Nornaveiðihugur kosningastjóra Samfylkingarinnar staðfestur

Nú hefur siðanefnd blaðamannafélagsins komist að þeirri niðurstöðu að Helgi Seljan hafi brotið alvarlega af sér í starfi í umfjöllun sinni um "Jónínumálið".

Er það í algeru samræmi við þá pistla sem ég hef skrifað um málið og hljóta þeir sem settust í dómstól götunnar í kjölfar umfjöllunar Helga ættu að sjá sóma sinn og læra af þessu máli.

Það versta er þó að þessi umfjöllun fyrrverandi kosningastjóra Samfylkingarinnar, sem nú hefur verið staðfest að hafi hagað umfjöllun sína með afar óeðlilegum hætti, mun örugglega hafa kostað Framsókn meira en þau 300 atkvæði sem þurfti til að koma Jóni Sigurðssyni á þing.

Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð stjórnar RÚV ohf og ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og íhaldsins við þessari niðurstöðu, en hún skipar stjórnina. Páll Magnússon taldi ekkert óeðlilegt við umfjöllunina og varði sína menn og ber auðvitað endanlega ábyrgð á því sem í sjónvarpinu birtist.


mbl.is Siðareglur brotnar í umfjöllun um tengdadóttur Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband