Ástæða viðbragða Darlings fundin?

Maður á kannski ekki að vera að henda gaman að svona, en getur verið að ástæða þess að Darling misskildi og firrtist við Árna Mathiesen, hafi verið sú að Árni hafi talað skosku við hann?

Árni, sem lærði dýralækningar í Stirling í Skotlandi, hlýtur jú að tala kingjandi flottan hreim þeirra Skota.

Englendingar hafa jú sína fordóma gagnvart Skotum.

 


mbl.is Stefnt á fund með Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eirikur

Imagine that...................

2 years ago a Bank opened in Iceland called UK save. Imagine that this bank filled full page adverts in Iceland with promises of the best interest rate available at that time and that all investments were guaranteed by the British Government........Imagine if all of a sudden this Bank went Bankrupt in the UK and In Iceland and the Bank of England (British Government) told you that they were not going to pay any debts that they had in Iceland. Imagine what the Icelanders would do in this situation ?????? And.....Imagine how you would feel if one of the Bankrupt (?) owners of the Bank flew into Iceland in his private jet to watch a football match....Imagine if the UK government said that they were going to sue the Icelandic Government for repeating the words of the head of the UK treasury......Imagine the rest.

Eirikur , 12.10.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: Páll Jónsson

Eiríkur brandarakall? Ættum við að krefja Breta um meiri tryggingu en þeir bera skyldu til að veita skv. alþjóðalögum? Nei auðvitað gætum við ekki krafist þess.

Og það var búið að margtyggja afstöðu Íslendinga ofan í Breta áður en þessi hróp ráðamanna þar byrjuðu. Áttu ráðamenn virkilega að vera að vitna í það sem seðlabankastjóri hafði sagt í innlendu viðtali fyrir þremur dögum fremur en það sem utanríkisráðherra sagði við þá persónulega fyrir 5 klukkutímum?

Þvæla. 

Páll Jónsson, 12.10.2008 kl. 13:56

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þeir hafa alla vega fordóma gagnvart Íslendingum.

Annars ætti Árni að birta viðtalið sem Darling er margsinnis búinn að vitna í. Það er sterkasti leikurinn til að gera Darling ómerkan orða sinna.

Sigurður Þórðarson, 12.10.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Páll Jónsson

Ég vil nú samt ekki hljóma eins og ég sé að bera blak af Davíð hérna, maður skilur vel að það hafi farið í taugarnar á breskum ráðamönnum þegar seðlabankastjóri hér segir okkur ekki ætla að greiða þetta.

A.m.k. gat ég ekki skilið Davíð öðruvísi. 

Páll Jónsson, 14.10.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband