Færsluflokkur: Orð dagsins

Orð dagsins...

... á Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur, þegar hann viðurkennir að herför hans gegn Framsókn á undanförnum árum hafi verið mistök:

"Ég verð að viðurkenna að ástandið í kjaramálum þessa fólks hefur ekkert batnað við tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Það er sama ástand og verið hefði með Framsókn áfram í stjórn. Samkomulag það sem gert var 2006 milli LEB og fyrri ríkisstjórnar fól í sér meiri kjarabætur fyrir aldraða en yfirlýsing sú er núverandi ríkisstjórn gaf 5. desember sl."


Orð dagsins...

á Sigurður Líndal lagaprófessor grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag:

"Ég hélt reyndar að þessi ofstækisöfl hefðu ekki náð til forystu flokksins í Valhöll, en hér hefur mér skjátlazt. Varaformaður flokksins hefur lýst eindregnum stuðningi við geðþóttaákvörðun setts dómsmálaráðherra. Röksemdirnar láta reyndar á sér standa því að hún kýs að ræða ætterni þess umsækjanda sem skipaður var gegn hæfnismati dómnefndarinnar. Þegar gengið er jafn gróflega í berhögg við álit nefndarinnar og naumast liggur annað fyrir frá settum dómsmálaráðherra en orðafar sem hæfir götustrákum er eðlilegt að menn leiti skýringa á háttsemi ráðherrans jafnt sennilegum sem ósennilegum."

Það er spurning hverju varaformaðurinn svarar þessu, sem lögfræðingur...


Orð dagsins...

...á Óskar Hrafn Þorvaldsson, ritstjóri Vísis:

"Ég harma rangfærslur í fréttinni, sem voru hafðar eftir heimildarmönnum í góðri trú, og bið lesendur sem og það fólk sem var til umfjöllunar í fréttinni velvirðingar á þeim."

Þetta mætti sjást oftar, en þó mætti frekar vera færri tilefni til yfirlýsinga, sem margir gætu orðað nákvæmlega eins og Jón Ásgeir Jóhannesson:

"Uppistaðan í fréttinni er röng og önnur atriði ónákvæm og hún var mér skaðleg. Ekki var haft samband við mig til að staðreyna atriðin í fréttinni, né heldur neinn af starfsfólki mínu og enginn nafngreindur heimildamaður er nefndur. Ég átel fréttaflutning af þessum toga."

Vonandi hefur eignarhaldið á fjölmiðlinum ekkert með þessi virðingarverðu vinnubrögð ritstjórans að gera...


Orð dagsins...

... á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þegar hún sagði í Kryddsíldinni áðan að Samfylkingin hafi aldrei skilgreint sig sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins. Mig er greinilega að misminna eitthvað inntak Borgarnesræða hennar og upphafsfyrirheit Samfylkingarinnar.

Þetta slær út þau ummæli Geirs H Haarde um að hann voni að efnahagslífið fari að fara á betri veg.

Finnst samt Ingibjörg Sólrún skuldi landsmönnum skýringu á því á hvaða tímapunkti hún telji viðræður um samstarf teljist stjórnarmyndunarviðræður og hvenær þær séu það ekki.


Orð dagsins...

... á Hanna Birna Kristjánsdóttir í Silfri Egils áðan, þegar hún kannast ekkert við klofning hjá íhaldinu en minnti jafnframt á að sexmenningarnir hafi komið úr báðum örmum flokksins.

Þetta slær út næst bestu orð dagsins, sem hún átti sjálf þegar hún sagði að það hefði aldrei hvarflað að henni að meirihlutinn myndi springa, jafnvel þótt hún segði stuttu síðar að á sama tíma hefðu verið ýmsar þreifingar í gangi...


Orð dagsins...

á Össur Skarphéðinsson í lok nýjustu færslu sinnar.

"Í vandasömum málum er yfirleitt best að baða sig bara í sumarsólinni en ekki í geislum fjölmiðlanna"

Svo mörg voru þau orð


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband