Samfylkingin tapaði fylgi í kosningunum

Íslandshreyfingin gekk inn í Samfylkinguna á dögunum. Því er eðlilegt að reikna kjörfylgi hennar með kjörfylgi Samfylkingarinnar frá árinu 2007.

Samkvæmt því tapaði Samfylkingin 0,24 prósentustigum frá síðustu kosningum og er því ekki sigurvegari kosninganna, heldur Vinstri græn, Borgarahreyfingin og Framsókn.

Lýðræðishreyfingin náði ekki einu sinni þeim fjölda sem skrifuðu á meðmælendalista framboðsins.

 

20072009Breyting
Vinstri grænir14,3521,687,33
Borgarahreyfingin07,227,22
Framsóknarflokkur11,7214,83,08
Lýðræðishreyfingin00,590,59
Samfylking30,0329,79-0,24
Frjálslyndi flokkur7,262,22-5,04
Sjálfstæðisflokkur36,6423,7-12,94

mbl.is Kannanir langt frá kjörfylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er VG að nota ESB sem flóttaleið frá erfiðum ákvörðunum?

Hin opinbera landsfundarsamþykkt VG í ESB málum var með þeim hætti að hreyfingin hefði auðveldlega getað samið við Samfylkinguna um aðildarumsókn að ESB.

Nú koma nýkjörnir þingmenn VG, sigurreifir og vígreifir og slá allt ESB tal út af borðinu og ganga mun lengra en landsfundarsamþykkt þeirra gefur tilefni til.

Ég held að þetta sé taktík hjá þeim til að komast hjá því að vera í ríkisstjórn sem þarf óhjákvæmilega að taka erfiðar ákvarðanir, sem ekki eru til vinsælda fallnar.


mbl.is Evrópumálin erfiðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort sprengir Jóhanna VG eða S?

Ef Jóhanna ætlar að standa við orð sín um áframhaldandi stjórnarsamstarf, hefur hún um þrjá kosti að velja.

  1. Að gefa eftir í ESB málum og eiga á hættu alvarlegan klofning eða flótta úr Samfylkingunni
  2. Að halda ESB málum til streitu í stjórnarsamstarfi við VG og eiga á hættu að VG springi innanfrá, eins og gerðist í R-listanum
  3. Að svíkja loforð sitt um vinstristjórn og mynda OSB stjórn.

Þannig að Jóhanna stendur frammi fyrir erfiðum kostum.


mbl.is Ljóst að kjósendur óska eftir aðildarviðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæðuöryggi takk

Þetta gætu verið verri fréttir en bankahrunið.

Svín eru mjög lík mannskepnunni, þannig að nú þarf veiran líklegast lítið að breytast til að þetta verði að heimsfaraldri inflúensu sem smitast beint milli manna.

Þá er eins gott að við í Framsókn höfum staðið vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar og búið sé að gera viðbragðsáætlun fyrir Ísland.


mbl.is 81 látinn úr svínaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur jafnréttið af sjálfu sér?

Fyrir síðustu alþingiskosningar sat ég í þverpólitískum starfshópi til að fjölga konum á Alþingi.

Við skrifuðum stjórnmálaflokkunum bréf, stóðum fyrir fundum og útbjuggum jafnréttisvog framboðslistanna, sem Félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisstofa nýttu ekki fyrir þessar kosningar þrátt fyrir áminningu mína þar um.

Fyrir þar síðust alþingiskosningar var enn meira átak í gangi.

En nú, þegar ekkert er gert, er árangurinn bestur!!!

Auðvitað er ég að grínast, en er það best fyrir jafnréttið að láta það koma af sjálfu sér og láta almenning og tíðarandann sjá sjálfan um það og málið snúist um að hafa áhrif á tíðarandann öðru fremur?


mbl.is Aldrei fleiri konur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyndarhjúpur um stöðu mála

Ríkisstjórnin leynir kjósendum upplýsingum um raunverulega stöðu mála.

- þvert á gefin loforð

Gylfi Magnússon er sendur út á völlinn og verst af klækindum og segir fyrst að hann hafi ekki séð þetta minnisblað sem  Sigmundur Davíð vitnar til.

- Hann hafnar því sem sagt ekki að upplýsingarnar séu réttar.

Gylfi Magnússon segir svo í útvarpsfréttum að ekkert í skýrslum matsfyrirtækisins segi að kerfishrun sé í vændum.

- Hann hafnar því sem sagt ekki að upplýsingarnar séu réttar.

Af hverju er verið að leyna almenning upplýsingum fyrir kosningar?


mbl.is Misskilningur að staðan sé miklu verri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttusætin í Suðurkjördæmi

Þeir óákveðnu í Suðurdæmi eru að velja milli þessara frambjóðenda

BaráttaSU


Baráttusætin í Norðausturkjördæmi

Þetta eru þeir einstaklingar sem óákveðnir kjósendur í Norðausturkjördæmi eru að velja um

BaráttaNA

Hvert þeirra á mest erindi á þing?


Baráttusætin í Norðvesturkjördæmi

Þetta eru þeir einstaklingar sem óákveðnir kjósendur í Norðvesturkjördæmi eru að velja um.

BaráttaNV

Hvert þessara á mest erindi á þing?


Baráttusætin í Suðvesturkjördæmi

Samkvæmt skoðanakönnunum eru þetta þau sem skipa baráttusætin í Suðvesturkjördæmi

 BaráttaSV

Hvert þeirra á mest erindi á þing?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband