Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Telur Ólafur F að síðustu borgarstjórnarkosningar hafi verið ógildar?

Borgarfulltrúinn Ólafur F Magnússon beitir kröftum sínum á hæsta máta undarlegan hátt og telur rétt að eyða sínum kröftum í karp um formsatriði í stað þess að fjalla um málefni borgarbúa og hvað þeim er fyrir bestu.

Er hann í sífellu að gera athugasemdir við það hvernig réttkjörnir borgarfulltrúar haga sínum málum.

Ef hann telur að borgarfulltrúar eigi að haga gjörðum sínum með öðrum hætti en kosningalög og sveitarstjórnarlög segja fyrir um og haga sér eftir því hversu mörg atkvæði menn hafa nákvæmlega á bakvið sig, á hann að beita sér fyrir því á Alþingi að sveitarstjórnarlögum verði breytt.

Meðan lagaramminn er þessi, ber honum skylda til að virða hann og haga sínum störfum samkvæmt þeim, eða telur hann kannski að ekki hafi verið rétt staðið að síðustu borgarstjórnakosningum?

Ólafur F hefði þá átt að gera þær athugasemdir á réttum stað á réttum tíma.


mbl.is Mótmælir „framsóknarvæðingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur heldur mig sig

Ég óska eftir því að þeir Sjálfstæðismenn sem þora að sverja að þeir hefðu ekki skipt um forseta Alþingis, væru þeir að koma inn í ríkisstjórn, gefi sig nú þegar fram.


mbl.is Guðbjartur kjörinn þingforseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru menn að tala saman!

Greinargerð Indriða H Þorlákssonar um þjóðhagsleg áhrif áliðnaðarins á íslenskan þjóðarhag og viðbrögð Samtaka iðnaðarins við henni er með því betra sem maður hefur séð í samfélagsumræðunni lengi. Rökræða á upphrópunarlausum grunni.

En ef viðhorf Indriða, um að ekki eigi að reikna afleidd störf inn í þjóðhagsleg áhrif álvera, yrði yfirfært á aðra starfsemi í landinu, mætti ekki reikna starfsemi afurðastöðva sem hluta landbúnaðar, sem gerði illréttlætanlegt að vernda íslenskan landbúnað og starfsemi fiskvinnslu sem hluta fiskveiða, sem gerði illréttlætanlegt að vera á móti því að flytja hann óunninn úr landi.

Þær hendur sem hefðu atvinnu af því hefðu einhverja aðra verðmætaskapandi iðju ef þess nyti ekki við. Að mínu mati átti þetta tæplega við þegar þenslan var sem mest og alls ekki nú, þegar atvinnuleysi fer vaxandi.

Ég hlakka til að sjá viðbrögð Indriða við viðbrögðum SI.


mbl.is Vanmetur mikilvægið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna ræðst á garðinn

Það ætla ég rétt að vona að sú flugeldasýning sem hefst um leið og Davíð kemur aftur til landsins í vikunni, eftir að ljóst er að reka eigi hann úr Seðlabankanum, muni ekki kosta þjóðarbúið of mikið.

En flugeldasýning verður það, svo mikið er víst...


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG setti eitt orð á réttan stað

Það var mikils virði að sjá að nýja ríkisstjórnin skuli hafa borið gæfu til að orða ríkisstjórnarsáttmálann með þessum hætti:

"Engin ný áform um álver"

Ef VG hefði hins vegar orðað setninguna "engin áform um ný álver" hefði það þýtt að Helguvík og Bakki hefðu verið slegin út af borðinu.

Það er sem betur fer ekki tilfellið.


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot íhaldsins staðfest

Það er með ólíkindum að þörf sé á að stofna þennan starfshóp í þeim flokki sem borið hefur ábyrgð á efnahagsstjórn landsins síðustu 17 ár.

Var sem sagt ekkert búið að kortleggja hvað þyrfti að gera til að endurreisa atvinnulífið alla þá rúmu 100 daga sem nú eru liðnir frá bankahruninu?

Þvílíkt gjaldþrot!


mbl.is Vilhjálmur leiðir endurreisnarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samvinnufélög í matvöru

Þegar matvörumarkaðurinn hér á landi er borinn saman við markaðinn í nágrannalöndunum kemur í ljós að þar, eins og hér, er markaðnum skipt á milli fárra stórra keðja.

Samt virðist álagning hér vera talsvert meiri en þar, þótt tillit sé tekið til kostnaðarþátta.

Munurinn liggur að mínu mati í því að á Norðurlöndunum og víðar er í það minnsta einn þessara stóru aðila á markaðnum samvinnufélag, sem hefur ekki hagnað að leiðarljósi, heldur hagstæð kjör fyrir félagsmenn.

Hinar keðjurnar verða svo að keppa við þær keðjur í verði og neyðast því til þess að stilla álagningu í hóf.

Því er ekki til að dreifa hér.


mbl.is Mótmæltu hækkun vöruverðs í Krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn krefst stjórnlagaþings

Ég get ekki túlkað forsetans á annan veg en að hann ætli að leggja afstöðu flokkanna til stjórnlagaþings til grundvallar því hver fær stjórnarmyndunarumboð.

Stuðli hann með því að við tökum stjórnskipulagið til endurskoðunar, væri það eitt mesta framfaraverk sem unnið hefur verið í þessu embætti.


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur VG

Nú kemur í ljós hvort Vinstri hreyfingin - grænt framboð er stjórnmálaflokkur eða samtök.

Ef VG geturgengist undir þær málamiðlanir sem ríkisstjórnarsamstarf krefst er flokkurinn flokkur, annars er hann kosningabandalag.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég geri eina kröfu til ríkisstjórnarflokkanna

...og aðeins eina.

Standið saman.

Það er kannski fram á of mikið farið, en ef ríkisstjórnarflokkarnir ná að standa saman, leysist hitt meira og minna af sjálfu sér.

Það er gert með einni lítilli samþykkt.

Að ríkisstjórnin sammælist um að starfa sem samhent fjölskipað stjórnvald, þar sem meirihluti ræður, en ekki samkoma einræðisherra í hverju ráðuneyti, þar sem hver bendir á annan og allir vinna í kross.


mbl.is Þingflokksfundir hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband