Þarf varasveitir Björns Bjarna í kvöld?
13.4.2007 | 22:58
Þarf að senda Björgvin í kynskiptiaðgerð?
13.4.2007 | 22:30
Ég fæ ekki séð að ISG geti orðið forsætisráðherra. Til þess hefur hún brennt of margar brýr að baki sér, er orðin bitur og neikvæð. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Þannig að miðað við orð hennar verður Björgvin G Sigurðsson, þann sem ég sé sem besta kost Samfylkingarinnar í formannsembættið, að drífa sig í kynskiptiaðgerð. Hann verður að drífa sig, því þetta tekur víst talsverðan tíma.
![]() |
Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkið ehf
13.4.2007 | 21:44
Í ályktanadrögum Sjálfstæðisflokksins er ekki margt að finna bitastætt. Greinilegt er að línan er að segja sem minnst, til að styggja engan, enda um að gera að reyna að halda því fylgi sem skoðanakannanir gefa til kynna að flokkurinn hafi.
En þar sem eitthvað er bitastætt, er greinilegt að frjálshyggjan er aldrei langt undir slæðunni. Meðal þess sem er að finna í drögunum er einkavæðing að hluta eða að öllu leiti á Landmælingum Íslands, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Siglingastofnun og Veðurstofunnar - betra veður í boði Glitis.
Það er orðið almennt samþykkt að eðlilegt að ríkið sé ekki í rekstri þar sem ætla má að eðlileg samkeppni fái þrifist. Svo langt hafa Heimdellingar náð og gott eitt um það að segja. Landmælingar hættu samkeppnisstarfsemi á árinu, Umhverfisstofnun er ekki í samkeppni og getur ekki verið í samkeppni við neitt, nema kannski rannsóknarstofan og eftirlit með fyrirtækjum væri kannski hægt að fela flokkunarfélögum, Náttúrufræðistofnun sinnir grunnrannsóknum á lífríki landsins, ekki í samkeppni við neinn, Siglingastofnun hefur lagt niður eftirlitsstarfsemi sína og Veðurstofan....
Tja. Í ammríku eru veðurstofur einkareknar, en starfsemi Veðurstofunnar er miklu mun víðtækara en þeirra, hlutverk þeirra í almannavarnakerfinu er ótvírætt. Fyrst kvarna á enn meira úr starfsemi þeirra stofnanna sem þegar hafa hætt öllum samkeppnisrekstri, liggur beinast við að Sjálfstæðisflokkurinn sé að leggja til að grunnstarfsemi ríkisins, eins og eignaskráning, leyfisveitingar og önnur stjórnsýsla eigi að vera á hendi einkaaðila. Það væri áhugavert að fylgjast með vinnubrögðum þessara stofnanna við undirbúning lögbundinna umsagna umhverfismatsferilsins. Hætta á hagsmunaárekstrum er svo mikil að á það er ekki hættandi í okkar litla samfélagi.
Ég sárvorkenni þeim sem trúa á þetta. Það ber ekki vott um samfélagsvitund og er í anda hörðustu frjálshyggju. - ég segi nei takk og merki X við B
Mannréttindi í skilningi Hjörleifs Guttormssonar
13.4.2007 | 17:08
Hjörleifur Guttormsson, fv. iðnaðarráðherra ritar makalausa grein í Fréttablaðið í dag. Eitt magnaðasta Hjörl hans hingað til. Leggur hann til við Íslandshreyfinguna að hún leggi sjálfa sig niður. Henni er ekki einu sinni boðið að ganga til liðs við VG, heldur reynir hann einungis að skipa Íslandshreyfingunni að leggja sjálfa sig niður, til framdráttar málstaðnum.
Þarna sýnir enn einn fulltrúi VG virðingu sína fyrir mannréttindum, ritaði um virðingu þeirra fyrir skoðanafrelsinu hér.
Nú er komið að frelsinu til stjórnmálaþátttöku. Það mega ekki nema þeir sem eru jafnari en aðrir taka þátt í stjórnmálum.
Svona til fróðleiks rakst ég á eftirfarandi frétt um stóriðjuandstæðinginn Hjörleif í Morgunblaðinu um daginn:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjálftaka á opinberu fé
13.4.2007 | 16:38
![]() |
Landeigendur og rétthafar fengu 2,3 milljarða á 5 ára tímabili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tímabær aðgerð
13.4.2007 | 09:35
Ég tel að flutningur málefna aldraðra sé mikið heillaspor, sem ég veit ekki betur en að sé nokkuð þverpólitísk sátt um. Af hverju var þá ekki löngu búið að þessu, geta einhverjir spurt, en svarið við því er einfalt. Tekjunefnd ríkis og sveitarfélaga hefur ekki lokið störfum og auðvitað þarf fjármagn að fylgja svona verkefnum. Fyrr er ekki hægt að ljúka þessum málum. Nú hyllir undir lok þess starfs og þá fyrst er hægt að fara að huga að þessum málum með framkvæmd fyrir augum.
Þetta þarf að vanda vel og undirbúa svo eins vel takist til um þetta mál og flutning grunnskólans til sveitarfélaganna.
![]() |
Nefnd skoðar mögulega tilfærslu í málefnum aldraðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verður Írak rætt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins?
13.4.2007 | 00:30
Jón Sigurðsson, núverandi formaður Framsóknarflokksins og Halldór Ásgrímsson fyrrverandi formaður, hafa báðir sagt að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi byggt á röngum forsendum og því verið rangar. Sá trúnaðarbrestur sem varð milli Íslands og Bandaríkjanna í aðdraganda innrásarinnar, hefur að beggja mati gert það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að spyrja sig spurninga varðandi innrásina í Írak og sambandið við Bandaríkjamenn. Ég er ekki að sjá það í ályktanadrögum þeirra fyrir landsþing þeirra.
Það væri pólitískur heigulsháttur að ræða það mál ekki og gera það upp og skora ég á Sjálfstæðismenn að gera það opinskátt og hreinskilnislega, svo hægt sé að leggja það að baki sér og læra af því.