Ríkisstjórnin snöggkælir húsnæðismarkaðinn

Um leið og Geir H Haarde segir í einu orðinu að hita þurfi hagkerfið, t.d. með stóriðjuframkvæmdum til að ná snertilendingu stígur hann svo fast á bremsurnar í hinu orðinu að húsnæðismarkaðurinn snöggkólnar. Er það ekki til bæta á afleiðingar lánsfjárþurrðar bankanna.

Í yfirlýsingu um aðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga þann 17. febrúar var boðað afnám stimpilgjalds til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta skipti og húsnæðissparnaðarkerfi. Síðan hefur ekkert meira komið fram. Ekkert nánar um fyrirkomulagið, ekkert um hvenær megi eiga von á breytingunum eða nokkurn skapaðan hlut.

Eðlilega heldur fjöldi manns að sér höndum í húsnæðiskaupum og húsnæðiskaupakeðjan stöðvast. Það að húsnæðiskeðjan stöðvast þýðir að fjöldi fjölskyldna sem búið var að kaupa húsnæði getur ekki selt gamla húsnæðið og situr núna uppi með afborganir af tveimur íbúðum.

Skoðaði talnarunur FMR og strax þann 17. febrúar snöggfækkaði gerðum samningum, meðan að á þessum tíma árs ætti þeim að vera að fjölga, ef miðað er við fyrri ár.

samningafjoldi.

Ríkisstjórnin er með óljósum yfirlýsingum og ráðaleysi sínu að valda hreinum og beinum skaða fyrir almenning, algerlega að ástæðulausu.

Væri ekki líka heiðarlegt gagnvart þeim sem eru núna að kjósa um þessa samninga að innihald yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sé þekkt?


mbl.is Forsætisráðherra: Hefur slæm áhrif þegar stíga þarf snöggt á bremsurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það þurfti að bremsa aðeins til að hægja á, en það kostar gríðarlegt átak að koma þessu af stað aftur, og því varasamt að bremsa of harkalega og of lengi.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.3.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband