Nú er lag fyrir forseta Íslands
12.10.2008 | 23:41
Sterk grös gróa eftir sinubruna.
Nú mun fjöldi manns, vel menntað og duglegt og klárt stafsfólk, missa vinnuna í bönkunum.
Í því felast mikil tækifæri fyrir fyrirtæki sem þurfa á slíkum starfskrafti að halda.
Ég skora á forseta Íslands, Hr. Ólaf Ragnar Grímsson, að drífa sig út á völl, stefna til Seattle og tala við vin sinn, Bill Gates.
Microsoft hefði gott af því að njóta starfskrafta okkar og um leið er það í samræmi við þeirra stefnu að nýta endurnýjanlega orku í sinni starfsemi.
Friðrik Sophusson ætti að fara með forsetanum og gefa honum góðan díl fyrir gagnaver, ef Microsoft byggði upp þróunarmiðstöð á Íslandi í staðin.
Allir hagnast, fólk fær vinnu og flýr síður úr landi, Microsoft fær öflugt starfsfólk, samfélagið sparar atvinnuleysisbætur, orka er nýtt í mengunarlitla starfsemi og ímynd allra batnar.
Hott hott, af stað...
![]() |
Forsetinn hvetur til samstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jóka þarf að passa sig
12.10.2008 | 13:38
Í viðbrögðum við því áfalli sem við erum að verða fyrir núna, má niðurstaðan ekki verða sú að þeir einstaklingar sem fóru ekki fram úr sér í skuldsetningu verði jafnsettir þeim sem fóru fram úr sér.
Stýrivaxtalækkun er mikið meira en sjálfsögð, en ef lækka á yfirdráttarvexti umfram það, er verið að veita fólki sjálfdæmi um lántöku án greiðslumats.
Förum varlega í yfirlýsingum og aðgerðum. Hugsum málið til enda.
![]() |
Jóhanna: Skipbrot nýfrjálshyggjunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afar dýrmætt samkomulag
12.10.2008 | 09:58
Þetta samkomulag við Hollendinga er okkur afar dýrmætt.
Ekki bara að það tryggir áframhaldandi góð samskipti við þessa vinaþjóð okkar, heldur setur hún breta í allt aðra samningsstöðu. Þeir geta ekki haldið fram sínum fáránlegu kröfum með sama þunga þegar annað ríki hefur gert samkomulag um að fylgja eigi EES-samningnum og búið er að ganga frá tæknilegri útfærslu greiðslnanna.
bretar hljóta að sjá ljósið.
Stjórnmálamenn eins og brown og darling eru stundarfyrirbrigði, en góð samskipti milli landa eru langtímahagsmunir. Þeir hljóta að meta þá hagsmuni meira.
Hótun brown um þjóðnýtingu eigna annara manna, eins og eignir Baugs í bretlandi, sýnir að hann vill halda skemmdarverkastarfsemi sinni gagnvart erlendum fyrirtækjum áfram.
Í framhaldinu sendir hann einkavin sinn Sir Green til að tala við Björgvin G Sigurðsson til að þvinga fram nauðungarsölu á eignum Baugs á spottprís.
Hvernig eiga erlend fyrirtæki, sama hvaðan þau eru, að þora að starfa á bretlandi meðan slík vinnubrögð viðgangast?
![]() |
Samkomulag náðist við Holland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ástæða viðbragða Darlings fundin?
12.10.2008 | 09:38
Maður á kannski ekki að vera að henda gaman að svona, en getur verið að ástæða þess að Darling misskildi og firrtist við Árna Mathiesen, hafi verið sú að Árni hafi talað skosku við hann?
Árni, sem lærði dýralækningar í Stirling í Skotlandi, hlýtur jú að tala kingjandi flottan hreim þeirra Skota.
Englendingar hafa jú sína fordóma gagnvart Skotum.
![]() |
Stefnt á fund með Darling |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |