Útfærslan má ekki verða skrípó
2.12.2008 | 14:26
Ríkisstjórnin og Alþingi verða að vanda sig við útfærslu á þessum stefnumiðum, sem sum eru góð en önnur ekki. Það má ekki takast jafn óhönduglega til og með lögin um hlutfallsatvinnuleysisbæturnar.
Hugmyndin er góð sem slík, en lögin gilda bara til 1. maí 2009, þannig að rétt þegar fólk er komið inn í kerfið, verður það lagt niður.
Sem þýðir í raun að það verður aldrei að veruleika í neinum mæli sem máli skiptir. Er bara skrípó.
Forsenda fjárfestingasjóðs atvinnulífsins verður að vera að gjaldeyrishöft verði afnumin fyrst. Annars verður fjárfestingasjóðurinn ríkisstyrkt sjóðasukk með einokunaraðstöðu á markaði í krafti inngreiðslna launþega og atvinnurekenda. Stjórnendur fyrirtækja verða að hafa val, ákall um að menn eigi að haga sér vel og misnota ekki aðstöðu sína skiptir engu máli í því sambandi.
![]() |
Mikilvægar og þarfar aðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífeyrissjóðirnir til bjargar eða bölvunar?
2.12.2008 | 09:45
Ríkisstjórnin hefur ekki kynnt neinar tillögur sem hjálpa fyrirtækjum landsins, heldur hefur hún gefist upp gagnvart því verkefni og er bara í aðgerðum gagnvart þeim einstaklingum sem missa vinnuna og komast í greiðsluþrot.
Einu útspil hennar gagnvart atvinnulífinu eru gjaldeyrisreglur sem banna erlenda fjárfestingu.
Í þessu algera tómarúmi þar sem fyrirtæki ber stjórnlaust fram af hengiflugi gjaldþrota, eru fréttir um stofnun sameiginlegs fjárfestingasjóðs lífeyrissjóðanna jákvæðar.
...eða hvað?
Lífeyrissjóðirnir eru nú í raun einu fjárfestarnir á markaði, í einokunarstöðu í allri fjárfestingu og með fyrirtækin á hnjánum eru lífeyrissjóðirnir með stofnun þessa sameiginlega sjóðs að tryggja að það verði ekki samkeppni milli fjárfesta. Það þýðir bara eitt fyrir þá samningsstöðu sem fyrirtækin og núverandi eigendur þeirra eru í. Þau hafa ekkert val og þessi sjóður fær fyrirtæki landsins á algerri brunaútsölu.
Allt í skjóli gjaldeyrishafta ríkisstjórnarinnar.
Ef maður væri viss um að lífeyrissjóðunum væri stjórnað á gagnsæjan og lýðræðislegan hátt, með virkri aðkomu sjóðsfélaga, væri maður kannski ekki svo uggandi.
En ég er uggandi.
![]() |
Vilja endurreisa fyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þáttaskil í ESB?
2.12.2008 | 00:45
Eitt er víst. Það Evrópusamband sem við erum að íhuga að sækja um aðild að nú verður annað Evrópusamband en það sem okkur ber vonandi gæfa til að sækja um aðild að og enn annað en það Evrópusamband sem við myndum svo ganga í, ef við næðum samningi sem þjóðin meti að bæti hag sinn.
Evrópusambandið hefur verið að þróast í átt til eiginlegs þjóðríkis, en í öllum þjóðaratkvæðagreiðslum um slík mál eru þær að falla eða að samþykkjast með afar naumum meirihluta.
Þau skilaboð hljóta stjórnendur ESB að fara að skilja.
Efnahagskreppan sem ríður núna húsum mun einnig ýta í sömu átt. Þjóðríkin hafa verið að horfa í eigin barm og vera sjálfum sér næst, sem hefur óhjákvæmilega það í för með sér að ESB hlýtur að fara að grynnast á ný og þróast meira í átt að því efnahagsbandalagi, sem það var í upphafi.
![]() |
Tekist á um kreppuviðbrögð í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |