Á að banna skoðanakannanir til að ríkisstjórnin komi sér að verki?

Samfylkingin og Vinstri Græn eru flokkar sem eru afar upptekin af skoðanakönnunum.

Getur verið að þau þori ekki að fara í þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru, af ótta við að fylgi þeirra í skoðanakönnunum dali?

Kosningar munu að óbreyttu verða að tæpum 4 árum liðnum, sem er hin raunverulega mæling. Aðrar mælingar hafa engin raunveruleg áhrif, nema fólk fari á taugum.

En ef  þau þora ekki að fara í neinar aðgerðir af ótta við skoðanakannanir, hlýtur maður að íhuga að skoða að banna þær í svona 6 mánuði, svo ríkisstjórnin geti farið í þær aðgerðir sem nauðsynlegar, án þess að þau þurfi að eiga á hættu að fara á taugum, meðan þau eru að útskýra og útfæra aðgerðirnar.


mbl.is Ekkert upplýst um Wyman-skýrslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband