Á að banna skoðanakannanir til að ríkisstjórnin komi sér að verki?

Samfylkingin og Vinstri Græn eru flokkar sem eru afar upptekin af skoðanakönnunum.

Getur verið að þau þori ekki að fara í þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru, af ótta við að fylgi þeirra í skoðanakönnunum dali?

Kosningar munu að óbreyttu verða að tæpum 4 árum liðnum, sem er hin raunverulega mæling. Aðrar mælingar hafa engin raunveruleg áhrif, nema fólk fari á taugum.

En ef  þau þora ekki að fara í neinar aðgerðir af ótta við skoðanakannanir, hlýtur maður að íhuga að skoða að banna þær í svona 6 mánuði, svo ríkisstjórnin geti farið í þær aðgerðir sem nauðsynlegar, án þess að þau þurfi að eiga á hættu að fara á taugum, meðan þau eru að útskýra og útfæra aðgerðirnar.


mbl.is Ekkert upplýst um Wyman-skýrslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar Samfylking og VG að keyra öll fyrirtæki í þrot?

Nú er mánuður liðinn frá kosningum og þeir flokkar sem myndað hafa ríkisstjórn hafa áður haft 100 daga aðgengi að sérfræðingum stjórnarráðsins, auk þess sem aðgerðaráætlun Íslands og IMF er skýr.

Samt hafa engar aðgerðir enn komið fram til að koma í veg fyrir algert kerfishrun.

Það eina sem ríkisstjórnin virðist einbeita sér að eru móttökustöðvar fyrir gjaldþrota fyrirtæki og einstaklinga.

Til að tryggja að öll fyrirtæki fari örugglega þá leið, ætlar ríkisstjórnin að reka áfram fyrirtæki, sem fara í þrot í sérstöku eignarhaldsfélagi. Auk þess eru bankarnir, sem eru undir stjórn ríkisstjórnarinnar, farnir að gera hið sama, að halda rekstri þrotafyrirtækja áfram.

Þannig setur ríkisstjórnin þau fyrirtæki sem eru í samkeppni við hið yfirteknu fyrirtæki í vonlausa stöðu. Óföllnu fyrirtækin hafa ekkert aðgengi að fjármagni frá bönkunum, sem ekki er enn búið að ganga frá og fjármagna, þvert á það sem ríkisvæddu fyrirtækin hljóta að hafa, hvort sem þau færu í ríkiseignarhaldsfélagið eða bankaeignarhaldsfyrirtækin.

Þannig verður þeim fyrirtækjum sem hafa verið rekin af skynsemi refsað og jörðinni kippt undan þeim og þau sogast með í foraðið.

Það er líklegast draumastaða sósíalistanna, að deila og drottna í hreinum sósíalistaríkisrekstri.


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er stjórnin strax sprungin?

Til að tillaga geti talist stjórnarfrumvarp, hlýtur maður að ætla að þingflokkar stjórnarflokkanna þurfi að samþykkja hana.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, lýsti stækri andstöðu sinni við ESB umræður í gær. Hún er líklegast að enduróma umræðurnar af flokksstjórnarfundi VG, sem samþykkti plagg sem forsætisráðherra nefnir ekki sem stjórnarsáttmála, heldur stefnuyfirlýsingu. Það er sem sagt ekki bindandi plagg eða hvað?

En hvernig getur þingflokksformaður sem hefur svona afdráttarlausa skoðun hleypt máli sem hún hefur talað gegn með jafn afgerandi hætti og hún gerði í gær?

Ályktun um aðildarviðræður við ESB getur aldrei orðið annað en þingmannamál úr þessu.

Ætlar Samfylkingin að sitja í stjórn þar sem annar stjórnarflokkanna talar ákaft gegn eigin stefnuyfirlýsingu?

Hvað ætli verði næst?


mbl.is Hljótum að vinna saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólekin stefnuræða flutt

Þegar formaður Samfylkingarinnar flytur í fyrsta sinn stefnuræðu sem forsætisráðherra Ráðstjórnarinnar bregður svo við að henni hefur ekki enn verið lekið eins og undanfarin ár.

- tilviljun?


mbl.is Forsætisráðherra flytur stefnuræðu í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantraust Dags á sjálfan sig og eigið fólk

Mál Orkuveitu Reykjavíkur eru í höndum stjórnar fyrirtækisins.

Í þeirri stjórn situr Dagur B Eggertsson sjálfur, ásamt fleirum. Fara þau með umboð borgarbúa varðandi málefni Orkuveitunnar, þar á meðal arðgreiðslur, sem ákveðið var að helminga, þannig að Orkuveitan sé betur í stakk búin til að stuðla að uppbyggingu og atvinnusköpun.

Borgarstjóri hefur sagst engu hafa við að bæta því sem stjórnarformaður Orkuveitunnar, Guðlaugur Sverrisson hefur látið hafa eftir sér. 

- enda ríkir fullt traust og trúnaður í meirihlutanum í borginni.

Það er kannski þess vegna sem Dagur B Eggertsson er pirraður og fúll og er að reyna að þyrla upp stormi í vatnsglasi, enda greinilega kominn í bullandi kosningabaráttu, meðan aðrir borgarfulltrúar hafa nóg fyrir stafni við að stýra borginni í þeim ólgusjó sem samfélagið er þessa dagana.

Samfylkingarmennirnir Dagur B Eggertsson og Gylfi Arnbjörnsson líkar greinilega illa sá friður sem ríkt hefur í Orkuveitunni síðan núverandi meirihluti tók við.

Hvað vill Dagur, með þessum látum? Vill hann að sömu aðgerðir í launamálum á vegum borgarinnar verði einnig settar í uppnám?

Vill hann að Orkuveitan hætti uppbyggingu á atvinnu?

Hvar vill Dagur skera niður á móti þeim arðgreiðslum sem hann vill að borgin verði af?

Hvað vill hann?

Stutt og skiljanlegt svar óskast.

Hvað gengur manninum til?


mbl.is Vill fundi um arðgreiðslur OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgt stórveldi

Orkuveitan hefur ekki skilað eigendum sínum nema til þess að gera lágri arðprósentu í gegnum tíðina, enda gjaldskráin lág og hagkvæmnin skilar sér að miklu leiti til eigendanna á þann hátt. Rekstrarargangurinn hefur í miklum mæli frekar verið nýttur í uppbyggingu og atvinnusköpun, sem fáir vildu vera án í dag.

Hins vegar er ekki eðlilegt að allt hagræðið renni til eigendanna, íbúa Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar, í gegnum lágar gjaldskrár, því OR þjónar fleirum en eigendum sínum og það er eðlilegt að eigendurnir njóti arðs af þeirri fjárfestingu sem í því er fólgin. Þrátt fyrir að fjárþörf eigendanna sé brýn, Nú á að helminga þá upphæð, svo í raun eru eigendur félagsins að leggja mikið af mörkum til samfélagsins með því að tryggja áframhaldandi uppbyggingu.

Hins vegar er eðlilegt og í raun óskylt mál að það sama skuli þurfa yfir alla borgarstarfsmenn að ganga. Þær lækkanir á brúttólaunum sem Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Arnbjörnsson fara mikinn um, er ekkert annað en það sama og aðrir opinberir starfsmenn borgarinnar hafa þurft að þola. Ekki hafa þeir mótmælt vegna þeirra aðgerða. Er sem sagt ekki samahver á í hlut?


mbl.is Arðgreiðsla OR rennur til samfélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin fer framúr sjálfri sér í ESB málum

Sigmundur Davíð hefur allar ástæður til að vera á varðbergi gagnvart Evrópusambandsaðildarumsóknarþingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar.

Ályktunin sjálf, sem er hinn bindandi texti, er algerlega opinn tékki fyrir Samfylkinguna að haga málum og standa að samningaviðræðum eins og hana lystir.

Greinargerðin er að mörgu leiti ágæt, væri hún inni í ályktuninni sjálfri en lýsingin á samningaferlinu sjálfu er alls ekki nægjanlega skýrt.

Ályktun Framsóknar var mun betur unnin en þessi ályktun, þar voru sett fram eðlileg og raunhæf skilyrði og í greinargerð með henni var samningsferlið listað upp á mun nákvæmari hátt.

"Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu. Framkvæmdin gæti verið  með eftirfarandi hætti:

  • Alþingi feli sérstakri þingnefnd, Evrópunefnd, yfirumsjón með öllu viðræðuferlinu.
  • Í víðtækri samvinnu við hagsmunaaðila undirbúi Evrópunefndin aðildarviðræður, þar sem þeir grundvallarhagsmunir sem gæta þarf að eru skilgreindir. Nefndarfundir Evrópunefndar skulu vera opnir þegar samningsmarkmiðin eru mótuð og skal hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma oftar en einu sinni fyrir nefndina.
  • Alþingi álykti að hefja beri aðildarviðræður við Evrópusambandinu og feli samninganefnd umboð til að sækja um á grundvelli skýrra og vel skilgreindra samningsmarkmiða og að niðurstaðan verði borin undir þjóðaratkvæði, þar sem einfaldur meirihluti ráði.
  • Áður en viðræður hefjast verði sett auðlindaákvæði í Stjórnarskrá Íslands eða sérstök lög um sameign íslensku þjóðarinnar á auðlindum í þjóðlendum og á auðlindum í og undir hafinu, þ.m.t. fiskveiðiauðlindinni.
  • Áður en samningur yrði borinn undir þjóðaratkvæði, þarf að vera búið að breyta Stjórnarskrá Íslands þannig að lögmæti inngöngu í Evrópusambandið og þátttaka í annarri alþjóðasamvinnu sé hafin yfir allan vafa. Hugmynd að þeirri breytingu fylgir hér á eftir.
  • Ef samningar nást á grundvelli þess umboðs sem samninganefndinni var veitt, skal fara fram greining á einstökum hlutum samningsins af amk tveimur óháðum aðilum.
  • Ef niðurstaðan er ekki í samræmi við umboð og samningsmarkmið samninganefndarinnar skal Alþingi taka sérstaka ákvörðun um hvort þau samningsdrög verði undirrituð og borin undir þjóðina.
  • Niðurstöður þeirrar greiningar skulu teknar saman, birtar og kynntar almenningi á netinu, í skýrsluformi og með kynningarþáttum.
  • Stuðlað verði að opinni lýðræðislegri umræðu þar sem öll sjónarmið fái að heyrast.
  • Að aflokinni kynningu, þó ekki seinna en 3 mánuðum eftir að samningaviðræðum er lokið, skal halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland gangi inn í Evrópusambandið á grundvelli þess samnings sem kynntur hefur verið."

Mér þykir með ólíkindum að Samfylkingin, sem hefur að mörgu leiti verið einsmálsflokkur um ESB aðild, skuli virkilega ekki vera betur undir málið búin.

Ályktunin eins og hún er lögð fram er í raun ósk til Alþingis um að nú eigi fyrst að fara að vinna heimavinnuna. Það heitir að fara framúr sjálfum sér sem kann ekki góðri lukku að stýra.

Ég teldi það ferli sem Framsókn hefur lagt til mun affarasælla


mbl.is Lítið um rök fyrir umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig ætlar VG að byggja Ísland?

Fjármálaráðherra VG, Steingrímur J Sigfússon, telur á grundvelli þjóðhagsspár sem unnin var á hans ábyrgð, að við eigum að geta borgað upp okkar skuldir á skemmri tíma en sagt var til um.

Forsendur þeirrar spár voru meðal annars að Helguvíkurálverið og stækkunin í Straumsvík yrðu að veruleika.

Nú er ráðherra sama flokks að beita öllu sínu valdi til að koma í veg fyrir að þessi hluti forsendna enduruppbyggingar þjóðarhags verði að veruleika.

Hvort er VG með eða á móti?

Ef VG er á móti, eins og ég hallast helst að, hvernig ætlar flokkurinn að ná þeim hagvexti sem hann er að reyna að koma í veg fyrir?

Með aukinni ferðamennsku?

Hún mengar ekki síður en álverin og er síður en svo verndun á viðkvæmri náttúru landsins, eins og ég hef áður rakið.


mbl.is Neitar að staðfesta breytingar á skipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spéhræðsla eða ofurspuni í ESB máli?

Ef Samfylkingin skammaðist sín ekki fyrir þau drög að þingsályktunartillögur sem hún fékk VG til að samþykkja væri það afar ókratískt að opinbera ekki drögin.

Þannig að líklegast er þetta alveg innihaldslaust plagg, þar sem lagt er til að utanríkisráðherra fái algerlega frítt spil af Alþingi við aðildarviðræður og ferillinn sé allur á hans höndum, sem er eitthvað sem Framsókn myndi aldrei samþykkja.

Framsókn er svo beðin um að koma með vitið í plaggið, byggt á flokksþingsályktuninni frá því í janúar, og skuldbinda sig þar með til að mynda í raun nýjan meirihluta á þingi í þessu eina máli - sem er fáheyrt í íslenskum stjórnmálum.

Þessi spéhræðsla og ofurspuni er afleiðing af því að Samfylkingin hefur aldrei sett niður fyrir sig hvernig hún vill inn í ESB og gegn hvaða skilyrðum. Hún vill bara inn.


mbl.is Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er meirihlutastjórn á þingi?

Mér finnst með ólíkindum sú smán sem VG og Samfylking bjóða þjóðinni upp á með þessari samstarfsyfirlýsingu.

Þetta er ekki einu sinni stjórnarsáttmáli, bara "viltu vera memm" samstarfsyfirlýsing.

Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst sig óbundna af innihaldi samstarfsyfirlýsingarinnar, vísa til þess að hver og einn þingmaður eigi að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu. Gott og vel.

Það þarf því að fara yfir það í hverju máli hvort meirihluti sé fyrir málum og ljóst að stjórnarfrumvörp munu ekki þurfa að fara samþykkt í gegnum þingflokka stjórnarflokkanna, þannig að í framkvæmd er ennþá minnihlutastjórn við völd.

En það sem er furðulegast er að í þessu spinni virðist Samfylkingin ætlast til þess að þingmenn minnihlutaflokkanna fylgi flokkslínunni út í hörgul !

Hvers konar vinnubrögð eru þetta!!!


mbl.is Þingmenn lýstu yfir andstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband