Ríkisstjórnin snöggkælir húsnæðismarkaðinn
4.3.2008 | 23:29
Um leið og Geir H Haarde segir í einu orðinu að hita þurfi hagkerfið, t.d. með stóriðjuframkvæmdum til að ná snertilendingu stígur hann svo fast á bremsurnar í hinu orðinu að húsnæðismarkaðurinn snöggkólnar. Er það ekki til bæta á afleiðingar lánsfjárþurrðar bankanna.
Í yfirlýsingu um aðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga þann 17. febrúar var boðað afnám stimpilgjalds til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta skipti og húsnæðissparnaðarkerfi. Síðan hefur ekkert meira komið fram. Ekkert nánar um fyrirkomulagið, ekkert um hvenær megi eiga von á breytingunum eða nokkurn skapaðan hlut.
Eðlilega heldur fjöldi manns að sér höndum í húsnæðiskaupum og húsnæðiskaupakeðjan stöðvast. Það að húsnæðiskeðjan stöðvast þýðir að fjöldi fjölskyldna sem búið var að kaupa húsnæði getur ekki selt gamla húsnæðið og situr núna uppi með afborganir af tveimur íbúðum.
Skoðaði talnarunur FMR og strax þann 17. febrúar snöggfækkaði gerðum samningum, meðan að á þessum tíma árs ætti þeim að vera að fjölga, ef miðað er við fyrri ár.
Ríkisstjórnin er með óljósum yfirlýsingum og ráðaleysi sínu að valda hreinum og beinum skaða fyrir almenning, algerlega að ástæðulausu.
Væri ekki líka heiðarlegt gagnvart þeim sem eru núna að kjósa um þessa samninga að innihald yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sé þekkt?
![]() |
Forsætisráðherra: Hefur slæm áhrif þegar stíga þarf snöggt á bremsurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.3.2008 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú þarf að kalla breska sendiherran á teppið
4.3.2008 | 21:57
Geir H Haarde verður að kalla breska sendiherran á teppið og útskýra fyrir honum hvernig íslenskt efnahagslíf er uppbyggt og sýna honum fram á styrk íslensku bankanna. Þetta er hrein árás á íslenska hagsmuni og íslenskum stjórnvöldum ber skylda að standa vörð um þá.
Menn hafa nú verið kallaðir á teppið af minna tilefni...
![]() |
Breska fjármálaeftirlitið varar sparifjáreigendur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |