Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Vandasöm forgangsröðun

Það er rétt og göfugt markmið að ætla sér að reyna að fækka banaslysum í umferðinni og með til þess að gera litlum tilkostnaði mætti ná miklum árangri, ef skipulega er haldið á málum. En ef útrýma á banaslysum algerlega, er ég sannfærður um að þeim fjármunum sem þyrfti að nota í að bjarga síðustu mannslífunum í umferðarslysum væri betur varið í að bjarga mannslífum annarsstaðar í samfélaginu.

Sérstaklega þegar jafn hátt hlutfall banaslysa er vegna dópkeyrslu, áfengiskeyrslu og ofsaaksturs.


mbl.is Banaslysum í umferðinni verði útrýmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppbyggingu á Suðurnesin

Hvort það verði gert með því að byggja álver eða aðra atvinnustarfsemi, þarf að treysta stoðir atvinnulífsins á Suðurnesjum. Þar á að leita allra leiða og útiloka ekki neitt sem til framfara getur horft.

Það á líka við um aðra landshluta.

Þess vegna er slæmt að heyra þá Þórðargleði sem skín í gegnum málflutning ráðherra VG varðandi álversuppbygginguna í Helguvík.

En mest þörf er á að almenn starfsskilyrði fyrirtækjanna í landinu séu tryggð, þannig að þau störf sem þegar er búið að skapa, glatist ekki í fjöldagjaldþrotum.

Það er ekki gert með því að rífast um persónukjör eða ámóta. Það er gert með því að taka raunhæfar ákvarðanir um uppbyggingu efnahagslífsins og fjármálakerfisins.

Hitt getur beðið betri tíma.


mbl.is Álver í Helguvík í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaði fyrir Reykjavíkurborg

Svandís Svavarsdóttir er öflugur og raunsær stjórnmálamaður, sem hefur staðið sig með mikill prýði í borgarmálunum og væri virkilega eftirsjá af henni úr þeim.

Hvort þetta er fyrsta skrefið í því að hún taki við eða steypi Steingrími J af stóli skal ósagt látið.


mbl.is Svandís stefnir á 1. sætið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrum stjórnarflokkanna eða valdagræðgi

Búið er að gefa út að kosningar til Alþingis verða 25. apríl. Eftir 52 daga, þann 10 apríl, 15 dögum fyrir kjördag kl 12 lýkur framboðsfresti.

Allir flokkar eru komnir á fullt með að velja á sína lista, þegar eru margar kjördæmaeiningar flokkanna búnar að ákveða aðferðir við val á lista, margir frambjóðendur hafa einnig tilkynnt sín framboð og eru farnir að gera hosur sínar grænar fyrir þeim sem ákveða hvar á lista þeir munu skipast.

Miðað við þær forsendur sem fyrir liggja.

Ef farið verður í að breyta kosningalögum núna, verður ekki hægt að afgreiða þær breytingar fyrr en eftir eðlilega þinglega meðferð, sem tekur í það minnsta viku eða tíu daga.

Þá þurfa allar kjördæmaeiningar flokkanna að taka sínar ákvarðanir upp miðað við breyttar forsendur, sem tekur í það minnsta hálfan mánuð og taka ákvarðanir um hvaða einstaklingar eigi að vera í framboði og þá hvernig. Þá er langt liðið á mars.

Hver heilvita maður getur skilið að á þeim tíma verður ekki hægt að heyja neina kosningabaráttu, þannig að greinilegt er að stjórnarflokkarnir eru að búa til ástæðu til að seinka kosningum og sitja lengur við völd, sem er ekkert annað en valdagræðgi.

Sömuleiðis er furðuleg forsjárhyggja hjá stjórnarflokkunum að ætla að breyta þessum reglum, þegar búið er að ákveða að halda stjórnlagaþing, sem mun einmitt fjalla um akkurat þetta mál ásamt svo mörgum öðrum.

Nei stjórnarflokkarnir eru bara að slá ryki í augum kjósenda með lýðskrumi


mbl.is Von á frumvarpi um kosningalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barbabrella Ögmundar

Það eru skrítnar fréttir að allt í einu sé hægt að lækka útgjöld ríkisins til lyfjamála um einn milljarð króna.

Þegar þetta er skoðað betur, verður að segjast að þetta er meira og minna barbabrella. Ögmundur ætlar einfaldlega að lækka heildsöluverð á lyfjum. Er búið að semja um það? Getur ríkið ákveðið það einhliða?

Svo er ekkert talað um hvaða hópar eiga borga meira fyrir lyfin, en hálfan milljarð á að heimta aukalega af einhverjum hópum.

Svo er VG þegar byrjað að búa til fátæktargildrur, með misskildum aðgerðum, þegar einstaklingum á fullum atvinnuleysisbótum greiði sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar. Þetta ákvæði er ekki tímabundið og minnkar hvatann til fyrir fólk að fá sér vinnu, þar sem það sem aukalega verður eftir í buddunni við að fá sér vinnu minnkar, þegar svona ákvæði eru inni. Það að miða bara við þá sem eru á fullum atvinnuleysisbótum, letur fólk einnig til að vera í hálfu starfi.

Svo opinberast barbabrellan enn og grunnhyggning, þegar viðurkennt er að á þessu stigi sé ekki hægt að áætla kostnað vegna þessarar aðgerðar þar sem ekkert er vitað um atvinnuleysi í lok ársins.

Þannig að það er barasta ekki tekið neitt með.

Erðanú.


mbl.is Lyfjaútgjöld lækka um milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel skal vanda það sem lengi skal standa

Seðlabanki Íslands er líklegasta mikilvægasti hluti íslensks fjármálakerfis.

Þess vegna er eðlilegt og nauðsynlegt að vel sé vandað til þeirrar lagasetningar sem starfsemin grundvallast á.

Það að krefjast þess að Seðlabankastjóri hafi í það minnsta þá þekkingu á efnahags- og peningamálum sem meistarapróf í hagfræði krefst er eðlilegt í mínum huga, en ef einhver hefur náð tilsvarandi þekkingu með annarri námsleið getur það ekki verið markmið í sjálfu sér að takmarka mannvalið við þá sem farið hafa nákvæmlega þá námsleið sem lýkur með orðinu meistaragráða í hagfræði.

Þess vegna hlýtur að verða að segja "meistaragráðu í hagfræði eða jafngilda menntun"


mbl.is Venjan að hafa einn eða fleiri aðstoðarbankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti forseti lýðveldisins?

Þetta viðtal er ekkert annað en mistök af hálfu Ólafs Ragnars.

Mistök manns sem er reyndur úr stjórnmálunum og öðrum opinberum störfum og ætti að þekkja hættuna á að allt sem sagt er sé slitið úr samhengi. Því á Ólafur Ragnar ekki að tjá sig á neinn hátt um mál sem varða hagsmuni sem þessa.

Með þessum hætti er hann að leggja þeim, sem vilja leggja forsetaembættið niður, vopn í hendur. Það er miður.


mbl.is Viðtalið tekið úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina vitræna nálgun ESB spurningarinnar

...er að gera sér fyrirfram grein fyrir hvaða markmiðum þurfi að ná, sækja um og sjá hvernig tekið verður í þær kröfur og hvað greiða þurfi fyrir aðganginn að öðru leiti og sjá hvað fæst í staðinn.

Að því loknu er fyrst hægt að taka upplýsta, vitræna afstöðu til þess hvort Ísland eigi að vera fyrir utan eða innan ESB.


mbl.is Styður aðildarumsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugeldasýning Davíðs er byrjuð

Í svarbréfi sínu til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra kemur Davíð Oddsson formaður seðlabankastjórnar sjónarmiðum sínum á framfæri á einföldan og skýran hátt, eins og honum einum er lagið.

Úr hverri setningu má greina það háð og spott sem er vörumerki Davíðs Oddssonar og hans helsta vopn og stjórntæki frá upphafi.

Óskar forsætisráðherra eftir því að hann hætti, þar sem hann sé ekki hagfræðingur, um leið og hagfræðingi er vikið úr ráðuneytisstjórastöðu efnahagsráðuneytisins fyrir lögfræðingi. Með sömu rökum er óskað eftir því að aðrir seðlabankastjórar, sem eru hagfræðingar, óski lausnar. Að formaður bankastjórnarinnar sé ekki hagfræðingur!

Tekur hann til þess að engin dæmi séu tiltekin því til rökstuðnings að bankastjórar Seðlabankans hafi orskað eða aukið á efnahagshrunið. Reyndar hefði maður talið að slík dæmi væru fyrir hendi, en svo virðist sem forsætisráðherra hafi ekki treyst sér til að tiltaka þau.

Er greinilegt að þetta munu ekki verða síðustu orð Davíðs Oddssonar í málinu, enda segir hann

"Margt skýrir þær ófarir sem orðið hafa í efnahagsmálum hér á landi sem annarsstaðar. Mun það síðar verða mjög rætt."

Flugeldasýning Davíðs Oddssonar er bara rétt að byrja...


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar breyta engu um ferðamennskuna

Hvort við veiðum hval eða ekki breytir engu fyrir ferðamennskuna hér á landi.

Útlendingar halda nefnilega að við séum að veiða hval, hvort sem við gerum það eða ekki.

Þess vegna er um að gera að reyna að fá þær tekjur af hvalveiðum sem í boði eru og auka um leið lífrýmið í sjónum fyrir aðra nytjastofna okkar, á sjálfbæran hátt.


mbl.is Vond stjórnsýsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband