Jólagjöf ríkisstjórnar til þjóðar sinnar

Það er gott að heyra að ríkisstjórnin virðist ætla að fara að opna augun fyrir einhverjum af þeim staðreyndum sem blasa við. Það er sú besta jólagjöf sem hún getur gefið þjóðinni.

Reyndar vildi hún ekki hlusta né horfa á þessar sömu staðreyndir í fyrravor, heldur kepptust ráðherrar ríkisstjórnarinnar við að segjast vera að fylgjast með. Ekkert væri að. Það væri engin kreppa í aðsigi.

Í ljós hefur komið að engin viðbragðsáætlun var gerð, hlutirnir ekkert greindir eða reynt að hafa einhver áhrif á þá.

Ráðherrarnir virðast bara hafa fylgst með með því að ýta á F5 takkan á lyklaborðinu og fylgjast með fjölmiðlum.

Nema reyndar Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde, sem sátu ítrekaða fundi með Seðlabankanum, sem virðist hafa varað við, en þær viðvaranir hafa greinilega verið bornar undir bankamennina, sem sögðu allt í himnalagi. Þeim var trúað, en Ingibjörg Sólrúng gat ekki trúað Davíð Oddssyni. Hann hlaut að vera að plotta eitthvað og því ekki hægt að trúa honum.

Einu viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru að koma fram með óraunhæf fjárlög með tæplega fimmtungs útgjaldaaukningu. Útgjaldaaukningu sem hefði nú verið betra að eiga inni núna.

Enn og aftur reynir Ingibjörg og Samfylkingin að koma sökinni fyrir bankahruninu frá sér. Hrunið varð á hennar vakt og merki þess og aðdraganda er ekki hægt að rekja nema tæpt eitt og hálft ár aftur í tímann. Á þeim tíma var hún á vaktinni. Ekki Framsókn, sem reyndar varaði við tormerkjunum strax í fyrrasumar, en það var nátúrlega ekki hægt að hlusta á það. Nýjabrumið var of skemmtilegt til að hægt væri að einbeita sér við að stjórna landinu.


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Af hverju ætli það hafi engin hlustað á framsóknarflokkinn,eru ráðherrarnir með hugann annarstaðar en í vinnunni seigir þú,eru jólasveinar að stjórna landinu mér var búið detta það i hug og aftur núna,trúiru á jólasveina í hvaða flokki eru jólasveinar fj5 

Ásgeir Jóhann Bragason, 13.12.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband