Tvöfalt heilbrigðiskerfi við þröskuldinn

Sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir því að þeir sem hafi efni á því verði heimilt að borga sig fram fyrir röðina. Nú virðist það markmið þeirra vera komið einu skrefi nær í nýjum stjórnarsáttmála.

"Kostnaðargreina á heilbrigðisþjónustuna og taka upp blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum."

Hér á sem sagt að taka upp tilvísanakerfi, þar sem hver greining gefur númeraða ávísun á meðhöndlun. Líklegast verður úthlutað ákveðnum mörgum ávísunum á ári í hverja tegund aðgerða, eftir fjárlögum hvers árs. Þeir sem fá ávísun með háu númeri geta greitt fyrir sína aðgerð á einkareknu sjúkrahúsi, hafi þeir efni á því. Þegar röðin kemur svo að þeim í ávísanaröðinni, fá þeir aðgerðina svo endurgreidda.

Upp munu koma einkarekin sjúkrahús, sem munu fara í samkeppni við ríkisreknu sjúkrahúsin, sem fá að gera óhagkvæmu aðgerðirnar, meðan að þær arðbæru eru framkvæmdar á þeim einkareknu, sem einnig munu veita betri þjónustu og sérstök komugjöld verða tekin upp til að greiða fyrir það. Þetta er ekki ósvipað því sem gerst hefur í Háskólageiranum, þar sem einkareknu háskólarnir afla tekna á fjölmennum bóknámsbrautum með skólagjöldum samhliða framlögum ríkisins, meðan Háskóli Íslands "situr uppi" með sérhæfðar fámennari deildir, sem honum ber skylda til að starfrækja.

Vonandi hef ég rangt fyrir mér, en vilji Sjálfstæðisflokksins hefur verið skýr og daður Samfylkingarinnar við einkalausnir í heilbrigðiskerfinu er varhugavert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Jónsson

Þetta er hárrétt hjá þér Gestur. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að því leynt og ljóst að búa til arðbær verkefni handa sér og sínum og láta hið opinbera einungis sitja uppi með "skítverkin" sem ekki er hægt að græða á. Það verður fróðlegt að sjá hvort Samfylkingin vill reisa sér þá níðstöng að styðja þessa stefnu.

Stefán Jónsson, 27.5.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband