Samfylkingarlausn á vandanum: Siðrof
2.11.2008 | 12:55
Sigrún Elsa Smáradóttir var rétt í þessu að leggja til að fólk eigi að að lýsa sig gjaldþrota. Það sé réttur þess.
Er þetta efnahagsstefna Samfylkingarinnar?
Á maður að sjá frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um greiðsluaðlögun og gjaldþrot í því ljósi?
Stendur til að hleypa öllu samfélaginu á hausinn, allir hlaupi frá allri ábyrgð, að fordæmi Samfylkingarinnar?
Hún er í rauninni að leggja til að samfélagið leggi sig niður, siðrof.
Svo toppar hún vitleysuna:
"Því ver sem ríki eru á sig komin þegar þau fara í samninga, því betri sé samningsstaðan?"
Er stjórnarkreppa á Íslandi?
2.11.2008 | 10:12
Það er ekki nóg með að ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um aðgerðir við yfirstjórn landsins, nú þegar einmitt er mest þörf á því, heldur leka trúnaðargögn nú orðið út af ríkisstjórnarfundum.
Hvernig eiga erlendir aðilar að hafa einhverja trú á ríkisstjórn lands sem hagar sér með þessum hætti, hvað kostar það þjóðarbúið að Samfylkingin skuli halda að nú sé tími kattarþvottar og ábyrgðarleysis.
Ríkisstjórnin verður að girða sig í brók og og koma sér saman um hvernig eigi að stjórna landinu.
Annars verður maður að álykta að það sé stjórnarkreppa á Íslandi...
![]() |
Samfylking afneitar Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ráðherra kallar eftir starfhæfri ríkisstjórn
2.11.2008 | 01:30
Það er athyglisvert hvernig ráðherrar í ríkisstjórn Íslands orða árásir sínar hver á annan.
Ingibjörg Sólrún heimtar að Davíð Oddsson Seðlabankastjóri verði rekinn, sem er dæmigerð Gallupppólitík. Það er ekkert annað en bein árás á Geir H Haarde forsætisráðherra, sem hún veit mætavel að er yfirmaður hans og hefur veitingar og brottrekstrarvald yfir honum.
Nú svarar Björn Bjarnason henni fullum hálsi þegar hann segir að ríkisstjórn og seðlabanki eigi að ganga í takt. Ég fæ ekki betur séð en að góður hluti sjálfstæðisráðherrana sé í ágætum takti við seðlabankann. Þetta ákall er því lítt dulbúið ákall Björns eftir því að Þorgerður Katrín og Samfylkingarráðherrarnir fari að ganga í takt við Björgvin G Sigurðsson og Geir H Haarde, sem leitt hafa málið og verið samstíga.
Á svona tímum verða ráðherrar að vera samstíga. Þjóðarhagsmunir krefjast þess. Stundarvinsældir einstakra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna í kapphlaupi um að fá að skipta þjóðarkökunni skipta engu máli ef sundurleysi ríkisstjórnarinnar verður til þess að kakan verði mylsnan ein.
- Verkefni dagsins er að tryggja þjóðinni að hún hafi gjaldmiðil sem getur nýst til að koma vörum inn og út úr landinu. Þar verður að leita aðstoðar nágrannaþjóðanna, með gengissamningi við Evrópubankann eða með verulegri styrkingu gjaldeyrisvaraforðans, langt umfram það sem IMF lánið gefur.
- Samtímis verður að tryggja atvinnulífinu fjármagn til að það geti haldið áfram að skapa verðmæti og greiða laun
- Næsta verkefni er svo að útvega þeim störf sem missa vinnuna.
- Að því loknu verður að tryggja þeim sem ekki fá vinnu viðunandi framfærslu meðan á endurmenntun og endurhæfingu fyrir hugsanlegan nýjan starfsvettvang stendur.
Vonandi inniheldur plan IMF og ríkisstjórnarinnar eitthvað í þessa átt og fleira, en tíminn er afar naumur, því hver vika sem líður dregur úr afli atvinnulífsins og það kostar störf og það kostar gjaldþrot og aðrar hörmungar.
Ríkisstjórnin á að einbeita sér að því, en ekki standa í innbyrðis karpi. Við verðum að hafa starfhæfa ríkisstjórn. Því er Björn Bjarnason að kalla eftir.
Þegar bráðaaðgerðum er lokið, getur ríkisstjórnin dregið andann, og farið í uppgjör mála og kannað hvernig við eigum að haga málum til frambúðar með okkur hinum.
![]() |
Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)