2009 | 22:40
Í Kastljósi gærkvöldsins lýsti Indriði H Þorláksson því yfir að ESB og Norðurlandaþjóðirnar væru ánægð með Icesave-samninginn, teldu hann góðan fyrir Íslendinga. Í sama streng tók Steingrímur Joð í utandagskrárumræðum fyrr um daginn.
Íslenskir þingmenn og almenningur fengu fyrst að sjá samninginn í gær, eftir mikinn þrýsting og eftirgang og hefði líklegast ekki gerst, nema vegna þess að RÚV komst yfir eintak annars þeirra.
Af hverju fengu ríkisstjórnir annarra þjóða að sjá samninginn á undan þingi og þjóð?
Ef ríkisstjórnirnar hafa séð samninginn, var þá aldrei trúnaðarleynd yfir honum?
Ekki getur verið að þessar ríkisstjórnir hafi lýst þessu yfir að samningnum óséðum?
Eða lýstu þær þessu ekki yfir og það hafi verið hugarburður í Indriða og Steingrími Joð?
Sama hvaða möguleiki er réttur hefur Steingrímur J Sigfússon gerst ber að ósannsögli.
Ósannsögli manns sem hefur slæman málstað að verja.
Skýringar við Icesave-samning birtar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
FME kærir fyrir að vera ekki treyst
19.6.2009 | 22:01
FME rekur bankana. Nú kærir FME LSK fyrir að eiga ekki viðskipti við bankana, heldur beint við lántaka, þar sem bönkunum sem FME rekur er ekki treyst.
Er FME i stöðu til að kæra meðan það er báðum megin borðsins?
Stenst það stjórnsýslulög?
Stjórn LSK kærð til lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.6.2009 kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þvílíkur samningur!
19.6.2009 | 09:48
Útgönguákvæðið sem fjármálaráðherra telur varnagla allra varnagla er það ekki, heldur enn frekari skerðing á réttindum, samningsfrelsi og þar með fullveldi Íslands.
Þegar frjálsir samningar eru í gildi milli aðila getur annar aðilinn alltaf leitað til hins og óskað eftir því að gera samning um að samningnum verði breytt eða að hann sé felldur úr gildi og nýr gerður.
Í tilfelli þessa nauðasamnings hefur Ísland takmarkað frelsi sitt til að óska eftir endurupptöku og breytingu á samningnum. Ísland má allranáðarsamlegast ekki trufla breta og hollendinga nema allt sé komið í kaldakol.
- fyrr vilja þeir ekkert við okkur tala.
Ísland er sem sagt búið að skuldbinda sig til að semja ekki aftur við breta og hollendinga fyrr en samningsstaða okkar er gersamlega orðin engin.
Hvers konar samning ætlum við að ná þá?
Verður það jafn glæsileg niðurstaða og fjármálaráðherra taldi þessa niðurstöðu?
Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óafsakanlegt leyndarpukur VG og Samfylkingar
18.6.2009 | 09:18
Ef til hefur staðið að hafa Icesavesamninginn opinberan, af hverju er samninganefndin þá að samþykkja leynd á honum yfir höfuð og af hverju segist fjármálaráðherra vera að vinna að því að aflétta leyndinni af honum?
Ef þessi ásetningur hefur verið til staðar frá upphafi, hefðu menn gengið frá því strax fyrir undirritun
"Aldrei hefur staðið til að Icesave-samningurinn yrði leyndarmál. Líklega er það spurning um daga hvenær samkomulag sem nú er unnið að næst við Breta og Hollendinga um að aflétta leynd yfir samningnum, meðal annars til að þingmenn geti kynnt sér hann."
Enn er fjármálaráðuneytið farið að bulla til að bjarga ráðherra sínum.
Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldisframsal Icesave-samningsins
17.6.2009 | 22:47
Það að ágreining um Icesave-samninginn skuli útkljá fyrir breskum dómstólum er klárt valdaframsal.
Ef þingmenn VG samþykkja þennan gerning og framselja fullveldi þjóðarinnar á þessum forsendum, geta þeir aldrei notað fullveldisframsal sem rök fyrir andstöðu fyrir ESB aðildarumsókn eða ESB aðild.
Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sannleikanum er hver sárreiðastur
16.6.2009 | 21:19
Til sumarþings var boðað til að ræða þau brýnu mál sem leysa þarf úr í kjölfar bankahrunsins, endurfjármögnun þeirra, Icesave, ríkisfjármálin og fleira í þeim dúr.
Þess í stað er fjallað um strandveiðar, listamannalaun og þess háttar. Örugglega góð mál, en þau mega alveg bíða haustsins.
Forsætisráðherra hefur gefið út að þingið eigi að ljúka störfum 1. júlí, sem þýðir að hún ætlast til þess að þingmenn taki afstöðu til eins stærsta hagsmunamáls íslensku þjóðarinnar undir mikilli tímapressu. Stórt og flókið mál sem hefur ekki enn verið lagt fyrir og engin gögn liggja fyrir um.
Þessi vinnubrögð eru skrumskæling á lýðræðinu, til skammar og á það var Sigmundur Davíð að minna Ástu Ragnheiði á, sem skammaðist sín greinilega og brást við með því að spila forsetakonsert á bjölluna til að stöðva umræðuna sem var henni óþægileg, enda greinilega í vasa framkvæmdavaldsins.
Sannleikanum er hún greinilega sárreiðust.
Óásættanleg framkoma forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |