Alvarlegur misskilningur Samfylkingarinnar á lýðræðinu
6.1.2010 | 11:29
Ríkisstjórnin virðist ætla að halda áfram að beita því eina vopni sem hún hefur beitt í sinni valdatíð á sína eigin þingmenn, stjórnarandstöðuna og nú þjóðina.
Hótunum.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur ítrekað hótað afsögn ríkisstjórnarinnar við hin og þessi tilefni í stað málefnalegar umræðu, en aldrei hefur orðið af efndum þeirra, enda yfirleitt tóm endaleysa.
Nú kemur Þórunn Sveinbjarnardóttir og endurtekur þennan leik og hótar afsögn ríkisstjórnarinnar verði Icesave lögunum hafnað og krefst þess í rauninni að forsetinn segi af sér, verði þau staðfest.
Í þessu felst alvarlegur misskilningur á lýðræðinu og stjórnskipun landsins, þar sem hlutunum er snúið algerlega á hvolf.
Forseti er kosinn í almennum kosningum.
Í Alþingiskosningum kýs þjóðin sér fulltrúa á Alþingi sem setja lög, sem forsetinn svo staðfestir eða sendir í dóm þjóðarinnar
Forsetinn felur ákveðnum aðilum að mynda ríkisstjórn sem framkvæmir vilja löggjafans í trausti meirihluta Alþingis.
Það að þjóðin hafnaði lögum sem borin væri undir hana er ekki vantraust á þá ríkisstjórn eða ráðherra sem í henni sitja. Það væri mikið frekar vantraust á Alþingi og þá þingmenn sem samþykktu viðkomandi lög. Ekki á þá ríkisstjórn sem hefur það hlutverk að fara að þeim lögum sem í gildi eru hverju sinni og framfylgja þeim.
En í rauninni er höfnun eða synjun á ákveðnum lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu ekki vantraustsyfirlýsing á nokkurn aðila. Hún er einfaldlega ákvörðun um tiltekin lög.
Það að stilla sjálfum sér upp á aftökubekk sem tengdur er slíkri atkvæðagreiðslu, er ekkert annað en skrumskæling á lýðræðinu og gíslataka á málinu, þar sem þjóðinni er ekki leyft að taka sína ákvörðun óáreitt, heldur þarf hún í leiðinni að taka ákvörðun um allt aðra hluti en standa á atkvæðaseðlinum.
Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og lýsir alvarlegum misskilningi á stjórnskipun landsins og virkni lýðræðisins.
Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Úlfur – úlfur – úlfur
5.1.2010 | 19:57
Síðan hún tók við sem forsætisráðherra hefur hún ítrekað hótað stjórnarslitum vegna hinna og þessara mála, en aldrei staðið við.
Sömu aðferð og hún hefur alltaf beitt.
Hún hlýtur að fara að láta af þessum plagsið og fara að ástunda eðlilega orðræðu og samræðu. Ef hún ræður ekki við það, ræður hún ekki við starf sitt.
Segir stjórnina starfa áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eðlileg milliríkjasamskipti komin á
5.1.2010 | 16:10
Það sem hefur gerst í dag er að Ísland hefur tekið til almennilegra varna gagnvart ósanngjörnum kröfum viðsemjenda okkar. Ísland er byrjað, gegn vilja ríkisstjórnar sinnar, að verjast á þann hátt sem hefðbundið er.
Þær yfirlýsingar sem berast að utan eru ekkert ólíkar þeim skeytasendingum sem berast á milli þjóða alla daga. Þetta eru einfaldlega milliríkjasamskipti eins og þau fara fram. Sú sósíalistaríkisstjórn sem við búum við sendi einfaldlega ekki nægjanlega vel búna og vel mannaða samninganefnd og niðurstaðan var eftir því.
Málsmeðferðin eftir að samningum var náð var heldur ekki upp á marga fiska, enda hljóta ráðherrarnir að hafa skammast sín fyrir niðurstöðuna. Öðruvísi er ekki hægt að túlka þá leyndarhyggju sem einkenndi málsmeðferðina.
Áttum okkur á því að Ísland samþykkti í október í fyrra greiðsluskyldu vegna Icesave reikninganna. Málið snýst um vexti og fyrirkomulag endurgreiðslna á þeim upphæðum sem okkur ber að greiða.
Að ekki sé þegar komin yfirlýsing frá ríkisstjórninni um það grundvallaratriði til erlendra fréttastofa er reginhneyksli og stórskaðar málstað okkar.
Aðilar málsins settust niður í Brussel og ákváðu sk Brusselviðmið sem sendinefndin hélt ekki til haga og nú hafa bretar sent málið til ESB, sem er gott, enda hlýtur ESB að styðjast við Brusselviðmiðin í sinni meðferð málsins.
Nú er ekkert að gera fyrir forystumenn ríkisstjórnarinnar en að fara sjálf til bretlands og hollands og ræða við ráðamenn og fjölmiðla í þessum löndum, arka síðan til Brussel og klára málið þar.
Sáttur við ákvörðun forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hlutirnir strax farnir að þróast til betri vegar
5.1.2010 | 13:33
Það að bretar skuli nú vera að leita til ESB er ekkert nema gott.
ESB getur ekki annað en haldið sig við Brusselviðmiðin, sem eru okkur mun hagfelldari grunnur að byggja á en þessi lánasamningur sem fyrir liggur.
Bretar leita til ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forsetinn að hafna ESB aðildarumsókn?
5.1.2010 | 13:31
Þá hefur forsetinn vísað Icesavelögunum til þjóðarinnar og er um leið orðinn miðdepill athyglinnar um allar grundir, sem honum leiðist nú ekki.
En það sem hann er í rauninni að gera er að reyna að koma í veg fyrir að Ísland gangi í ESB, í bili amk og setja umsóknarferlið í algert uppnám. ESB á nefnilega eftir að samþykkja að ganga til viðræðna við okkur um aðild og á ég erfitt með að sjá ESB taka þá ákvörðun, meðan þetta mál er óklárað.
Því í aðild að ESB felst nefnilega önnur lausn á Icesave, sú lausn sem Samfylkingin hefur örugglega veðjað á án þess að vera það hreinskilin að segja frá því, en í heimsókn sinni til Íslands fyrir nokkru síðan, lýsti Olli Rehn, stækkunarmálastjóri ESB því yfir að Íslendinga biði efnahagspakki, gengjum við í ESB.
Slíkur pakki getur aldrei þýtt ekki annað en að Icesave yrði greitt fyrir okkur, eða réttara sagt að við yrðum styrkt til að borga Icesave, enda getur efnahagslífið aldrei komist á lappirnar með þennan klafa um hálsinn, sérstaklega eins og lánasamningurinn er skrúfaður saman núna, með þessum fáránlegu vaxtakjörum.
Sú lausn er nú komin í algert uppnám og ef ekki tekst að semja við breta og hollendinga um þá fyrirvara sem Alþingi setti í sumar við samningana sem gerðir voru, er hætt við að Ísland einangrist á alþjóðavettvangi.
Ég hef reyndar fulla trú á því að bretar og hollendingar muni fallast á sumarfyrirvara Alþingis í framhaldi af ákvörðun forsetans, lagabreytingin verði afturkölluð og málið fái að standa þannig.
Staðfestir ekki Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eftir hverju er forsetinn að bíða?
4.1.2010 | 16:48
Ef forsetinn hefur ekki kynnt sér Icesave málið í sumar og ekki fylgst með umræðunum á Alþingi, hefur hann ekki verið að vinna vinnuna sína.
Ef forsetinn hefur verið að vinna vinnuna sína að þessu leiti og fylgst með, ætti hann að vera búinn að mynda sér skoðun á málinu.
Að þessu má það eitt leiða að hann er að sækja í sína helstu fýkn.
Athyglina
Hitti Jóhönnu og Steingrím | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alþingi brást - gerir forsetinn það líka?
30.12.2009 | 23:41
Nú hefur meirihluti Alþingis brugðist þjóð sinni með því að samþykkja Icesave.
Stjórnarþingmenn segja Icesavemálið afleiðingu einkavæðingar bankanna. Það er rangt. Það er afleiðing slælegs eftirlits með bankastarfsemi og gallaðs regluverks og afleiðing slælegra og óvandaðra vinnubragða við í milliríkjasamskiptum, samningagerð og alla málsmeðferð þess.
Það að kenna einkavæðingu bankanna um Icesave er enn furðulegri í ljósi þess að þessir sömu þingmenn hafa samþykkt að einkavæða þá á ný Rökleysan er endalaus. Spuninn ræður öllu. Allt fyrir völdin.
Nú verður fróðlegt að sjá hvað Forsetinn gerir, hvort ætli hann bregðist þjóð sinni einnig.
Hann hefur að mínu mati tvo kosti í stöðunni.
- Að neita að skrifa undir lögin og vísa þeim til þjóðarinnar, sem er rökrétt framhald af ákvörðuninni um fjölmiðlalögin og rökrétt framhald af áritun Forsetans á fyrri Icesavelögin.
- Að segja af sér og fela handhöfum forsetavalds að undirrita lögin og bjarga þar með draumaríkisstjórn sinni.
Hvorugur kosturinn er honum auðveldur, en sá á kvölina sem á völina.
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig er skjalastýringu ríkisstjórnarinnar eiginlega háttað?
30.12.2009 | 16:03
Hvernig í veröldinni getur það verið að leita þurfi til erlendra aðila til að útvega gögn sem fjármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið eiga að hafa undir höndum frá samninganefnd sem fór fyrir þeirra hönd til að fjalla um eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar síðustu ár.
Þessi gögn virðast öll vera samskipti milli lögmansstofunnar bresku og íslenskra embættismanna.
Þar með eiga þau öll að liggja fyrir innan stjórnsýslunnar og vera aðgengileg þingmönnum úr þeirri átt.
Hvað er eiginlega um að vera?
Þetta getur ekki verið eðlileg skjalastjórnun
Búnir að fá tölvupóstana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sendiherra nennir ekki að mæta
30.12.2009 | 11:29
Svavar Gestsson, maðurinn sem nennti ekki að vinna vinnuna sína í samningunum við breta og hollendinnga um Icesave, nennir heldur ekki að standa fyrir máli sínu gagnvart Alþingi.
Ég hélt að sendiherra bæri hrein og klár skylda til að hlýða slíku kalli.
Ef ekki lögleg, þá siðleg.
Svona menn á að áminna og víkja frá störfum...
Svavar neitaði að mæta á fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekki nóg komið af einkakratavinavæðingunni?
27.12.2009 | 13:36
Sama hversu traustur og heiðarlegur maður Jón Sigurðsson krati er, er ekki heppilegt eða eðlilegt að hið opinbera feli honum enn fleiri trúnaðarstörf, meðan störf hans sem formanns stjórnar Fjármálaeftirlitsins og varaformanns Seðlabankans í hruninu, eru ekki fullrannsökuð.
Þetta eru jú þær tvær lykilstofnanir, sem báru ábyrgð ásamt ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, á viðbrögðum hins opinbera á hruninu.
Það er ekki hægt að halda því fram að störf þeirra og þar með hans, séu hafin yfir allan vafa.
Þessi einkakratavinavæðing er því afar óheppileg og ekki til trausts fallin.
Ný stjórn Íslandsbanka skipuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |