Tilgangslaus vitleysisgangur
23.4.2008 | 20:53
Lögreglan hefði átt að vera búin að láta til skarar skríða fyrr.
Þessir mótmælendur stöðva löglega starfsemi, loka leiðum sem sjúkrabílar og slökkvilið gætu þurft að nota. Þetta varðar almannaheill.
Að ráðast gegn lögreglu má alls ekki líða. Það verður að taka hart á því. Hvað yrði næst ef það yrði látið líðast?
Það er líka tóm vitleysa að olíuverðið sé að setja þá á hausinn. Þeir geta einfaldlega hækkað hjá sér taxtana og reynt að endursemja ef þeir eru fastir í lágum verðtilboðum, í þeim tilfellum þar sem ekki er tekið tillit til olíuverðs. Það eru allir í bransanum að verða fyrir sömu hækkunum.
Það sem menn eru í raun að mótmæla er aukinn hagvöxtur í Kína og réttmæt þátttaka þeirra í uppbyggingu og viðhaldi vegakerfisins. Yfirvöld þurfa að íhuga að gera samkeppnisstöðu díselbíla betri en bensínbíla, umhverfisins vegna, en það er ekki neitt sem þessir mótmælendur hafa tjáð sig neitt um.
![]() |
Mótmælin fóru úr böndunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Góð ráðning vegamálastjóra
23.4.2008 | 20:29
Hef kynnst Hreini og störfum hans hjá Vegagerðinni og tel ég að ekki hafi verið hægt að finna betri mann í starfið. Menntun hans, reynsla og vinnubrögð gera hann óumdeildan í mínum huga.
![]() |
Hreinn nýr vegamálastjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Engin refsing við broti á banni við áfengisauglýsingum
23.4.2008 | 16:16
Þessi dómur er birtingarmynd á því að löggjöfin um bann við áfengisauglýsingum er algerlega ónýt. Bara ókeypis umfjöllunin um þennan dóm er Ölgerðinni meira virði en sektarkostnaðurinn.
Eina leiðin til að koma í veg fyrir svona lagað er annaðhvort að hækka sektargreiðslurnar, þannig að þær komi eitthvað við fyrirtækin eða að þeir sem brjóti bannið verði óheimilt að framleiða, selja eða hafa milligöngu um sölu á áfengi.
![]() |
Dæmdur í sekt fyrir að birta áfengisauglýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |