Um hvaða hagsmuni er að ræða?

Eitt finnst mér vanta inn í umræðuna um þetta Icesave mál.

Um hversu mikla hagsmuni var verið að ræða þegar Íslendingum var mismunað umfram útlendinga með neyðarlögunum?

Hversu margir áttu yfir 3 milljónir inni á innistæðutryggðum bankabókum og hversu háar upphæðir voru tryggðar aukalega með neyðarlögunum?

Voru ekki flestir sem áttu einhverjar upphæðir í sjóðum, sem nú hafa rýrnað umtalsvert?

Væri mögulegt að afturkalla hluta þessara laga?


mbl.is Barroso: Ísland leysi deilumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers konar samningagerð er þetta?

Ef íslenska ríkisstjórnin er, án nauðsynlegs samþykkis Alþingis, búin að skrifa undir samkomulag þess efnis að Íslendingar eigi að greiða hollenskum innistæðueigendum, af hverju í veröldinni berast þá fréttir þess efnis að Hollendingar standi í vegi fyrir afgreiðslu IMF á aðstoðinni við Íslendinga?

Hvers konar vitleysa er þetta eiginlega, að undirgangst skuldbindingar umfram þrengstu þjóðréttarlegu ábyrgðir Íslendinga, fyrst það tryggir í það minnsta ekki lok málsins?

Á þessu verða að koma skýringar.


mbl.is 100 þúsund kröfur vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi er forseti vor í samráði við ríkisstjórn sína

Í hverju landi verður að vera ein utanríkisstefna.

Er sú stefna á forræði utanríkisráðherra og Utanríkisráðuneytisins skv lögum, sem forseti Íslands hefur staðfest, enda segir í 13. grein Stjórnarskrár lýðveldisins að "Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt."

"1. gr. Utanríkisþjónustan fer með utanríkismál og gætir í hvívetna hagsmuna Íslands gagnvart öðrum ríkjum. Hún skal einkum gæta hagsmuna Íslands að því er snertir
   
1. stjórnmál og öryggismál,
   
2. utanríkisviðskipti, og
   
3. menningarmál.
Utanríkisþjónustan annast í umboði forseta samningagerðir við önnur ríki, nema þar frá sé gerð undantekning í lögum eða forsetaúrskurði. [...]"

Sjávarútvegsráðuneytið gæti ekki tekið upp sína eigin stefnu, enda gæti hún þá stangast á við utanríkismálastefnu samgönguráðuneytisins og svo framvegis.

Þess vegna ætla ég rétt að vona að þessi ummæli hr Ólafs Ragnars Grímssonar hafi fallið að höfðu samráði við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, eða einhvers sem hún hefur framselt vald sitt til, enda öll utanríkissamskipti okkar í miklu uppnámi þessa dagana og ekki hægt að leggja nægjanlega áherslu á að menn tali einum rómi.


mbl.is Mikið fjallað um ummæli forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýlenduherrarnir samir við sig

Það var fyrirséð að IMF tæki málið ekki fyrir, en slagurinn á sér ekki stað í framkvæmdastjórn IMF.

IMF vill ekki samþykkja lánið og aðgerðarpakkann án þess að hægt sé að fara hratt og örugglega í aðgerðapakkann og endurræsing krónunnar er hluti þess, ásamt örugglega mörgu af því sem verið er að kalla á núna, eins og endurskipulagningu Seðlabanka og peningamálastefnu, ásamt björgunarpakka fyrir fyrirtæki og heimili.

Forsenda fyrir því að hægt sé að endurræsa krónuna er að til sé nægjanlegur gjaldeyrisvaraforði til að kaupa þær krónur sem þarf að kaupa.

Það virðist ekki vera búið að safna nægjanlegu fyrir ræsinguna. IMF ætlar að koma með þriðjung, Norðurlöndin hafa lofað þriðjungi en eftir er að safna þriðjungi, svo frestunin var alveg fyrirséð.

bretar og Hollendingar standa greinilega í stríði við okkur á þeim vettvangi og gera allt sem þeir geta til að blokkera frekari lánveitingar, nema við undirgöngumst nýlenduherraskilyrði þeirra.

Hugtakið imperialist er viðkvæmt í þessum löndum og ættu íslenskir ráðamenn að fara að nota það um framferði þessara þjóða.


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband