Þjóð í vanda
1.8.2009 | 10:41
Innihald og skilaboð þessarar góðu greinar Evu Joly hefði átt að vera skilaboð þau sem Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefðu átt að koma á framfæri persónulega á fundi með þeim aðilum sem Eva nefnir í grein sinni, forsætisráðherra breta, hollendinga, ESB og forstjóra IMF.
Menn hafa farið af bæ af minna tilefni.
Eins hafa ráðherrar tekið upp símann af minna tilefni en þessu. Auðvitað hefði aldrei átt að ganga frá Icesave samkomulaginu á embættismannastigi. Auðvitað er þetta mál sem hefði átt að ganga frá á æðsta stigi, milli forsætisráðherra.
En núna sitjum við í erfiðri stöðu - búin að skrifa undir - með fyrirvara um samþykki Alþingis - og hótun allra sem við treystum á um að enga hjálp sé að fá, samþykkjum við ekki þennan samning, sem við getum ómögulega staðið við, þegar allar aðrar skuldbindingar sem við neyðumst einnig til að taka á okkur eru teknar með.
Þetta eru hreinar pyntingar - öll sund virðast lokuð
Þess vegna sé ég ómögulegt annað en að samþykkja samninginn - eins ósanngjarn og slæmur og hann virðist - til að fá önnur lán afgreidd, en fara strax í endurupptöku málsins á grundvelli forsendubrests, sem samkomulagið gerir einmitt ráð fyrir.
Auðvitað eiga Jóhanna og Steingrímur að bregða sér af bæ og banka sjálf upp á í þeim viðræðum - og koma kannski við hjá Obama í leiðinni.
Stöndum ekki undir skuldabyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fara innanflokkssamskipti VG í gegnum IMF?
26.7.2009 | 00:46
Þessi ummæli Atla Gíslasonar geta þýtt tvennt:
Annaðhvort hefur orðið alger trúnaðarbrestur milli Steingríms J Sigfússonar, fjármálaráðherra, sem er sá ráðherra sem fer með samskiptin við IMF fyrir hönd þjóðarinnar, samflokksmanns Atla Gíslasonar og Atli sé að reyna að afla sér upplýsinga annarsstaðar en hjá Steingrími, sem ætti að vita allt um málið.
Hins vegar getur líka verið að VG sé að setja upp sjónarspil til að róa eigin flokksmenn, sem eiga erfitt með að fóta sig í pólitísku lífi sem snýst ekki eingöngu um að vera á móti.
Vill að AGS leggi spilin á borðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Icesavesamningagerðin sleifarlag allra sleifarlaga
24.7.2009 | 21:18
Þær eru eðlilegar og sjálfsagðar, spurningarnar sem Hagfræðistofnun hefur verið beðin að svara.
En það sem mig setur virkilega hljóðan yfir er að þetta skuli ekki hafa legið fyrir áður en skrifað var undir.
Sleifarlagið hefur nú verið viðurkennt, sem betur fer.
Rýnir í gögn vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að fella eða ekki fella - það er spurningin
23.7.2009 | 01:26
Þótt menn greini á um hvort fella beri Icesave-samninginn er eitt alveg ljóst.
Það verður að semja upp á nýtt.
Skilst að forsendur fyrir því að taka samninginn upp séu þegar fyrir hendi, svo það er varla spurning um hvort það sé hægt að semja aftur.
Það er bara spurning um hvað við gerum þangað til...
Hvorki fyrirvarar né frestun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hollendingar vilja loka góðum díl
21.7.2009 | 22:19
Þrýst á Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins góðar fréttir af bankamálum
17.7.2009 | 13:12
Það er afar gott að sjá að kröfuhafar séu að eignast tvo af stóru bönkunum sem hrundu. Á þann hátt eru meiri líkur á því að erlendur banki hefji hér starfsemi, sem mun hafa afar góð áhrif á íslenskt efnahags- og atvinnulíf.
Ríkið hefur ekkert að gera með að eiga allt íslenska bankakerfið en það verður samt að eiga hlut í amk einum banka til einhverrar framtíðar og svo virðist sem Landsbankinn sé dæmdur til þess, vegna Icesave.
Neyðarlögin virðast svo vera þvílíkur óskapnaður að við munum þurfa að vera að bíta úr þeirri nál um langa framtíð.
Skilanefndir eignast tvo banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Safnast þegar saman kemur
15.7.2009 | 10:05
Hvern og einn undirreikning ræður ríkið glöggvast við, en það er skrumskæling á raunveruleikanum að fjalla um hvert og eitt púsl í heildarmyndinni.
Í rauninni hrein lygi og ótrúlegt að sérfræðingar láti svona frá sér og fáránlegt að fréttamenn birti svona vitleysu gagnrýnislaust.
Menn verða að taka heildarmyndina með þegar menn taka afstöðu
Ríkið ræður við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru Jóhanna og Steingrímur að ritskoða Seðlabankann?
15.7.2009 | 02:16
Ég sé ekki annað út úr þessari atburðarás, að lögfræðingar Seðlabankans komi fyrir þingnefnd og gefi álit, sem seinna er sagt þeirra persónulega álit, ekki Seðlabankans, en að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ráðherra Seðlabankans og Steingrímur J Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi ekki líkað það sem þeir sögðu og hafi sent skipun upp í Seðlabanka um að breyta yrði umsögn bankans um Icesave-samningana.
Til að gera orð lögfræðinganna marklaus, voru þau eftir á gerð að þeirra eigin persónulegu álit, ekki opinbert álit Seðlabankans.
Þetta héti knésetning Seðlabankans og ritskoðun á skýrslu þessarar sjálfstæðu stofnunnar ef rétt er...
Svarar ekki ásökunum um að þingmenn hafi verið blekktir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tveir valkostir í Icesave
13.7.2009 | 12:52
Mér sýnast vera tveir valkostir fyrir Alþingi í Icesave-málum
Að neita ríkisábyrgð og endursemja, eða að samþykkja ríkisábyrgð og endursemja.
- enda virðast forsendur samkomulagsins þegar vera brostnar.
Leynd ekki aflétt í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hagsmunatengt fréttamat 365
12.7.2009 | 16:27
Nú er nýlokið stærsta íþróttaviðburði sumarsins, Landsmóti UMFI.
I hádegisfréttum Bylgjunnar var ekki minnst á mótið einu orði og finn ég heldur ekkert á íþróttasíðum visir.is
Það virðist vera að íþróttafréttir sem ekki er hægt að botna með "nánar á Stöð 2 sport" komist einfaldlega ekki að hjá Stöð 2. Það er ekki fréttamennska - það er auglýsingamennska
Aðrir miðlar hafa staðið sig mun betur.
Mótsmet Jóhönnu - ÍBA sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |