Að Agnesa

Nú á seinni tímum hafa komið fram ný hugtök, sem munu lifa um einhvern tíma.

Að Haardera er að gera ekki neitt, þótt aðvörunaljós blikki og segja að ekki sé þörf á neinum aðgerðum. Jafnvel þótt það sé ósatt og viðkomandi sé það fullkunnugt.

Að Agnesa er ný íslensk þýðing á enska hugtakinu "let the bastards deny it", sem mikið var notað á Nixontímanum og er enn beitt ótt og títt.

Er þessi frétt hennar af þeim meiði, en í hverri viku kemur Agnes Bragadóttir, sem heyrir ekki undir ritstjóra Morgunblaðsins, heldur beint undir eiganda þess, Björgólf Guðmundsson, fram með fullyrðingar sem fylla fréttatímana um talsverðan tíma á eftir, hvort sem þær séu sannar eður ei, hvort frá þeim sé sagt í réttu samhengi eður ei eða hvort þær þær séu sanngjarnar eður ei?


mbl.is Lárus Welding: Rangt að reglur hafi verið brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantraust

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram vantraust á sitjandi ríkisstjórn sem tekið verður fyrir á mánudaginn.

Nú reynir á það hvort einhver innistæða sé fyrir þeim yfirlýsingum sem þingmenn stjórnarflokkana hafa viðhaft hver um annan og ráðherra ríkisstjórnarinnar.

  • Styðja þingmenn Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórn þar sem umhverfisráðherra stendur á móti iðnaðaruppbyggingu, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt?
  • Styðja þingmenn Samfylkingarinnar ríkisstjórn sem neitar að víkja seðlabankastjóra, eins og hún hefur krafist?
  • Styðja þingmenn Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórn þar sem starfandi utanríkisráðherra stórmóðgar bandalagsþjóðir okkar með því að láta að því liggja að við ætlum ekki að standa við alþjóðaskuldbindingar okkar?
  • Styðja þingmenn Samfylkingarinnar ríkisstjórn sem skipar son seðlabankastjóra héraðsdómslögmann, þvert á álit matsnefndar?
  • Styðja þingmenn Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórn þar sem bankamálaráðherra lætur auðmenn landsins boða sig á fund um miðjar nætur til að taka við skömmum?
  • Styðja þingmenn Samfylkingarinnar ríkisstjórn þar sem vitað er að ráðherrar hafa bein og mikil eignatengsl við bankastofnanir og eiga þar sem sitt undir því hvernig þeim reiðir af?
  • Styðja þingmenn Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórn þar sem tveir af ráðherrum hennar hafa í raun lýst yfir vantraust á hana, sem umhverfis- og bankamálaráðherra hafa gert?
  • Styðja þingmenn Samfylkingarinnar áframhaldandi einkavæðingu heilbrigðiskerfisins?
  • Styðja þingmenn Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórn þar sem gögn og upplýsingar leka eins og vatn út af ríkisstjórnarfundum?

Nú skilur á milli manna og músa, gaspurs og sannfæringar, lýðskrums og raunverulegra stjórnmála.


mbl.is Gætu dregið svartapétur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband