Guðmundur G Þórarinsson sér hlutina í réttu ljósi

Guðmundur G. Þórarinsson

Vanhæfi Breta og Hollendinga

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður sem alþjóðleg stofnun til þess að aðstoða þjóðir sem af einhverjum ástæðum lenda í miklum erfiðleikum í efnahagsmálum sínum. Hann var ekki stofnaður sem innheimtustofnun fyrir aðildarþjóðir.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður sem alþjóðleg stofnun til þess að aðstoða þjóðir sem af einhverjum ástæðum lenda í miklum erfiðleikum í efnahagsmálum sínum. Hann var ekki stofnaður sem innheimtustofnun fyrir aðildarþjóðir. Af fréttum að dæma virðast Bretar og Hollendingar ætla að nota áhrif sín í sjóðnum, setu sína í stjórn sjóðsins, þar sem þeir ráða yfir 10% atkvæða, til þess að knýja fram greiðslur til landa sinna, greiðslur sem deilur standa um. Þar með hefur sjóðurinn breyst í andhverfu sína. Íslendingar eiga rétt á að dómstólar fjalli um slík deilumál. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að taka að sér hlutverk dómstóla. Einstakar þjóðir eiga ekki að geta gegnum aðstöðu sína þar knúið þjóðir í neyð til þess að ganga að ýtrustu kröfum sínum.

Þessar þjóðir hæla sér af því að vera lýðræðis- og réttarríki. Þegar fjallað er um mál Íslendinga í stjórn sjóðsins eru Bretar og Hollendingar vanhæfir vegna hagsmuna sinna og krafna á hendur Íslendingum og verða að víkja sæti. Íslendingar hljóta að krefjast þess að þeir víki sæti. Þetta er ekki ólíkt því ef ég sæti á Alþingi og beitti áhrifum mínum gegn lögum um aðstoð við landbúnaðinn nema einhverjir bændur greiddu mér skuld sem ég teldi að ég ætti hjá þeim en þeir neituðu.

Þessi afstaða er fáheyrð meðal þjóða sem telja sig vel siðuð réttarríki.

 

Höfundur er verkfræðingur.

Ég hef engu við þetta að bæta, nema að orðið nýlendukúgari, Imperialist, er afar viðkvæmt hugtak hjá íbúum þessara þjóða. Við eigum að nýta okkur það.


Fræðið mig ófróðan

Hafa þessar þjóðir neitunarvald í framkvæmdastjórn IMF?


mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástandið er afleiðing prinsessusvefns

Ég starfa hjá fyrirtæki sem getur valdið mengun og skapað almannahættu ef illa fer.

Okkur er gert að gera viðbragðsáætlanir sem grípa á til þegar slík atvik verða, greina hætturnar í sífellu og fara í úrbótaverkefni til að minnka líkurnar á því að þau óhöpp og slys sem geta orðið í rekstrinum verða og eins að gera ráðstafanir til að minnka umfang þeirra, eigi þau sér stað og skýrar aðgerðaráætlanir um viðbrögð við óhöppum, hvaða nafni sem þau nefnast.

Á fínu máli heitir þetta áhættustjórnun, og er eðlilegur og sjálfsagður hluti slíkrar starfsemi.

En hví í veröldinni er maður að upplifa það að Seðlabankinn, sem á lögum samkvæmt að tryggja fjármálastöðugleika og Fjármálaeftirlitið sem á að fylgjast með fjármálafyrirtækjum og því að þau hafi virka áhættustýringu, virðast hafa algerlega sofið á þessum verði.

Fjármálaeftirlitið hefur fylgst með styrk fyrirtækjanna gagnvart langtímaskuldbindingum, en ekki skammtímaskuldbindingum. Það er stórskrítið og þarf að fara yfir í framhaldinu.

Hvers vegna í ósköpunum þarf að ráða inn sérstaka efnahagsráðgjafa til að vinna neyðaráætlanir þegar ljóst er að í óefni stefnir?

Það er eins og að fara að ráða slökkviliðsstjóra og slökkvilið þegar kviknað er í.

Það ætti  að vera jafn sjálfsagt að gera áætlun um björgun hvers banka og fjármálastofnunnar vegna tiltekinna áfalla eins og það er fyrir mig að gera áætlun um slökkvistarf eða hreinsun í hverri olíubirgðastöð.

Fyrst áhættustjórnun ríkisins er ekki betri en þetta, er í rauninni ekki skrítið að illa hafi farið og það óðagot og þau mistök sem við höfum upplifað og munum borga fyrir um ókomin ár hafi átt sér stað.

Menn hafa einfaldlega sofið prinsessusvefni, þrátt fyrir að baunir áfalla séu undir allri dýnunni. Kannski er það vegna þess að yfirprinsessurnar eru ekki raunverulegar prinsessur, sem hafa farið í rétta prinsessuskóla.


mbl.is Fjölmenni í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband