Vantraust

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram vantraust á sitjandi ríkisstjórn sem tekið verður fyrir á mánudaginn.

Nú reynir á það hvort einhver innistæða sé fyrir þeim yfirlýsingum sem þingmenn stjórnarflokkana hafa viðhaft hver um annan og ráðherra ríkisstjórnarinnar.

  • Styðja þingmenn Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórn þar sem umhverfisráðherra stendur á móti iðnaðaruppbyggingu, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt?
  • Styðja þingmenn Samfylkingarinnar ríkisstjórn sem neitar að víkja seðlabankastjóra, eins og hún hefur krafist?
  • Styðja þingmenn Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórn þar sem starfandi utanríkisráðherra stórmóðgar bandalagsþjóðir okkar með því að láta að því liggja að við ætlum ekki að standa við alþjóðaskuldbindingar okkar?
  • Styðja þingmenn Samfylkingarinnar ríkisstjórn sem skipar son seðlabankastjóra héraðsdómslögmann, þvert á álit matsnefndar?
  • Styðja þingmenn Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórn þar sem bankamálaráðherra lætur auðmenn landsins boða sig á fund um miðjar nætur til að taka við skömmum?
  • Styðja þingmenn Samfylkingarinnar ríkisstjórn þar sem vitað er að ráðherrar hafa bein og mikil eignatengsl við bankastofnanir og eiga þar sem sitt undir því hvernig þeim reiðir af?
  • Styðja þingmenn Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórn þar sem tveir af ráðherrum hennar hafa í raun lýst yfir vantraust á hana, sem umhverfis- og bankamálaráðherra hafa gert?
  • Styðja þingmenn Samfylkingarinnar áframhaldandi einkavæðingu heilbrigðiskerfisins?
  • Styðja þingmenn Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórn þar sem gögn og upplýsingar leka eins og vatn út af ríkisstjórnarfundum?

Nú skilur á milli manna og músa, gaspurs og sannfæringar, lýðskrums og raunverulegra stjórnmála.


mbl.is Gætu dregið svartapétur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Bæði Vinstri grænir og Vel grænir geta kvittað fyrir þennan lista. Þeir sem fylgja rauðri sól eða stýrast af blárri hönd gætu tekið saman jafnmarga punkta til að rökstyðja stuðning. Þess vegna endurnýtt gamlar glundroðakenningar.

Fyrir mann utan flokka, sem aldrei hefur skilið pólitíska málfræði til fulls, eru aðrir kostir vænlegri. Aukið traust í stað vantrausts, þjóðstjórn allra flokka og síðan kosningar. Þessi stjórn má ekki sitja út kjörtímabilið, það væri móðgun við lýðræðið í þessari stöðu.

Haraldur Hansson, 22.11.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband