Mælikvarðar spillingar

Þegar spilling er mæld á milli landa komum við greinilega vel út, þessi mæling er ekki einsdæmi.

Þrátt fyrir þessar mælingar er mikið fjallað um meinta spillingu í íslensku samfélagi út af hinum og þessum málum. Af hverju ætli það sé? Ætli það sé vegna þess að það sé svona mikil spilling sem ekki mælist á mælistiku þessara aðila? Ætli það sé vegna þess að smæð samfélagsins og nánd allra við alla geri það að verkum að allt fréttist? Ætli það sé vegna þess að sú ríka réttlætiskennd sem lifir með þjóðinni geri það að verkum að þröskuldur okkar gagnvart spillingu sé lægri en hjá öðrum þjóðum? Ætli það sé vegna þess að það er einfaldlega sama umræða í öðrum löndum en hún berst bara ekki hingað til lands?

Kannski er þetta sambland af þessu öllu saman.

Svo getur líka verið að það sé einfaldlega ekki nóg um að vera í samfélaginu fyrir allar fréttastofur landsins, þannig að svona umræða kemst frekar á flug hér en í öðrum löndum, þar sem meira er að gerast í samfélaginu, þannig að gúrkufaktorinn sé hærri hér en annarsstaðar.


mbl.is Spilling talin lítil á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eiga fyrirtæki þá að sinna mengnunarvörnum?

Þessi ummæli sviðsstjóra Kópavogsbæjar lýsa viðhorfi gagnvart Elliðaánum og umhverfinu sem er alls ekki ásættanlegt:

"Aðspurður sagðist hann þess fullviss að dýralíf Elliðaánna hefði ekki hlotið skaða af yfirborðsvatninu sem flætt hefði í árnar, enda hefði það verið í svo litlu magni, og að það hefði verið ástæða þess að ekki hefði þótt ástæða til að koma upp settjörn fyrr."

Fyrst það er allt í lagi að hans mati að olía, sápur og önnur mengandi efni renni óhreinsuð í árnar af hverju ættu fyrirtæki sem veita sínu vatni í þennan eða aðra viðtaka, þá yfir höfuð að vera að leggja út í mikinn kostnað við að hreinsa sitt fráveituvatn?

Þetta kostar rökstuðning af hálfu Kópavogsbæjar, því hann er að tala fyrir hönd bæjarins í þessu máli.


mbl.is Mengun í Elliðaánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfalt heilbrigðiskerfi við þröskuldinn

Sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir því að þeir sem hafi efni á því verði heimilt að borga sig fram fyrir röðina. Nú virðist það markmið þeirra vera komið einu skrefi nær í nýjum stjórnarsáttmála.

"Kostnaðargreina á heilbrigðisþjónustuna og taka upp blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum."

Hér á sem sagt að taka upp tilvísanakerfi, þar sem hver greining gefur númeraða ávísun á meðhöndlun. Líklegast verður úthlutað ákveðnum mörgum ávísunum á ári í hverja tegund aðgerða, eftir fjárlögum hvers árs. Þeir sem fá ávísun með háu númeri geta greitt fyrir sína aðgerð á einkareknu sjúkrahúsi, hafi þeir efni á því. Þegar röðin kemur svo að þeim í ávísanaröðinni, fá þeir aðgerðina svo endurgreidda.

Upp munu koma einkarekin sjúkrahús, sem munu fara í samkeppni við ríkisreknu sjúkrahúsin, sem fá að gera óhagkvæmu aðgerðirnar, meðan að þær arðbæru eru framkvæmdar á þeim einkareknu, sem einnig munu veita betri þjónustu og sérstök komugjöld verða tekin upp til að greiða fyrir það. Þetta er ekki ósvipað því sem gerst hefur í Háskólageiranum, þar sem einkareknu háskólarnir afla tekna á fjölmennum bóknámsbrautum með skólagjöldum samhliða framlögum ríkisins, meðan Háskóli Íslands "situr uppi" með sérhæfðar fámennari deildir, sem honum ber skylda til að starfrækja.

Vonandi hef ég rangt fyrir mér, en vilji Sjálfstæðisflokksins hefur verið skýr og daður Samfylkingarinnar við einkalausnir í heilbrigðiskerfinu er varhugavert.


Bloggfærslur 26. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband