Þorvaldur kominn út úr skápnum
25.11.2008 | 13:00
Þorvaldur Gylfason talaði sem stjórnmálamaður í gærkvöldi, ekki hagfræðingur. Ræða hans var ágæt sem slík, gagnrýnin, vel flutt og skemmtileg, en sem faglegt yfirvegað mat og yfirlit hagfræðiprófessors sem vill láta taka sig faglega alvarlega var hún ömurleg.
Þess vegna er fáránlegt að vilja Þorvald sem Seðlabankastjóra eftir þessa ræðu og þeir sem halda því fram átta sig ekki á því hvað menn eru að fara fram á með faglegum ráðningum í þær stöður.
Össur var með áskorun sinni einfaldlega að biðja um óbreytt ástand, hann vildi bara að hans skoðanabræður væru við stjórnvölin í stað annarra.
Er ekki komið nóg af stjórnmálamönnum í Seðlabankanum?
![]() |
Kvótakerfið varðaði veginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Stórar ályktanir af smáum rannsóknum
25.11.2008 | 12:48
Heimshöfin súrna vegna aukins koltvísýrings í andrúmsloftinu, það er alveg á hreinu, en að draga svona stórkallalegar ályktanir útfrá sýnatökum í kringum eina eyju á Kyrrahafi er afar ótrúverðugt.
Mér finnst með ólíkindum að blaðamenn Guardian og mbl skuli láta svona frá sér.
Hefði ekki verið í lagi að hafa í það minnsta samband við einhverja íslenska vísindamenn til að koma með álit sitt, eða má bara tala við hagfræðinga í dag, ekki haffræðinga?
![]() |
Höfin verða súrari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Talar í lausnum - hafnað af Samfylkingu
25.11.2008 | 01:10
Það var gaman að hlusta á Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóra á Akureyri á borgarafundinum í kvöld. Hann talaði í lausnum og um raunveruleikann eins og hann blasir við honum. Eitthvað sem Samfylkingarmenn hafna, enda hlaut hann ekki brautargengi í prófkjöri flokksins fyrir síðustu kosningar.
Hann talaði um nauðsyn þess að fólk gæti staðið við sínar skuldbindingar og lagði til að vísitalan verði fryst. Sú lausn gengur í mínum huga ekki upp eins og hann leggur hana til, en það er hægt að ná sömu markmiðum með þeirri leið sem miðstjórn Framsóknar lagði til á fundi sínum um daginn, þar sem lagt var til að boðin yrði skuldbreyting á vísitöluhækkun lána næstu 12 mánuði.
Á þann hátt er verðbólgukúfnum létt af fólki, um leið og staðið verður við samninga við skuldareigendur, sem eru að mestu leiti lífeyrissjóðirnir okkar. Sú upphæð sem fryst er með þessum hætti, bættist aftan við það lán sem fryst væri.
Það er þörf á Framsókn við stjórn landsins og mönnum eins og Benedikt.
![]() |
Verðtryggingin verði fryst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |