Sóley í borgarstjórn
13.12.2008 | 20:28
Það að dreifa trúnaðarbréfum skjólstæðings velferðarsviðs til fjölmiðla er alvarlegt trúnaðarbrot hjá Þorleifi Gunnlaugssyni í mínum augum.
Fulltrúar í velferðarráði hljóta að gera sér grein fyrir því að um störf þeirra verður að ríkja alger trúnaður. Mér sem varaformanni umhverfis- og samgönguráðs er eðlilega gert að virða trúnað í mínum störfum, þótt við séum "bara" að fjalla um umhverfis- og samgöngumál, en ekki djúppersónuleg mál eins og þetta sem hér um ræðir.
Hanna Birna og Óskar Bergsson hafa tekið upp ný vinnubrögð í borgarstjórn þegar minnihlutinn er í mun meiri mæli en áður hefur þekkst tekinn með í ákvarðanatöku.
Ef Vinstri hreyfingin - grænt framboð er annt um æru sína og vill áfram fá að hafa áhrif á stjórn borgarinnar í gegnum þessi nýju vinnubrögð verður framboðið að taka hart á þessu máli og í mínum huga er alveg ljóst að Þorleifi er ekki treystandi fyrir trúnaðarupplýsingum og getur meirihlutinn því ekki hleypt honum að ákvarðanatöku á sama hátt og öðrum í minnihlutanum.
Í mínum huga er því ekki spurning að Sóley Tómasdóttir fyrsti varaborgarfulltrúi VG og snillingur á að vera orðinn borgarfulltrúi fyrir jól.
![]() |
Sendi bréf í leyfisleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jólagjöf ríkisstjórnar til þjóðar sinnar
13.12.2008 | 17:16
Það er gott að heyra að ríkisstjórnin virðist ætla að fara að opna augun fyrir einhverjum af þeim staðreyndum sem blasa við. Það er sú besta jólagjöf sem hún getur gefið þjóðinni.
Reyndar vildi hún ekki hlusta né horfa á þessar sömu staðreyndir í fyrravor, heldur kepptust ráðherrar ríkisstjórnarinnar við að segjast vera að fylgjast með. Ekkert væri að. Það væri engin kreppa í aðsigi.
Í ljós hefur komið að engin viðbragðsáætlun var gerð, hlutirnir ekkert greindir eða reynt að hafa einhver áhrif á þá.
Ráðherrarnir virðast bara hafa fylgst með með því að ýta á F5 takkan á lyklaborðinu og fylgjast með fjölmiðlum.
Nema reyndar Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde, sem sátu ítrekaða fundi með Seðlabankanum, sem virðist hafa varað við, en þær viðvaranir hafa greinilega verið bornar undir bankamennina, sem sögðu allt í himnalagi. Þeim var trúað, en Ingibjörg Sólrúng gat ekki trúað Davíð Oddssyni. Hann hlaut að vera að plotta eitthvað og því ekki hægt að trúa honum.
Einu viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru að koma fram með óraunhæf fjárlög með tæplega fimmtungs útgjaldaaukningu. Útgjaldaaukningu sem hefði nú verið betra að eiga inni núna.
Enn og aftur reynir Ingibjörg og Samfylkingin að koma sökinni fyrir bankahruninu frá sér. Hrunið varð á hennar vakt og merki þess og aðdraganda er ekki hægt að rekja nema tæpt eitt og hálft ár aftur í tímann. Á þeim tíma var hún á vaktinni. Ekki Framsókn, sem reyndar varaði við tormerkjunum strax í fyrrasumar, en það var nátúrlega ekki hægt að hlusta á það. Nýjabrumið var of skemmtilegt til að hægt væri að einbeita sér við að stjórna landinu.
![]() |
Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |