Loftslagsstefna kynnt - hvar er Fagra Ísland?

Eftir því sem ég kemst næst er stefna núverandi ríkisstjórnar í loftslagsmálum óbreytt frá stefnu síðustu ríkisstjórnar. Sveigjanleikaákvæðin, þeas íslenska ákvæðið og möguleiki á kaupum á heimildum, eru meginstef þess sem ríkisstjórnin ætlar að ná fram, auk eðlilegrar áherslu á að ná alþjóðlegu samkomulagi.

Þetta er allt annað en það sem Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra hefur talað fyrir, nú síðast á umhverfisþingi, sem er sú samkoma þar sem umhverfisstefna þjóðarinnar er rædd. Þar talaði hún um að Íslendingar ættu ekki að leita neinna undanþágna.

Það vekur athygli mína að Dofri Hermannsson, aðalhöfundur Fagra Íslands, hefur ekkert bloggað um málið. Hann er fastur í rifrildi um biskupinn.


mbl.is Markmið í loftslagsmálum kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband