Hvernig ætlar VG að byggja Ísland?

Fjármálaráðherra VG, Steingrímur J Sigfússon, telur á grundvelli þjóðhagsspár sem unnin var á hans ábyrgð, að við eigum að geta borgað upp okkar skuldir á skemmri tíma en sagt var til um.

Forsendur þeirrar spár voru meðal annars að Helguvíkurálverið og stækkunin í Straumsvík yrðu að veruleika.

Nú er ráðherra sama flokks að beita öllu sínu valdi til að koma í veg fyrir að þessi hluti forsendna enduruppbyggingar þjóðarhags verði að veruleika.

Hvort er VG með eða á móti?

Ef VG er á móti, eins og ég hallast helst að, hvernig ætlar flokkurinn að ná þeim hagvexti sem hann er að reyna að koma í veg fyrir?

Með aukinni ferðamennsku?

Hún mengar ekki síður en álverin og er síður en svo verndun á viðkvæmri náttúru landsins, eins og ég hef áður rakið.


mbl.is Neitar að staðfesta breytingar á skipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þú spyrð um hvernig á að byggja upp Ísland. Til er gamalt íslenskt orðatiltæki, sem er svona:

"Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða."

Það eina, sem Svandís er þarna að gera kröfu um er að farið sé að lögum við samþykktir á þeim breytingum á aðalskipulagi, sem nauðsynlegar eru til að af virkjunarframkvæmdum geti orðið. Hluti af þeim lögum snúa að kynningu fyrir íbúum sveitafélagsins og telur hún að þeim skilyrðum hafi ekki verið framfylgt.

Er það ekki ansi langt gengið að tala um að verið sé að bregða fæti fyrir framkvæmdir ef krafist er að farið sé eftir lögum við að fá þær samþykktar?

Hvernig villt þú byggja upp Ísland? Vilt þú æða áfram án þess að gæta þess að fara að lögum við allt ferlið? Hvar telur þú að það endi ef stjórnvöldum líðist að fara sínu fram án þess að fara að lögum?

Sigurður M Grétarsson, 14.5.2009 kl. 16:41

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er til hlutur sem heitir meðalhóf, sem Svandís verður að hafa í heiðri. Breytingin sem hún vill að verði auglýst frekar hefur ekkert að gera með landnotkun eða framkvæmdina, heldur uppskiptingu óbreyttra framkvæmda, enda komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að ferlið hafi verið ásættanleg.

Hún er bara að tefja og skemma fyrir með geðþóttaákvörðun.

Það er ómögulegt að hún hafi getað sinnt sjálfstæðri rannsóknarskyldu sinni sem ráðherra á 2 dögum og uppfyllt stjórnsýslulög að því leiti.

Gestur Guðjónsson, 14.5.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband