Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Upphaf prófkjörsbaráttu Björgvins og Lúðvíks
25.1.2009 | 12:33
Þessa hárréttu og virðingarverðu ákvörðun Björgvins G Sigurðssonar, að segja af sér og biðja um að skipt verði út í Fjármálaeftirlitinu í leiðinni, sem eykur svo aftur pressuna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geri slíkt hið sama gagnvart Seðlabankanum, verður líka að skoða í þúfnapólitísku ljósi.
Lúðvík Bergvinsson, helsti keppinautur Björgvins um forystu í Samfylkingunni í Suðurkjördæmi, var einn frummælenda á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík um daginn. Félagi sem hann á í rauninni ekkert að vera að skipta sér af. Þar opinberaði hann andstöðu sína við ríkisstjórnina og hefur örugglega talað upp í eyru margra Samfylkingarmanna í Suðurkjördæmi og styrkt með því stöðu sína gagnvart Björgvini.
Þessum vangaveltum til staðfestingar, notaði Björgvin G Sigurðsson þennan fréttamannafund til að lýsa skoðun sinni á því innanflokksmáli, hvernig hann teldi að velja eigi á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, með opnu prófkjöri, nú þegar ljóst er að kosið verður í vor.
Þannig að ákvörðunin var kannski ekki eins stór og flott og hún leit út fyrir í fyrstu.
En ég tek samt hatt minn og húfu ofan fyrir frumkvæði Björgvins, það á örugglega eftir að lengja veru hans í íslenskum stjórnmálum.
![]() |
Björgvin segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvaða skoðun hafa 3,6% Frjálslyndra?
24.1.2009 | 15:58
Það er allrar athygli vert að 51,6% skuli vera á móti aðildarviðræðum, 34,8% fylgjandi, 9,5% óákveðnir og 0,5% kusu ekki á réttan hátt.
En hver er skoðun þeirra 3,6 prósenta sem ekki var gert grein fyrir, en í fréttinni var gerð grein fyrir afstöðu 96,4% þeirra sem þátt tóku?
Eins væri nú eðlilegt í svona frétt að gerð yrði grein fyrir þátttökuhlutfalli.
![]() |
Frjálslyndir hafna ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kærleik takk
24.1.2009 | 10:39
Á meðan auðmennirnir hrærðu í og hirtu til sín nammiskálar íslensku þjóðarinnar klappaði ríkisstjórnin, stjórnkerfi hennar og mestöll þjóðin. Þar erum við meira og minna öll sek.
Við nutum aukinna skatttekna, aðgengis að lánsfjármagni og almenns hagvaxtar sem nú er komið í ljós að hafi verið byggður að talsverðu leiti á sandi.
Auðvitað ber ríkisstjórnin meiri ábyrgð en við hin á viðbrögðunum en ekki síður viðbragðsleysinu í aðdraganda hrunsins, í hruninu og eftir hrunið.
En auðmennirnir sem nýttu sér gallana í regluverkinu og brutu reglurnar bera fyrst og síðast meginábyrgðina. Við skulum ekki gleyma því í öllum hamagangnum
Það viðhorf Harðar Torfasonar og fleiri forsvarsmanna mótmælanna að segja tilkynningu Geirs H Haarde eitthvað fjölmiðlabragð er fyrir neðan allar hellur. Það ber vott um að kærleikurinn sé horfinn úr hjörtum þeirra.
Það er slæmt.
Ef við getum ekki sýnt fólki samúð í erfiðleikum og veikindum þess og látum þá heift og hatur sem ummæli þeirra bera vitnisburð um, stjórna orðum okkar og athöfnum, verður Nýtt Ísland ekki byggt á kærleik og verður því ekki fordómalaust, sanngjarnt og réttlátt.
![]() |
Greinilega snúið út úr ummælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fannst stefnan?
23.1.2009 | 11:30
Áður boðuðu þingi Samfylkingarinnar, þar sem leita átti að stefnu flokksins, hefur verið frestað.
Líklegast hefur hún fundist.
Því ber að fagna.
![]() |
Framtíðarþingi frestað vegna stjórnmálaástandsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heiður og sómi
23.1.2009 | 10:22
Þetta eru mótmæli sem vonandi hafa áhrif til góðs á alla lund.
Hafið þökk fyrir
![]() |
Friðsamleg mótmæli í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í tilefni dagsins
22.1.2009 | 15:55
And admit that the waters around you have grown,
and accept it that soon you'll be drenched to the bone,
if your time to you is worth savin'
Then you better start swimmin' or you'll sink like a stone
For the times they are a-changin'.
Come writers and critics who prophesize with your pen
and keep your eyes wide the chance won't come again
And don't speak too soon For the wheel's still in spin
And there's no tellin' who That it's namin'
For the loser now will be later to win
For the times they are a-changin'.
Come senators, congressmen please heed the call
Don't stand in the doorway don't block up the hall
For he that gets hurt will be he who has stalled
There's a battle outside and it is ragin'
It'll soon shake your windowsi and rattle your walls
For the times they are a-changin'.
Come mothers and fathers throughout the land
And don't criticize what you can't understand
Your sons and your daughters are beyond your command
Your old road is rapidly agin'
Please get out of the new one if you can't lend your hand
For the times they are a-changin'.
The line it is drawn the curse it is cast
The slow one now will later be fast
As the present now will later be past
The order is rapidly fadin'
And the first one now will later be last
For the times they are a-changin'.
![]() |
Mikilla tíðinda að vænta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mótmæli sem lýðræðisverkfæri eyðilögð af skrílslátum
22.1.2009 | 09:49
Ég hef ekki notað mótmælafundi sem vettvang til að krefjast breytinga, hef í staðin notað þennan vettvang og aðra ámóta.
En þessi skríll sem er að berja á lögreglumönnum, sem eru borgarar í þessu landi eins og ég og þú og bera ENGA ábyrgð á efnahagshruninu og viðbrögðum við því, eru í raun að koma í veg fyrir að venjulegt, heiðarlegt, friðsamt fólk geti mótmælt með því að koma saman.
Siðað fólk getur ekki látið bendla sig við þessa framkomu og því verður þessum skrílslátum að linna ef ekki á að eyðileggja þetta verkfæri lýðræðisins algerlega. Einhverjir óbreyttir mótmælendur ku hafa reynt að hafa hemil á ofbeldisseggjunum í nótt, en höfðu því miður ekki erindi sem erfiði.
Að frétta af því að þingmenn VG skuli hafa veist að lögreglunni inni í Alþingishúsinu í gær og heyra sögusagnir um að mótmælendur hafi fengið fréttir af staðsetningu handtekinna frá þingmanni VG er sorglegra en tárum taki. Þvílík vanvirða, þvílíkt ....!
Atli Gíslason vildi aðspurður ekki sverja fyrir þetta í morgun, svo líklegast er einhver fótur fyrir þessum sögusögnum.
Með þessum vinnubrögðum og framgöngu er þessi skríll og þessir þingmenn VG að grafa undan lýðræðinu.
![]() |
Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Upplýsingafulltrúi Jóns Ásgeirs verður sér til skammar
21.1.2009 | 19:12
Þótt ég sé síður en svo stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar og telji að hún eigi að koma sér frá, komi hún sér ekki saman um aðgerðir, þá get ég ekki annað en lýst fullkominni hneykslan á framkomu Sindra Sindrasonar fyrrverandi upplýsingafulltrúa Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Íslandi í dag núna áðan.
Framkoma Sindra gagnvart forsætisráðherra, sem ber EKKI ábyrgð á því hvernig bankarnir höguðu sér, þótt hann hefði ásamt öðrum átt að standa vaktina betur, er með þeim hætti að það er ekki hægt að kalla hann blaðamann.
Spurningar hans voru allar hlutdrægar og gildishlaðnar og í engu samræmi við siðareglur blaðamanna. Eins og að "sjá sóma ykkar í að segja af sér" og svo leyfði hann honum ekki svara hálfri spurningu.
Sindri sýndi ekki Jóni Ásgeiri þessa hörku um daginn, þegar hann var í viðtali, þótt sá maður hafi verið gerandi í bankahruninu, en forsætisráðherra meira áhorfandi.
Þvílík vinnubrögð !!!!
Þá liggur það fyrir - kosningar í vor
21.1.2009 | 12:37
Formaður Samfylkingarinnar, í forföllum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem er vonandi á batavegi, hefur nú lýst því yfir að boðað verði til kosninga í vor.
Það er skynsamlegt að kjósa ekki strax, það verður að ganga frá ákveðnum hnútum í tengslum við bankahrunið og koma efnahagsmálunum í ákveðinn farveg, áður en farið yrði í kosningabaráttu, því þau virðast ekki vera í neinum farvegi núna.
Ef ekki verður af kosningum í vor, verður varaformaður Samfylkingarinnar að segja af sér, enda þá algerlega rúinn öllu trausti.
![]() |
Óhjákvæmilegt að kjósa í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gleðidagur í Washington
20.1.2009 | 22:25
Miklar væntingar eru bundnar við Barak Obama, sem tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í dag.
Hann lofaði miklu, en hann er strax farinn að uppfylla þau kosningaloforð í ræðu sinni í dag.
Hann blés von og kraft í þjóð sína, hann sagði satt um að efnahagsmálin væru langhlaup en hann ætlaði að takast á við það, hann sagði að ef fólk byggði á sínum gildum myndi þjóðin standa sterk áfram.
Það vildi ég óska að hin íslenska ríkisstjórn gerði bara eitthvað eitt af þessu, eða reyndi að minnsta kosti að láta líta út fyrir það.
Þá myndi mér líða betur.
![]() |
Obama kemur í Hvíta húsið sem forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |