Fjölmiðlalög á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar
10.5.2009 | 20:58
Ný ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú þurfa Íslendingar að sýna manndóm
8.5.2009 | 11:10
Í framhaldi af þessum fréttum verða íslensk stjórnvöld að senda IMF formlega, opinbera fyrirspurn um hvort, hvernig og á hvaða grunni IMF sé að eiga í samningaviðræðum við þriðja ríki um málefni sjálfstæðrar þjóðar.
Ef rétt er, er þetta mikið meira en óásættanlegt.
Sömuleiðis verður forsætisráðherra að kalla breska sendiherrann á sinn fund og fara fram á skýringar.
Nú verður að bregðast við af festu og manndómi. Samfylkingin verður að reka af sér slyðruorðið gagnvart flokksbræðrum sínum í bretlandi.
Bretar að semja við IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Furðuleg staða
6.5.2009 | 11:35
Ég er ánægður með að Seðlabankinn skuli hafa milligöngu um að minnka krónubréfavandann með því að bjóða íslenskum fyrirtækjum að kaupa krónubréf gegn greiðslu í erlendum tekjum.
Þetta er sorglegur vitnisburður um aðgerðarleysi og dugleysi ríkisstjórnarinnar, það þetta skuli virkilega vera eini fjármögnunarmöguleiki fyrirtækjanna í dag, meðan bankarnir eru algerlega þurrir og eru alls ekki að sinna fyrirtækjum landsins.
Eðlilegra hefði verið að Seðlabankinn hefði úthlutað þessu verkefni til viðskiptabankanna, enda ættu þeir að þekkja forsendur fyrirtækjanna mun betur en Seðlabankinn, en því miður virðist Seðlabankinn ekki meta bankana hæfa til þess.
Hvert ætli sé þá mat erlendra kröfuhafa til bankanna fyrst Seðlabankinn metur þá svona?
Seðlabankinn vill samstarf við fyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætlar Samfylkingin að bjóða upp á stjórnleysi?
5.5.2009 | 09:13
Að ætla Framsókn og Borgarahreyfingunni að leysa ESB málin fyrir Samfylkinguna og VG er þvílík endemis vitleysa og vanvirða við kjósendur og þjóðina að maður trúir vart eigin augum.
Í aðildarviðræðum reynir á alla ráðherra. Alla.
Líka VG ráðherrana. Ef við gerum ráð fyrir óbreyttri ráðuneytaskiptingu, á þjóðin þá að horfa upp á umhverfisráðherra sem er andsnúin því að ná niðurstöðu semja um umhverfismálin, á þjóðin að horfa upp á heilbrigðisráðherra sem er andsnúinn því að ná niðurstöðu semja um heilbrigðismál, á sjávarútvegsráðherra sem ekki vill ná niðurstöðu að semja um sjávarútvegsmálin og á landbúnaðarráðherra sem ekki vill ná niðurstöðu að semja um landbúnaðarmálin?
Þetta er algert stjórnleysi.
Slíkur samningur getur aldrei orðið viðunandi og í raun er Samfylkingin með þessu að koma í veg fyrir að Ísland geti gengið í ESB.
Þetta getur Samfylkingin ekki boðið þjóðinni upp á.
ESB-málið til Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nóg að gert í meintri kreppu
4.5.2009 | 09:29
Jóhanna Sigurðardóttir:
"Ég held að úrræðin sem við höfum þegar gripið til komi til með að duga en menn verða að hafa í huga að ýmsar aðgerðir hafa ekki ennþá komið að fullu til framkvæmda, svo sem hækkun á vaxtabótum og greiðsluaðlögunin"
... það var og
18.000 atvinnulausir, 100 fyrirtæki fara í þrot í hverjum mánuði, bankarnir þurrir, fyrirtækin fá ekki rekstrarfé og ekkert virðist bóla á því, og Jóhanna vogar sér að halda þessu fram. Þetta er ekki nóg!
Helsta gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur, S og VG á leiðréttingu höfuðstóls íbúðalána er sú að hún gæti komið einhverjum vel sem ekki færi annars í þrot.
Hvernig ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að tryggja að einhverjir fái vaxtabætur, sem ekki þurfi nauðsynlega á þeim að halda?
Vill hún að meirihluti þjóðarinnar fari í greiðsluþrot?
„Viljum hafa fast land undir fótum“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ESB umsókn fyrst eftir 2 ár?
3.5.2009 | 20:23
Það þarf að breyta stjórnarskránni áður en Ísland getur gengið í ESB. Það kallar á kosningar til Alþingis.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt að sú ríkisstjórn sem er í burðarliðnum, ætli sér að starfa út kjörtímabilið.
Það þýðir að Ísland gæti í fyrsta lagi gengið inn í ESB 2013, sem þýðir að aðildarviðræður munu í fyrsta lagi að hefjast eftir 2 ár, þvert á kosningaloforð Samfylkingarinnar.
Ný ríkisstjórn um næstu helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Minnihlutastjórn í undirbúningi
1.5.2009 | 23:50
Áttaði mig ekki á því fyrr en núna, en Samfylkingin og Vinstri græn hafa minnihluta greiddra atkvæða á bakvið sig, eða 49,7% og eru því minnihlutastjórn, þótt þau hefðu meirihluta þingmanna á bakvið sig, 34, til að byrja með í það minnsta.
SOB hefði nákvæmlega helming greiddra atkvæða en samt bara 33 þingmenn.
Bónusstjórnin (D og S) hefði 51,6% greiddra atkvæða á bakvið sig og 36 þingmenn.
VDO hefði 50,8% og 34 þingmenn
Þannig er nú þetta...
Hlé á viðræðum í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðstjórn strax
30.4.2009 | 11:33
Nú er staða mála þannig að það verður að mynda þjóðstjórn. Ef ekki væri vegna efnahagsástandsins þá vegna Mexíkóveikinnar.
Við siglum inn í 12 vikna tímabil þar sem stór hluti þjóðarinnar mun leggjast í flensu í einu og samfélagið mun meira og minna hökta og lamast sem og heimurinn allur.
Þá er ekki tími til að vera í pólitísku karpi.
Ég skora því á Forseta Íslands að kalla forsætisráðherra þegar í stað til Bessastaða, fá hana til að skila stjórnarmyndunarumboði sínu og að því loknu skipi Forsetinn utanþingsráðherra til 6 mánaða, þar sem verkefnið væri annarsvegar að koma þjóðinni í gegnum flensuna og hins vegar að koma henni í gegnum efnahagshrunið og leggja línurnar fyrir enduruppbygginguna í samvinnu við Alþingi.
Hægt væri að miða við að hafa 3 ráðherra í efnahagsmálunum, atvinnuvega, viðskipta og fjármála og 4 ráðherra í flensumálunum, samgöngu, dómsmála, umhverfis og heilbrigðisráðherra. Hinir ráðherrarnir mega vinna hver fyrir sig.
Forsætisráðherra sinnti þeirri skyldu sem segir fyrir um í inflúensuáætluninni
Svo er hægt að mynda venjulega karpstjórn þegar búið er að samþykkja fjárlög.
Viðbúnaðarstig 5 vegna flensu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylking og VG mega ekki semja um aðild að ESB !!!
28.4.2009 | 23:13
Þrátt fyrir að ég vilji að sótt verði um aðild að ESB og samið verði um varanleg ákvæði í aðildarsamningi sem borinn yrði undir þjóðina eftir vandaða upplýsingu, kemur ekki til greina að treysta Samfylkingu og VG fyrir þvi að leiða þá vinnu. Þessir flokkar munu aldrei ná ásættanlegri niðurstöðu.
Kosningaauglýsingar Samfylkingarinnar voru á þá leið að þjóðin ætti að ráða, en strax á eftir voru kostir ESB aðildar prísaðir á þann hátt að augljóst er að Samfylkingin vill inn í ESB, þrátt fyrir að hafa ekki skilgreint hvaða atriðum hún geti ekki veitt afslátt á. Þau vilja bara inn, enda mun það leysa nánast öll vandamál þjóðarinnar í þeirra huga.
Formaður VG sagði aftur á móti í kosningabaráttunni að þeir væru á móti aðild en þeir vildu að þjóðin ætti að fá að ráða.
Ég trúði honum, en eftir lestur stefnu VG, finn ég hvergi stuðning við þá fullyrðingu hans.
Hins vegar segir:
"Áróður um að Ísland geti gengið í ESB en fengið undanþágur frá grundvallarsáttmálum þess er varasamur. Undanþágur eru jafnan hugsaðar til skamms tíma á meðan aðlögun á sér stað. Íslendingar eiga ekki að sækjast eftir sérsamningum heldur axla sömu ábyrgð og önnur fullvalda ríki á alþjóðavettvangi."
Þetta segir mér að þessir flokkar vilja ekki fá neinar undanþágur til aðlögunar, né varanleg ákvæði í aðildarsamningi.
Það er því stórhættulegt fyrir íslenska hagsmuni að senda slíka flokka í aðildarviðræður við ESB.
Framsókn verður að leiða þær viðræður, enda hefur sá flokkur skilgreint skilyrði sem sættu sjónarmið þeirra framsóknarmanna sem telja ESB vænlegan kost og þá sem setja alla fyrirvara við ESB. Skilyrðin eru sjálfsögð og raunhæf og verða að vera leiðarljós þeirrar sendinefndar sem fer fyrir þjóðina til Brussel.
Skylt að sækja um ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Beitti Steinunn Valdís varnarbragði gegn útstrikunum?
28.4.2009 | 20:55
Það er greinilegt að stuðningsmenn Steinunnar Valdísar hafa beitt djúpu varnarbragði vegna fyrirsjáanlegra yfirstrikana á henni.
Þeir hafa strikað yfir nafn Marðar Árnasonar, sem fátt hefur unnið til að vera strikaður út í þeim mæli sem raunin varð, til að hækka það hlutfall sem þurfti til að Steinunn Valdís færðist niður um sæti.
Þessi aðgerð hefði getað bjargað henni frá því að detta út af þingi.
Engar breytingar í RN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |