Stjórnarandstöðueðli VG opinberast
22.1.2010 | 11:36
Enn og aftur kemur VG upp um sig sem samtök fólks sem er í eðli sínu á móti stjórnvöldum á hverjum tíma - jafnvel þótt það þýði árás á eigin samherja.
Sjálfsgagnrýni gæti maður kallað það á jákvæðan hátt, en meðan VG stýrir menntamálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu er afar erfitt að sjá þessa yfirlýsingu af flokksráðsfundi VG sem annað en vantraust á eigin ráðherra.
Þeir hafa nefnilega allt sem til þarf til að ráðast í þær breytingar á RUV sem á færi stjórnvalda er.
Á sama tíma getur flokksráð VG ekki séð af einum bókstaf í umfjöllun um atvinnuvegi þjóðarinnar.
Ekki einum.
RÚV harmar ályktun VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjasta verkefni ríkisstjórnarinnar: Flóknara Ísland
19.1.2010 | 13:11
Það er furðulegt hvernig þessi sósíalistastjórn ætlar að haga sér. Það er eins og hún skilji ekki stjórnskipunina í landinu.
Ríkisstjórnin byrjaði á því að eyðileggja staðgreiðslukerfi skatta og flækja skattkerfið þannig að endurgreiðslur og aukagreiðslur verða aftur helsta "skemmtun" skattborgaranna og boðar um leið að því kerfi sem hún er nýbúin að koma á, verði breytt í grundvallaratriðum strax á næsta ári og sóa þar með hundruðum milljóna í breytingar á bókhaldskerfum fyrirtækja landsins. Til einskis.
Í gær kom formaður efnahags og skattanefndar með þá tillögu að stofna embætti umboðsmanns skuldara, sem er verkefni sem ráðgjafastofa um fjármál heimilanna sinnir ásamt umboðsmanni neytenda, þannig að það yrði bara enn eitt flækjustigið í stjórnsýslunni.
Nú kemur ríkisstjórnin fram með enn einn flækjufótinn, sérstakar siðareglur, sem hún setur þá sjálfri sér og ráðuneytum sínum.
Þarna sýnir hún fullkomna vanþekkingu eða vanvirðingu við löggjafarvaldið, sem hefur þegar sett stjórnsýslunni lög um störf sín í stjórnsýslulögum.
Ef þau eru ófullkomin, sem þau vafalaust eru á einhvern hátt, á að breyta þeim og bæta. Ekki fara í silkihúfusaumaskap eins og þennan.
En ríkisstjórnin virðist hafa kastað verkefninu Einfaldara Ísland algerlega fyrir róða og tekið upp nýtt, Flóknara Ísland.
Siðareglur samþykktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Traust er forsenda samstöðu
19.1.2010 | 00:53
Það eru slæm tíðindi fyrir þjóðina að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna skuli ekki treysta formönnum stjórnarandstöðuflokkanna fyrir því hvað ríkisstjórnin sé í raun og veru að gera til að koma nýjum Icesaveviðræðum aftur í gang, og á hvaða grundvelli þreifingar milli þjóðanna fari fram.
Þetta er því miður vitnisburður um að raunverulegur vilji ríkisstjórnarflokkanna til að skapa breiða þverpólitíska samstöðu sé ekki fyrir hendi af þeirra hálfu. Hann sé bara fagurgali í orði, en ekki staðreynd á borði.
Þetta sjá viðsemjendur okkar, sem geta ekki búist við öðru en sömu niðurstöðu af sömu vinnubrögðum, og verða því að telja líklegt að væntanlegir þriðju samningar yrði líka felldir og því til lítils að gefa eitthvað eftir eða að ljá máls á viðræðum yfirhöfuð.
Ríkisstjórninni ber skylda til að mynda þverpólitíska samstöðu um þetta mál. Sú samstaða getur ekki byggst á öðru en trausti og ef það er núverandi forystumönnum ríkisstjórnarinnar um megn, valda þeir ekki sínu hlutverki og verða að láta aðra um að sinna því.
Langur en rýr fundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lilja Móses vill fjölga silkihúfunum
18.1.2010 | 19:43
Það er furðuleg afstaða Lilju Mósesdóttur, formanns Efnahags og viðskiptanefndar að vilja stofna enn eitt embættið og stofnunina.
Áttar hún sig ekki á því að þessi stofnun er þegar til:
Ráðgjafastofa um fjármál heimilana.
Þetta er óþarfa fjölgun silkihúfa
Sendi 850 nauðungarsölubeiðnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
VG ályktar milli línanna
17.1.2010 | 14:11
Það að menn telji ástæðu til að taka það fram að flokksráð styðji þá ríkisstjórn sem flokkurinn situr sjálfur í segir meira en mörg orð um þann klofning sem virðist vera innan VG.
Þetta er sama samkoma og samþykkti ríkisstjórnarþátttöku flokksins með Samfylkingunni.
Maður hefði haldið að sú samþykkt gilti meðan hún væri ekki felld úr gildi, en það að menn telji nauðsynlegt að álykta sérstaklega um það er til marks um það að það er talsverður hópur innan VG sem er á móti því samstarfi og líklegast ríkisstjórnarþátttöku yfirhöfuð.
Enda erfitt að þurfa að bera ábyrgð á nokkrum hlut.
Nema verið sé að senda Samfylkingunni skilaboð um að hún geti ekki hagað sér að vild...
Flokksráð VG styður stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Opinberun Bjarna Ben
12.1.2010 | 22:46
Afdrif Icesaveatkvæðagreiðslunnar snýst ekki um framtíð ríkisstjórnarinnar. Sérstaklega ekki núna meðan verið er að reyna að mynda þverpólitíska samstöðu milli stjórnmálaflokkanna.
Með yfirlýsingu sinni og beinni tengingu milli afdrifa þjóðaratkvæðagreiðslunnar og stöðu ríkisstjórnarinnar hefur Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn opinberað að Icesavemálið og afstaða Sjálfstæðisflokksins til þess virðist bara snúast um að koma ríkisstjórninni frá og komast sjálfur til valda.
Þeir hagsmunir sem eru undir í icesavemálinu eru of stórir til að menn geti leyft sér að haga sér með þessum hætti. Því verða Sjálfstæðismenn að átta sig á. Það er alveg ljóst að þjóðin nær betri niðurstöðu ef mönnum auðnast að standa saman og fyrst ríkisstjórnin virðist loksins vera að átta sig á því, mega og geta stjórnarandstöðuflokkarnir ekki annað en reynt að gera sitt til að það takist.
Ef menn hafa einhvern hug á því að afla trausts og hafa áhrif á samfélagið í krafti þess trausts, verða menn að koma fram í þessu máli sem ábyrgir og traustir stjórnmálamenn og leiðtogar. Ekki valdagráðugir klækjastjórnmálamenn.
Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Léleg afsökun fyrir aðgerðarleysi
10.1.2010 | 21:44
Það er engin ástæða fyrir Steingrím J Sigfússon að taka öll önnur framfaramál í gíslingu Icesavemálsins, þegar hann segir að "Leiða þurfi Icesave-málið til farsælla lykta svo taka megi á öðrum brýnum verkefnum sem fyrir liggja."
Það er vel hægt að vinna að öðrum málum samtímis, t.d. að slá skjaldborg um heimilin í landinu og vinna að endurgerð regluverksins í fjármála- og viðskiptalífinu.
Þetta viðhorf getur ekki verið vitnisburður um annað en að Jóhanna og Steingrímur treysti engum samráðherra sinna og vilji ekki að þau geri neitt á meðan þau eru upptekin við þau mál sem þeim eru hugleikin.
Þetta er ekkert annað en léleg afsökun fyrir aðgerðarleysi.
Ekki einhliða innanríkismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gjörbreytt staða í kjölfar ákvörðunar Ólafs Ragnars
7.1.2010 | 15:08
Staða Íslands í Icesavemálinu er gerbreytt, bæði vegna ákvörðunar Ólafs Ragnars, en ekki síður vegna áramótanna.
- Íslendingar eru sjálfir farnir að tala máli þjóðarinnar þannig að eftir er tekið og viðbrögðin láta ekki á sér standa.
- Svíar eru ekki lengur í formennsku í ESB og þurfa því ekki að taka sama tillit til breta og hollendinga og áður og geta tekið afstöðu á ný sem Norðurlandaþjóð.
- Spánverjar, sem eru teknir við formennsku í ESB, eru sjálfir í efnahagsvanda og engin sérstök vinaþjóð breta eða hollendinga.
Nú ríður á að þingmenn allra flokka slíðri sverðin og komi saman í samninganefnd sem taki upp viðræður við breta og hollendinga, helst með aðkomu ESB, þannig að hægt verði að taka Brusselviðmiðin upp á ný, en fyrst og fremst verður að tryggja að vaxtakjörin verði betri og að auðlindirnar verði tryggðar.
Árni Þór: Staðan þung | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forsætisráðuneytið lekur
6.1.2010 | 15:31
Ef hægt væri að senda góðan þakviðgerðamanni eða pípara til að laga lekann í forsætisráðuneytinu væri það gott, en þegar trúnaðargögnum eins og samskipti æðstu ráðamanna þjóðarinnar hljóta að vera, er lekið eins og raun ber vitni er komin upp grafalvarleg staða og duga engar venjulegar þéttingar þar.
Þessi vinnubrögð spuna hjá Jóhönnu og skósveinum hennar, þeim Einari Karli og Hrannari eru þjóðinni stórskaðleg, enda virða þau engin mörk og gildir eiðsvarin trúnaðaryfirlýsing þeirra þá engu. Tilgangurinn helgar greinilega meðalið í þeirra augum.
Reyndar á ég erfitt með að sjá annan tilgang í þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og skósveina hennar en að láta gremju sína í ljós.
Ákvörðun forsetans verður ekki afturkölluð og væri þeim hollara að fara að bregðast frekar við henni eins og þau eru ráðin til að gera.
Eins og Steingrímur J gerði ágætlega í viðtali við Channel 4 í gærkvöldi. Það þarf meira af svona vinnubrögðum.
Staða Íslands væri stórlöskuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er VG að brotna undan álaginu?
6.1.2010 | 12:54
Það er alger vitleysa að halda því fram að ríkisstjórnin sé umboðslaus og eigi ekki að vera annað en starfsstjórn.
Það er einfaldlega tilraun til afsökunar á aðgerðarleysi hjá Vinstri-græningjanum Birni Val Gíslasyni að halda því fram.
Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra, eftir að forseti landsins veitti henni umboð til stjórnarmyndunar og nýtur ríkisstjórnin stuðnings meirihluta Alþingis.
Það að eitt frumvarp til laga sem Alþingi hefur samþykkt sé sent í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur ekkert með það mál að gera.
Menn verða að skilja að þjóðaratkvæðagreiðsla er einfaldlega lýðræðisleg aðferð við að taka tiltekna ákvörðun.
Ríkisstjórnarflokkarnir eru að valda óþarfa óstöðugleika í stjórn landsins með svona yfirlýsingum og eru í rauninni að taka valdið af þjóðinni með því að blanda lífi ríkisstjórnarinnar í spurninguna um það hvort gefa eigi eftir fyrirvarana frá því í sumar.
Ríkisstjórnin er starfsstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |