Er þetta rétt forgangsröðun?
7.11.2008 | 20:19
Er rétt að setja þessar aðgerðir í forgang, að taka við þeim sem missa atvinnuna?
Væri ekki réttara að setja atvinnulífið í forgang, svo sem fæstir missi vinnuna?
Þeir sem hafa vinnu geta frekar staðið við sínar skuldbindingar og geta lagt sitt að mörkum til þjóðarframleiðslunnar.
Að því loknu og auðvitað samtímis, á að taka vel á móti þeim sem detta út af atvinnumarkaðinum og fara í aðgerðir til að koma þeim inn á hann aftur og aðgerðir til að tryggja efnahag heimilanna eins og verið er að leggja til hérna.
En maður heyrir því miður lítið sem ekki neitt af aðgerðum til að bæta greiðslugetu fyrirtækjanna, sem fara í þrot ef það batnar ekki.
Það er röng forgangsröðun.
![]() |
Fjölskyldur landsins settar í forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Trúverðugleiki er gull
7.11.2008 | 12:49
Það er meira hvað okkur Íslendingum ætlar að ganga illa að halda þannig á málum að eitthvað örlítið traust og trúverðugleiki geti byggst upp á okkur. Traust og trúverðugleiki er allt eins og málum er háttað núna.
Seðlabankinn hlýtur að hafa leitað til Pólverjanna sem eru vinir í raun og hafa nærst á íslenskri síld til fjölda ára og það á og verður forsætisráðherra að vita.
Að segjast ekkert vita er líklegast það versta sem hægt er að segja í stöðunni. Það opinberar samskiptaleysið og vantraustið sem ríkir í æðstu stjórn ríksins.
Auðvitað á forsætisráðherra að segjast vita að Seðlabankinn leiti hófanna um öll lönd og ef þessar fréttir séu réttar, væri þetta fagnaðarefni.
Stýrivaxtahækkunin er annað dæmi. Við tilkynningu stýrivaxtahækkunina gefur Seðlabankastjóri í skyn að hækkunin sé honum á móti skapi. Hverns konar vitleysingsgangur er þetta?
Hann skrifaði sjálfur undir beiðnina til IMF. Vissi hann ekki hvað í henni stóð?
Ef hann var ósammála því sem í henni stóð, af hverju skrifaði hann þá undir hana?
VIÐ VERÐUM AÐ GANGA Í TAKT. ÖLL...
Ríkisstjórn, Seðlabanki, Alþingi
Þeir sem ekki geta það eiga annaðhvort að hafa sig hæga eða víkja.
Þá getur atvinnulífið og almenningur fylgt með.
![]() |
Kannast ekki við pólskt lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skýr skilaboð - takk
7.11.2008 | 11:25
Það sem er að eyðileggja íslenskt efnahagslíf og samfélag þessa dagana er óvissa.
Óvissan er kjörlendi Gróusagna sem gegnsýrir nú samfélagið og brýtur það niður innanfrá. Engin uppbygging eða ákvarðanir til framtíðar eru teknar meðan óvissan er alger. Það eina sem menn gera er að pakka í vörn og passa sitt. Það kostar efnahagslífið mikið, framleiðsla minnkar og atvinna um leið.
Þeir sem boðið hafa sig fram til að leiða þessa þjóð þurfa nú að gera það.
Aðalatriðið í því er að segja okkur að það sé til plan, hvaða hluti sé verið að horfa til að gera og meginlínurnar í aðferðafræðinni séu, eins og kostur er.
Planið er jú til, en við megum ekki sjá það. Það er slæmt, en verður samt að vera þannig, en það er alveg ljóst að leiðtogar þjóðarinnar geta alveg komið fram strax og sagt:
- Við ætlum að koma krónunni í gang. Það mun taka einhvern tíma og þess vegna erum við að taka öll þessi lán og þess vegna eru stýrivextirnir eins og þeir eru. Líklegast mun gengið þróast með þessum og þessum hætti en það mun svo jafna sig með tíð og tíma.
- Við ætlum að koma atvinnulífinu í gang. Það ætlum við að gera með ákveðnum aðgerðum. Það þarf ekki að segja nákvæmlega hverjum, en markmið þeirrar bjargar verður að vera skýr. Það verður að tryggja greiðslugetu atvinnurekenda.
- Við ætlum að fara í aðgerðir í húsnæðismálum, til að tryggja að fólk standi ekki á götunni. Hvort það verður gert með skuldbreytingum eða öðrum hætti á eftir að koma í ljós.
- Við ætlum að koma þeim til hjálpar sem misst hafa atvinnuna. Það verður ekki bara með útvegun starfa, heldur einnig endurmenntun og annar stuðningur osfrv osfrv
- Við ætlum að finna lausn á gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar til frambúðar. Það mun gerast með þessum og þessum hætti.
- Við ætlum að koma allri rannsókn á þessu í tiltekið ferli. Það ferli verður að vera traust og gagnsætt.
- Við þurfum að standa saman.
Til að þjóðin geti staðið saman, þarf hún að hafa eitthvað að standa saman um. Það hefur hún ekki í dag.
Það sem við upplifum í dag frá stjórnvöldum eru einhverjar skyndimyndir smáhlutar af mynd sem almenningur og fyrirtækin í landinu geta ekki sett í samhengi, þar sem leiðsögnina vantar. Á meðan geysa galdrabrennur og samfélagið er á barmi almenns siðrofs, hvatt áfram af sumum stjórnmálamönnum.
Sú leiðsögn verður að koma og það strax. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa brugðist algerlega á þeim vettvangi, eins vel og þeir stóðu sig í upphafi kreppunnar.
![]() |
Ræða alvarlega efnahagsstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)