Valgerður sýnir frumkvæði og djörfung

Með því að stefna á eðlilegt diplómatísk samskipti við heimastjórn Palestínu, tekur Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra af skarið og sýnir þessari þjáðu þjóð virðingu og stuðning í baráttu sinni fyrir eðlilegri tilvist. Það ber að stefna að því að sjálfstætt ríki Palestínu verði stofnað. Fyrr verður engin von um að um hægist í þessum heimshluta. Valgerður sýnir að hún þorir að reka sjálfstæða utanríkisstefnu, því hvorki Bandaríkin né Evrópusambandið hafa þorað að stíga þetta skref.

Borgin leitar lausna

Í grænum skrefum Reykjavíkurborgar er leiðum til breytinga á þessari þróun lýst. Lykillinn að minnkuðu útstreymi frá samgöngum eru bættar almenningssamgöngur og virkjun líkamsorku til samgangna, með því að hvetja til hjólreiða og notkunar tveggja jafnfljótra. Þannig er lagt til að þjónusta Strætó sé bætt og gera á tilraun með að gefa frítt í strætó. Ef sú tilraun gefur árangur í minnkuðu umferðarálagi er hægt að réttlæta þau útgjöld sem skapaði þá grundvöll fyrir frekari skrefum í þá átt.

Bæta á göngustígakerfið og verðlauna þá bíleigendur sem eiga vistvænustu bílana með fríum bílastæðum auk þess að stórátak verður gert í gróðursetningu trjáa.

Vandinn í þessari umræðu í heild sinni er náttúrulega sá að Íslendingar hafa fyrir löngu náð svo góðum árangri í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa að frekari skref eru okkur mun erfiðari en nágrannaþjóðanna sem eiga langt í land miðað við okkur.


mbl.is Útstreymi gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um 30% í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft má satt kyrrt liggja

Það er alþekkt að þegar fréttir um bruna og íkveikjur berast, kemur oft íkveikjufaraldur á eftir. Þeir sem hafa þessar brennuvargakenndir og einnig krakkakjánar fá hugmyndir og framkvæma þær. Það er því óábyrgt af Morgunblaðinu að setja fréttina fram með þessum hætti, þótt fjölmiðlar eigi að greina rétt og satt frá því sem er að gerast, þá ber þeim skylda til að sleppa því í þessu samhengi.
mbl.is Íkveikja ekki útilokuð í rannsókninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband