Stórhættuleg peningaþurrð yfirvofandi innanlands

Fæst vel rekin fyrirtæki liggja með sjóði sína á innlánsreikningum sem eru lausir í dag, heldur í sjóðum sem nú er búið að frysta.

Það er algert forgangsatriði að fyrirtækin fái aðgengi að lausafé til að geta greitt laun, skatta og reikninga. Laun og skattar ganga fyrir lögum samkvæmt, en ef fyrirtækin geta ekki greitt reikninga sína vegna lausafjárskorts geta þau fyrirtæki sem eiga þær kröfur heldur ekki greitt sína reikninga og svo koll af kolli.

Því lengri tími sem líður þangað til að sjóðirnir verði opnaðir, alveg eða að hluta, því fleiri reikningar eru ekki greiddir, ástandið versnar og endar fljótlega í algeru frosti.

Þá skiptir engu hvort fyrirtækin standa vel eða illa, þau verða einfaldlega gjaldþrota, jafnvel þótt eigið fé sé yfirdrifið.

Bankakerfið verður að losa um þessa sjóði að því marki sem það lífsins mögulega getur og helst á morgun. Ef óvissa er um það gengi sem er á sjóðunum, er hægt að losa þær upphæðir sem er ekki óvissa um og halda eftir sem nemur áætlaðri óvissu gera sjóðina nákvæmar upp seinna.

Svör um hvað til standi verða að koma fram. Óvissa er það versta í stöðunni. Því lengur sem óvissan varir, því fleiri verkefni þora atvinnurekendur ekki að halda áfram með, þótt hagkvæm séu og því fleiri munu þar af leiðandi missa vinnuna með þeim stórskaða sem það veldur.

Svör verða að fást og það á morgun.


mbl.is Spá 4-5% atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálm Egilsson í Seðlabankann

Mér þykir einsýnt að Vilhjálmur Egilsson eigi að fara í brúna í Svörtuloftum.

Hann er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, doktor í hagfræði, fyrrverandi framkvæmdastjórnarmaður í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, hefur gegnt stöðu ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, sem framkvæmdastjóri Verzlunarráðs Íslands auk setu á Alþingi á árunum 1991-2003 og starfaði hjá Vinnuveitendasambandi Íslands, eins af forverum Samtaka atvinnulífsins, á árunum 1982-1987.

Það væru stórkostleg mistök að kalla hann ekki til starfa fyrir land og þjóð.


mbl.is Ingibjörg Sólrún vill að stjórn Seðlabankans stigi til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er hægt að koma heim núna?

Lífeyrissjóðirnir neituðu ríkisstjórninni um að koma heim með sínar erlendu fjárfestingar í aðdraganda hrunsins, þegar verið var að reyna að setja upp einhverjar varnir.

Ögmundur og félagar settu hin ýmsu skilyrði fyrir því, ástandinu viðkomandi og óviðkomandi og neituðu því á endanum að koma til hjálpar.

Hvort þær varnir sem ætlunin var að setja upp hefðu dugað veit ég ekki, en af hverju ættu erlendir aðilar að hjálpa, ef þeir innlendu neita aðstoð á ögurstundu?

Ég trúi ekki öðru en að þeim hafi verið boðin ríkisskuldabréf með ríkisábyrgð til sölu fyrir gjaldeyrinn á fínasta gengi, þannig að þeirra hagsmunir hafi alltaf verið tryggðir og hefði verið hægt að nýta til hlutafjárkaupa í Kaupþingi í dag.

Í þessu ljósi lítur út fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi tekið stöðu gegn ríkinu, en séu nú að óska eftir Kaupþingi á brunaútsölu.

Vonandi er myndin ekki svona, en það þarf þá að koma fram.


mbl.is Óska viðræðna um Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar rússneskar móttökur

passið ykkur á vodkanum félagar...
mbl.is Góðar viðtökur í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri til að endursamvinnuvæða SPRON

Nú er lag fyrir SPRON að skilgreina félagið aftur sem sparisjóð og safna stofnfjáreigendum, þar sem hlutur hvers og eins sé hámarkaður við einn hlut á mann.

Setja ný gildi í samþykktir félagsins, og bjóða viðskiptavinum upp á "siðferðiskvittaða" starfsemi.

Auðvitað er sú starfsemi ekki eins ofurgróðavænleg og sú stefna sem unnið hefur verið eftir hingað til, en ég held að staða sparisjóða Norðfjarðar og Suður Þingeyinga séu nægjanleg rök í því máli.


mbl.is Starfsemi SPRON endurskipulögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband